4.2.2013 | 00:24
Bestu plötur Megasar
Fyrir nokkru síðan ýtti ég úr vör skoðanakönnun um bestu plötur Megasar. Fyrsta skrefið var að leita á náðir lesenda. Ég bað þá um að tiltaka þær plötur Megasar sem þeim þykir bestar. Öllum plötum sem nefndar voru til sögunnar stillti ég upp í formlega skoðanakönnun. Ég ákvað að láta könnunina standa þangað til 2000 atkvæði hefðu skilað sér í hús. Nú hefur það mark náðst. Niðurstaðan er sú sama og þegar 100 atkvæði höfðu verið greidd. Af því dreg ég þá ályktun að útkoman sé nokkurn veginn til samræmis við almennan smekk fyrir plötum Megasar. Að minnsta kosti hvað varðar plöturnar í efstu sætunum. Þar er útkoman afgerandi. Ég ætla að flestir aðdáendur Megasar hefðu að óreyndu giskað rétt á hvaða plötur myndu hreiðra um sig í efstu sætunum.
Þar fyrir utan er þetta fyrst og fremst léttur samkvæmisleikur.
Þannig er listinn:
1. Á bleikum náttkjólum 25,5%
2. Megas (fyrsta platan) 17,7%
3. Loftmynd 12,5%
4. Til hamingju með fallið 8,1%
5. Í góðri trú 7,7%
6. Drög að sjálfsmorði 7,3%
7. Millilending 6,4%
8. Fram og aftur blindgötuna 5,2%
9. Nú er ég klæddur og kominn á ról 4,5%
10. Þrír blóðdropar 2,7%
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Breytt s.d. kl. 00:39 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 12
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 1036
- Frá upphafi: 4111561
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 872
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég efast um að efstu 2 sætin komi á óvart en það kemur mér á óvart hvað "Þrír blóðdropar" fengu fá atkvæði.
Það eru gullmolar á þeirri plötu.
Grrr (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 08:28
Þetta eru allt saman frábærar plötur hjá meistara Megasi og hreinlega erfitt að gera upp á milli þeirra. Við getum bókað það að meistari Megas mun aldrei taka þátt í Eurovision, en vel gæti ég trúað því að Bubbi Morthens muni leggjast svo lágt á næstu árum. Eina lagið í íslensku keppninni í ár sem lag getur kallast er stolið að hluta til úr kanadísku grínlagi, sem segir heilmikið um það metnaðarlausa ,, tónlistarfólk " , sem hjakkar í sömu hjólförunum ár eftir ár í þessari keppni. Ég segi nú bara eins og meistari Megas ,, Afsakið á meðan ég æli ".
Stefán (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 08:34
Tek undir með Grrr, Þrír blóðdropar á að vera nær toppnum
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2013 kl. 10:43
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1280997/
Ómar Ingi, 4.2.2013 kl. 11:17
Megas er gulls ígildi.En þetta með Eurovision lagið.Mér finnst þetta grínlag ekkert svo mjög líkt.En það hljómar alltaf annað lag í kollinum á mér þegar ég heyri viðlagið.Ég held það heiti"Away from home"eða eitthvað svoleiðis.
Jósef Smári Ásmundsson, 4.2.2013 kl. 16:08
I have walked five hundred miles away from home.Þarna kom það.Er þetta ekki Country lag eða svona MUuuu lag.
Jósef Smári Ásmundsson, 4.2.2013 kl. 16:11
Heyrðu Jens,varstu ekki búin að byrta þessa færslu áður.? Mig minnir það góurinn.
Númi (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 16:57
Ég held það nefnilega líka, Númi og nefndi þá einnig Þrjá blóðdropa. Jens er orðinn eitthvað latur og er farinn að endurnýta gömul blogg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2013 kl. 17:26
Grrr, dræmur stuðningur við Þrjá blóðdropa kemur mér líka á óvart.
Jens Guð, 4.2.2013 kl. 18:48
Stefán, Bubbi hefur tekið þátt í júrivisjón. En náði ekki í höfn.
Jens Guð, 4.2.2013 kl. 18:49
Gunnar Th. (#3), líkast til væru Þrír blóðdropar ofar ef hver kjósandi hefði fengið að velja fleiri en eina plötu. Spurningakerfi bloggsins býður hinsvegar bara upp á að merkt sé við eina plötu.
Jens Guð, 4.2.2013 kl. 18:53
Ómar Ingi, takk fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 4.2.2013 kl. 18:58
Jósef, þú ert sennilega að vísa til I´m Gonna Be (500 Miles) með skoska dúettinum The Proclaimers. Ég held að ég hafi ekki heyrt vinningslagið í júrivisjón í ár. Eða kannski hef ég heyrt það án þess að veita því eftirtekt eða setja í samhengi við júrivisjón. Af gamalli reynslu hefur mér lærst að sniðganga júrivisjón.
Jens Guð, 4.2.2013 kl. 19:10
Númi, nei, ég var ekki búinn að skrifa þessa færslu áður. Ég var að bíða eftir því að 2000 atkvæði skiluðu sér. Hinsvegar birti ég á sínum tíma færslu þar sem ég óskaði eftir því að lesendur nefndu til sögunnar þær Megasarplötur sem þeir teldu vera bestar. Viðbrögð voru góð og gat af sér góða umræðu.
Þegar ég svo setti skoðanakönnunina formlega í gang þá birti ég aðra færslu til að gera grein fyrir henni. Þá hélt umræðan áfram.
Þú hefur væntanlega orðið var við þessar tvær færslur þannig að umræðan nú kemur kunnunglega fyrir sjónir.
Jens Guð, 4.2.2013 kl. 19:20
Gunnar Th. (#8), sjá "komment" #14.
Jens Guð, 4.2.2013 kl. 19:21
Fyrst smá fyrivari, að það er náttúrulega erfitt að taka eina plötu Megasar og segja: þessi er best. Vegna þess að það eru nokkrar sem eru á svipuðu róli. þ.e. alveg í toppklassa í íslensku samhengi.
Og þá finnst mér fyrsti partur tímabilsins eiga flestr plötur alveg við toppinn. Mér finnst á seinni skeiðum plöturnar ekki eins sterkar í heildina. Jú, afar gott og innanum snildarverk - en plöturnar frá 1972 - um 1990 eru merkilegri og meira breikíng, ef svo má segja.
þar set ég Fram og aftur blidgötuna í fyrsta sæti. Hún er, að mínu mati, hrein klassík. Hún er en Millilending þar sem hljómsveitin Júdas var með honum. Á Fram og aftur Blindgötuna er hinsvegar hljómsveitin Eik. Þorsteinn Magnússon og félagar. þessi plata hefur alla bestu eiginleika eða hliðar Megasar. Óvænta og frumlega nálgun og hún er svo sterk í íslensku samhengi. Mér finnst þessi plata aðeins betri í heildina en á Bleikum Náttkjólum sem kæmi í annað sæti ásamt fyrstu plötunni og þá bara til að halda fyrstu plötunni til haga. Fyrsta platan er samt alveg sér á parti því hún er ekki rafmagnsrokkuð heldur eru norskir menn sem slá á gítarstrengi á einstakann hátt. Í 3. sæti mundi eg svosetja Loftmynd.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.2.2013 kl. 22:00
Ómar Bragi, takk fyrir þessar skemmtilegu pælingar.
Jens Guð, 5.2.2013 kl. 03:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.