Alvöru júró-rokk í kvöld (laugardaginn 26. janúar)

 

  Sólstafa hefur verið sárt saknað í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva,  Júrivisjón.  Einkum af Finnum.  Þar njóta Sólstafir meiri vinsælda en allir íslenskir þátttakendur í sögu Júrivisjón frá upphafi.  Stök plata með Sólstöfum lætur sig ekki muna um að fara í 12. sæti á finnska vinsældalistanum þegar vel liggur á mannskapnum. 

  Nú er júrivisjón-fárið skollið á í ár.  Þá er fátt heppilegra í stöðunni en flýja í faðm Sólstafa.  Hlusta á alvöru rokktónlist í hæsta gæðaflokki.  Og ekki bregðast Sólstafir sem aldrei fyrr.  Þeir bjóða upp á spennandi hljómleika í kvöld,  26. janúar (laugardag) á Gauki á Stöng.  Þetta eru fyrstu sjálfstæðu hljómleikar Sólstafa í meira en ár.  Vinna við næstu plötu er jafnframt hafin.   Hljómsveitin Kontinuum hitar upp.  Fjörið hefst klukkan 22.00. 

  “Við erum á flakki um Evrópu mest allt árið. Svona hefur þetta verið síðastliðin ár en þó aukist með ári hverju”, segir Sæþór Maríus, gítarleikari Sólstafa. “Á vorin og haustin eru það túrarnir og svo tónleikahátíðir yfir sumartímann”, bætir hann við.

  Síðust tónleikar Sólstafa erlendis voru á skemmtiferðaskipi sem sigldi frá Miami til Bahamaeyja. “Það var mikið ævintýri og ólíkt því sem við erum vanir. Við spiluðum á sundlaugadekkinu í glampandi sól. Fólk var þarna að headbanga í heitapottinum og fá sér sundsprett”.

Sæþór segir þá félaga í fantagóðu spilaformi enda nýta þeir vetrartímann vel til að æfa. “Við erum orðnir skipulagðir, æfingaplanið er komið í Excel-skjal. Við höfum líka verið duglegir að semja nýtt efni undanfarið. Það er alltaf gaman”, segir Sæþór kíminn.


mbl.is Þrjú lög komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála þér.'A erfitt með að tala um þessa kepni því ég fylgist ekki með henni en hef stundum smelt á Ruv og var fljót að skipta um stöð.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 26.1.2013 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband