5.1.2013 | 22:27
Íslensk tónlist í Svíþjóð
Í hvert sinn sem ég fer til útlanda þá fagna ég því að vera áhugalaus um búðarráp. Fyrir bragðið skipti ég mér ekkert af búðum. Fer ekki í þær. Horfi helst framhjá þeim ef þær verða á vegi mínum. Eina undantekningu geri ég þó. Hún er sú að ég læt aldrei framhjá mér fara verslanir sem selja hljómplötur. Ég legg ekki á mig langar leiðir til að komast í plötubúð. En á hótelinu spyr ég hvort að plötubúð sé í nágrenninu. Sé svarið jákvætt þá fer ég þangað.
Fyrir áratug og meir voru plötubúðir í flestum flugstöðvum. Það er liðin tíð. Plötubúðirnar eru horfnar úr flugstöðvunum. Og bara mikið til horfnar.
Stokkhólmur er gullnáma fyrir plötusafnara. Þar er að finna tugi plötubúða. Margar þeirra eru með óvenju gott úrval af jaðarmúsík öfugt við þá þróun sem hefur orðið víðast hvar: Jaðarmúsíkin hefur horfið að mestu úr plötubúðum heimsins og færst inn á netsíður.
Að þessu sinni kíkti ég inn í 4 plötubúðir í Stokkhólmi. Samtals keypti ég þó innan við 20 plötur. Flestar sænskar. Það er af sem áður var þegar utanlandsferð stækkaði plötubunkann minn um 50 - 100 stk.
Eitt af því sem er gaman við að fletta í gegnum lager í útlendum plötubúðum er að rekast á íslenskar plötur. Fyrir ári síðan komst ég að því að plötur Sólstafa eru í finnskum plötubúðum. Það kom skemmtilega á óvart. Og einnig að uppgötva að þær hefðu náð inn á finnska vinsældalista.
Í Stokkhólmi urðu á vegi mínum plötur með Björk, Jónsa, Sigur Rós og FM Belfast. Ég vissi ekki áður að FM Belfast væri þetta stórt nafn í Svíþjóð. Þau eru víst að gera það gott víðar á meginlandinu.
Plata Of Monsters and Men var ekki til sölu í áðurnefndum fjórum búðum. Hinsvegar hljómaði lag þeirra Little Talks undir í sænskum sjónvarpsþætti, einhverskonar annál, svipmyndum frá síðasta ári. Það sérkennilega var að ég horfði ekkert á sjónvarp í þessari Stokkhólmsreisu. Ég sá þennan þátt bara út undan mér fyrir tilviljun, staddur á veitingastað. Ég hef frásögn af því að lög með Of Monsters and Men hafi notið mikilla vinsælda í sænsku útvarpi.
Til viðbótar þessum sjónvarpsþætti og íslenskum plötum í sænskum plötubúðum vísa ég á lag með Írisi Kjærnested sem er að finna í síðustu bloggfærslu minni: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1275550/
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt 8.1.2013 kl. 01:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
Nýjustu athugasemdir
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Stefán, takk fyrir þennan fróðleiksmola. jensgud 1.2.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: ... og smá framhaldssaga hér um hættulega illa þjálfaða hunda .... Stefán 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: L, ég veit ekki hvort parið sé saman í dag. jensgud 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þau hõguðu sér allstaðar vel nema heima hjá sér. Viss um hávær ... L 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Sigurður I B, snilld! jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þetta minnir mig á.... Hjónin eyddu um efni fram og maðurinn sa... sigurdurig 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Jóhann, ég veit ekki hvar þau kynntust. Þín ágiskun er alveg ... jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Stefán, góður! jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Getur verið að þetta unga par hafi kynnst í "KLÚBBNUM" og skem... johanneliasson 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þetta minnir mig á átök innan stjórnmálaflokka þar sem hatur og... Stefán 29.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 26
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 1453
- Frá upphafi: 4123562
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 1191
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
FM Belfast er gott band sérstaklega á tónleikum
en talandi um Svíþjóð http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1275690/
Ómar Ingi, 6.1.2013 kl. 03:49
Íslenskt já takk, Abba nei takk!!
Sigurður I B Guðmundsson, 6.1.2013 kl. 17:51
Frábær árangur hjá Sólstöfum.
Ég veit ekki hvað þessi síða er áreiðanleg
http://www.season-of-mist.com/news/solstafir-2011-11-08
en þar er sagt að þeir hafi náð 12 sæti hjá Finnum.
Ansi magnað
Grrr (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 18:55
Ómar Ingi, ég rétt slapp við þessa skothríð í Stokkhólmi. Eða þannig. Ég var ekki nákvæmlega þarna.
Jens Guð, 6.1.2013 kl. 20:46
Sigurður I.B., ég tek undir þetta. Ég las þarna úti viðtal við einn ABBA-gaurinn. Hann býr þarna í Stokkhólmi í assgoti rúmgóðu húsi. Hann upplýsti í spjallinu að hafa verið út úr heiminum vegna eiturlyfjaneyslu og áfengisdrykkju nánast allan ABBA-ferilinn. Hann er bara nýlega farinn að slaka á í þessum efnum. Að mér skildist eiginlega til að styðja son sinn í að hætta í þessum vímuefnum. Vera honum samstíga í því.
Jens Guð, 6.1.2013 kl. 20:51
Grrr, mig minnir að Finnarnir hafi einnig gefið mér upp 12. sætið.
Jens Guð, 6.1.2013 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.