Plötuumsögn

himinbrim 

 - Titill:  Himinbrim

 - Flytjandi:  Nóra

  - Einkunn: *****

  Ţađ var nokkuđ merkilegt hvernig íslenska hljómsveitin Nóra fjármagnađi sína ađra plötu,  Himinbrim.  Hljómsveitin leitađi til ađdáenda sinna úti í heimi.  Og viti menn:  Frá gjörvallri heimsbyggđ bárust fjárframlög sem gerđu hljómsveitinni kleift ađ hljóđrita og gefa út plötuna.  Ţađ skemmtilega er ađ Nóra semur og syngur sín ljúfu lög á íslensku.  Rétt eins og Sigur Rós.

  Samlíkingin viđ Sigur Rós nćr lengra.  Tónlist Nóru svipar ađ hluta til seiđmögnuđu fegurđarinnar sem einkennir músík Sigur Rósar.  Ţó fer ţví fjarri ađ um stćlingu á Sigur Rós sé ađ rćđa.  Nóra er alveg međ sinn persónulega og sjálfstćđa hljóđheim.  Til ađ vísa í fleira kunnuglegt má alveg eins nefna hljómsveitina Maus til sögunnar.  En samt ekki beinlínis. Söngstíll Egils Viđarssonar minnir á söngstíl Bigga í Maus.  Ekki síst ţegar gítar og rokk krauma undir. 
  Fallegur og stígandi hljómagangur einkennir lagasmíđar Nóru.  Fegurđ, hátíđleiki og rísandi framvinda umlykja tónlistina.  Hugsanlega má stađsetja hljómaganginn í humátt ađ fegurstu lögum Coldplay.  Nóra er bara miklu skemmtilegri hljómsveit.  
  Platan í heild er pínulítiđ seintekin.  Lögin hljóma samt vel viđ fyrstu hlustun.  Ţau hljóma ennţá betur viđ ítrekađa spilun.  Hćgt og bítandi opnast blómiđ og springur ađ lokum út í allri sinni dýrđ.
  Ţetta er tölvupopp og píanóspil skreytt međ strokhljóđfćrum (fiđlum og sellói).  Söngrödd Auđar Viđarsdóttur er mjúk og ljúf.  Textaframburđur hennar er skýr og góđur.  Músíkin flakkar á milli ţess ađ vera notalega ţćgileg annars vegar og fast ađ harđneskju og hávađa hins vegar.  Trommuleikurinn er aftarlega í hljóđblöndun. Hann er snilld ţegar best lćtur.  Virkilega flottur. 
  Allt er fagmannlega afgreitt en jafnframt á "lifandi" hátt.
 Umslagiđ er krúttlegt.  Nóra tilheyrir,  jú,  krúttkynslóđinni.  Allur texti á umslagi er handskrifađur međ auđlćsilegri rithönd.  Ţađ hefur tekiđ tímana tvo eđa rúmlega ţađ.  Sem leturfrćđingur hef ég gaman af ađ rýna í nostursamlega handskrifađan textann.  Brúnleitt litaval (út í gult og "orange") er gott. 
  Himinbrim  er glćsileg plata og tvímćlalaust ein af ţeim bestu 2012. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ţví og miđur ekki heyrt ţessa snilld, en Ţetta var heiđarleg og klár fjármögnun hjá ţeim.  Eitthvađ annađ líklega en var hjá Kristjáni Arasyni núverandi starfsmanni hjá N1, sem var ađ fá afskrifađa tvo milljarđa á einkahlutafélag sitt. Kanski viđskiptavinir hans á Sölusviđinu hjá N1 fái nú skuldir sínar afskrifađar um áramótin ? 

Stefán (IP-tala skráđ) 19.12.2012 kl. 16:04

2 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  ţađ er margt ljótt í sögu Neins.

Jens Guđ, 20.12.2012 kl. 20:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband