Hin jólalögin

  Sumir hafa horn í síđu jólalaga.  Segjast ekki ţola jólalög.  Ţetta er hálf kjánaleg afstađa.  Jólalög eru ekki afmarkađur músíkstíll.  Ţađ má finna jólalög í flestum músíkstílum.  (Eitt ţađ) flottasta er í írskum ţjóđlagarokksstíl,  Fairytale of New York,  međ Kirsty McColl og The Pogues.  Ég á fína jólaplötu međ ýmsum bandarískum blúsurum.  Önnur jólalög má finna í músíkstílum á borđ viđ reggí, kántrý, ţungarokki, djassi, sálmasöng, pönk og hvađ sem er.  Heims um ból fagnar fólk sólrisuhátíđinni jólum međ söng og hljóđfćraleik.  Hátíđ ljóss og friđar.  Jólin eru góđ skemmtun í skammdeginu.  Vottar Jehova,  Amish-fólkiđ og fleiri sniđganga ţó jólin fyrir ţađ eitt ađ ţau séu upphaflega heiđin hátíđ.  Ţađ er miđur.  Jólin eru svo skemmtileg međ jólasveinum,  jólaálfum, jólatré, jólagjöfum, veislumat, gott í skóinn og ţađ allt. 

  Vissulega er til eitthvađ sem fellur undir víđa skilgreiningu á dćmigerđu jólalagi:  Létt popplag međ bjöllum, klingjandi gítarspili og einhverju svoleiđis.  Ţau eru fyrirferđarmest í útvarpi.  Hér eru nokkur sem sjaldnar er spiluđ í útvarpi:

 

  Ţetta eru kátir piltar frá Atlanta í Bandaríkjunum.

  Bresku anarkistarnir í Crass eru jólabörn.  Á dögunum fékk borgarstjóri Reykjavíkur sér húđflúr međ lógói Crass.  Crass héldu hljómleika á Íslandi á níunda áratugnum og gáfu út plötur međ íslensku hljómsveitinni Kukli.

  Íslandsvinirnir í bresku hljómsveitinni The Fall gáfu út jólalag til minningar um John Quays sem lést af völdum of stórs skammts af heróíni.

  Bandaríski rapparinn Snoop Doggy Dog stendur í ţeirri trú nú ađ hann sé endurborinn Bob Marley.  En hann er sama jólabarniđ fyrir ţví.

  Smá jólarokk.

  Íslenskt jólarokk međ hljómsveitinni F.

  Og Frćbbblarnir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jólalag gúanórokkaans í ár heitir ,, Iceland, Iceland, Iceland, versliđ í Iceland iceland, Iceland, váa, váa, váa " Persónulega finnst mér ţađ ekki fallegur Jólasöngur, en svona söngur ku vera einstaklega vinsćll í Skaftahlíđinni.

Stefán (IP-tala skráđ) 18.12.2012 kl. 08:12

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er nú einn af ţeim sem hata jólalögin,ţađ er ađ segja ţessi nýju(ó,ég hlakka svo til o.s.f).En ţessi gómlu góđu ylja mér alltaf um barnsrćturnar og lyfta andanum í áttina til himnaríkis.Tek ţađ samt fram ađ ég er 21.aldar mađur hvađ varđar trúarbrögđ.En ég rifja alltaf upp hlustun á jólaplötu Jethro Tull um Hver jól.Skosk og írsk ţjóđlög eru í uppáhaldi hjá mér og eins ţjóđlagarokkiđ.Sakna ţess ađ finna ekki jólalög í latin jazz og gypsy jazz stíl.En ţau eru örugglega til.Bara leita.En svo gleđileg jól Jens Kristján.Megi gođin vaka yfir ţér.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.12.2012 kl. 09:55

3 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  ég hef ekki komiđ viđ í Skaftahlíđinni og ţess vegna ekki heyrtjólagiđ.

Jens Guđ, 18.12.2012 kl. 21:53

4 Smámynd: Jens Guđ

  Jósef,  gott ađ ţú minntir mig á JT jólaplötuna.  Ég var eiginlega búinn ađ gleyma henni.  Ég man ekki eftir neinum latin djass eđa gypsy djass jólaplötum.  Gođin eru mér hliđholl og ég ţeim.  Bestu óskir um gleđileg jól,  kćri skólabróđir, og skilađu góđum jólakveđjum frá mér til bróđur ţíns. 

Jens Guđ, 18.12.2012 kl. 22:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband