3.2.2013 | 01:08
Eiturslanga ræðst á dreng og ljósmyndarar taka myndir
Þessi ljósmynd hefur farið eins og eldur um sinu á Fésbókinni. Eiturslanga ræðst á ungan dreng og ljósmyndarar fylgjast spenntir með í stað þess að grípa inn í og koma emjandi drengnum til hjálpar. Drengnum viti sínu fjær af skelfingu og hræðslu, þekkjandi að einungis nokkrar sekúndur í þessum aðstæðum skilja á milli lífs og dauða. Ljósmyndararnir eru fordæmdir fyrir. Ég vatt mér í að rannsaka málið. Niðurstaðan er sú að þetta er ekki drengur heldur 13 ára stúlka.
Eftir að ljósmyndararnir höfðu náð mörgum góðum myndum af viðureign eiturslöngunnar og stelpunnar óhlýðnaðist innfæddur aðstoðar- og leiðsögumaður myndatökuliðs tímaritsins National Geographic fyrirmælum um að trufla ekki atburðarásina. Hann réðist á slönguna og snéri hana af stelpunni. Slangan gerði sér þá lítið fyrir og át manninn. Það náðust góðar myndir af því.
Talsmenn National Geographic segja að þær myndir verði ekki birtar fyrr en lögfræðileg atriði hafi verið afgreidd. Þau snúa að fjölskyldu mannsins sem eiturlyfjaslangan át. "Við þurfum að ganga frá smávægilegum tæknilegum atriðum áður en myndirnar verða birtar," segir talsmaður tímaritsins.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Heilbrigðismál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ætla rétt að vona að þetta sé skreytni hjá þér(með átið á aðstoðarmanninum), en heldurðu annars ekki að þetta hafi verið kyrkislanga?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 08:28
Þú mátt ekki hræða oss hjartveika svona í skamdeginu Jens, shame on you!
http://wafflesatnoon.com/2012/08/22/boy-attacked-by-snake-as-photographers-watch-real-or-hoax/
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 08:35
Í Hjaltadalnum vóru ekki eiturslöngur í tíð Hrafnhælingsins, nema þá andlegar kannski, og því gerir hann ekki greinarmun á eitur- og kyrkislöngu. Sýnir þetta vitaskuld barnslegt sakleysi hans og gott uppeldi; foreldrar hans, vandað sómafólk, héldu honum frá siðspillandi sukki þannig að hann þekkir þetta ekki í sundur. Væri kannski gott ef einhhverjir valinkunnir sómapiltar gengju með honum svosem einn hring um miðborg Reykjavíkur á sunnudagsmorgni á óttu til að sýna honum hvernig útsendarar andskotans fara þar um glepjandi saklausa sveitardrengi.
Tobbi (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 10:23
Tobbi.Smá tillegg um það sem þú ert að segja.Vitaskuld afmarkast þekkingin á dýrategundum á því sem maður umgengst dags daglega.Þegar við Kiddi bróðir vorum kornungir heima í Fljótunum var okkur boðið til Siglufjarðar og fórum þá í bíó og sáum Tarzan.Ég hafði lítinn áhuga á honum(aðeins meiri á Jane) en það sem mér þótti áhugaverðast voru allir þessir Fílar,Ljón og gíraffar og ýmislegt fleira enda þessar dýrategundir ekki algengar í Fljótunum og nágrannasveitarfélögum á þessum tíma.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.2.2013 kl. 11:30
Bjarni, slangan drap aðstoðarmanninn. Ég dró þá ályktun að hún hefði étið hann. Til hvers ætti hún annars að drepa hann?
Jens Guð, 3.2.2013 kl. 21:10
Tobbi, rétt er það að ég hef enga þekkingu á útlenskum ormum.
Jens Guð, 3.2.2013 kl. 21:13
Jósef, þetta er skemmtileg saga. Mér er minnisstætt þegar bóndinn í Garðakoti fékk sér geit. Það þótti okkur krökkunum rosalega spennandi. Það var mikill ævintýraljómi yfir þessari sjaldséðu skepnu. Eiginlega næsti bær við að vera kominn til útlanda að sjá kvikindið.
Jens Guð, 3.2.2013 kl. 21:17
Eiturlyfjaslangan???
Tobbi (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 14:17
Ég hef á tilfiningunni að hér sé farið nokkuð frjálslega með staðreyndir Jens minn
Siggi Lee Lewis, 5.2.2013 kl. 17:18
Tobbi, bloggfærslan mín er bull og ég fór lengra með bullið með því að nefna eiturlyfjaslöngu.
Jens Guð, 5.2.2013 kl. 20:29
Ziggy Lee, þegar bullið fer á flug þá læt ég staðreyndir ekki þvælast um of fyrir.
Jens Guð, 5.2.2013 kl. 20:30
Mér sýnist þetta nú frekar vera kyrkislanga. Hún hefur greinilega hringaðsig umstúlkuna.
Gunnar Arthursson (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.