13.2.2013 | 10:05
Næsti páfi
Aðeins einni manneskju tókst að átta sig á því hvað Benedikt sextándi var að muldra þegar hann tilkynnti á blaðamannafundi afsögn sína úr embætti. Óvíst er hvort að manneskjan heyrði rétt. Heimsfréttin um afsögnina hefur ekki verið borin til baka af Vatíkaninu. Það bendir til þess að konan hafi heyrt rétt og sátt ríki um hennar túlkun á fréttinni.
Meiri ágreiningur ríkir um ástæður afsagnarinnar. Sumir telja að komið hafi upp ósætti og óyfirstíganlegur ágreiningur á milli páfans og himnaföður hans. Sá síðarnefndi var með stöðuga hrekki sem lýstu sér þannig að hvert sem páfi fór þá gustaði á kjólinn hans sem vafðist honum um höfuð og byrgði sýn. Þá fengu ófáar húfur, pottlok og hattar að fjúka af páfanum út í buskann.
Í þau örfáu skipti sem kjóllinn fékk að vera í friði myndaðist gustur páfa yfir höfði og skóp hárgreiðslu kennda við pönkara og hanakamb.
Ef páfinn nær að setja upp gleraugu er eins og hann sé með það sama kýldur í hausinn; gleraugun hendast út um allt andlitið og koma aldrei að gagni. Þau hafa ósjaldan endað uppi í túlanum og hann jórtrað á þeim eins og tyggjói.
Aðrir telja að páfinn sé á leið út úr skápnum, svo þekktur sem hann er fyrir að vera með tunguna út um allt.
Páfa verður minnst fyrir harðorða og skelegga gagnrýni á prjál og pjatt. Einhverjir hafa af óskammfeilni talað um að páfi kasti glerflöskum úr steinhúsi allur hlaðinn bling-bling glingri og gullslegnum hatti. Hið rétta er að hatturinn er ekki til skrauts. Hann er nestispakki páfa.
Eðlilega er byrjað að máta ýmsa einstaklinga í páfastól. Það skiptir máli hver vermir hann. Páfinn er óskeikull leiðtogi fjölmennasta sértrúarsafnaðar heims. Þessir þykja taka sig best út sem arftakar Benna - enn sem komið er:
Konan sem skildi hvað páfi var að segja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Spil og leikir, Tónlist, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 16
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 1445
- Frá upphafi: 4119070
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1118
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ólafur Ragnar er sjálfkjörinn í þetta embætti. Hann yrði ekki lengi að kjafta djöfulinn ráðalausan með innihaldslausu blaðri og leiðindum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2013 kl. 10:22
Næsti verður sá síðasti.....http://www.bibleprobe.com/last10popes.htm
GB (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 10:52
Þegar svo er komið að engin skilur lengur hvað páfinn er að muldra, er kannski rétt hætt. Varla þarf þá að rífast um ástæður afsagnar. En skildu konan rétt, eða notuðu menn tækifærið til að koma honum frá? Eitt er víst að fáir ef nokkrir skilja Benna og vel getur verið að hann hafi mótmælt túlkun konunnar. Það bara skildi enginn þau mótmæli hans!
Annars lýst mér best á Baunina í þetta embætti. Hann býr við mikla kunnáttu í leiklist og getur örugglega leikið þetta hlutverk með ágætum. Hvorki sá í neðra né efri ætti í roð við hann.
Gunnar Heiðarsson, 13.2.2013 kl. 11:07
Núverandi borgarstjóri Reykjavíkur er fyrrverandi starfsmaður Kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík og Páfinn er því væntanlega fyrirmynd hans og leiðtogi. Benedikt sextándi og borgarstjóri eiga það líka sameiginlegt að fólk virðist ekki skilja muldrið í þeim. Borgarstjóri var eitt sin pönkari með hanakamb rétt eins og Benedikt sextándi skartar hér á mynd að ofan. Sjálfsagt eiga þeir margt annað sameiginlegt og sumir vilja jafnvel meina að borgarstjóri sé kaþólskari en Páfinn ?
Stefán (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 11:33
Lykilinn að því að trúa þeirri dellu sem trúarbrögð eru, er að skilja ekki neitt, vita ekki neitt og hafa ekki vilja til þess. .. Og sjá ekki sannleikann fyrir sjálfselsku.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 12:12
Ef bara stóll kall uglunnar yrði seldur,væri hægt að brauðfæða þúsundir manna,,þetta er sirkus fáránleikanns
Alfreð (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 14:29
Getur verið að Reykjavíkurborg sé í dag að hampa Kaþólsku kirkjunni eittvað sérstaklega fjárhagslega ? Það þarf virkilega að athuga hvort að svo sé í ljósi núverandi aðstæðna.
Stefán (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 16:09
Þú gleymir náttúrulega aðalmálinu eldingunni sem herran skellti á páfahöllina svona þegar þetta varð ljóstAnnars ertu flottur prakkarinn þinn addna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2013 kl. 17:44
Axel Jóhann, gengur embættið ekki einmitt út á eitthvað svoleiðis?
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 18:48
GB, næsti páfi verður eilífur.
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 18:52
Gunnar, vel mælt!
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 18:54
Stefán (#4), það má eiginlega segja að Benni og Gnarrinn hafi verið vinnufélagar.
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 18:57
VAR ekki verið að tala um svertingja í embættið ' Her verða margir svartir sauðir á lausu sem við viljum losna við eftir kosningar
Erla Magna Alexandersdóttir, 13.2.2013 kl. 20:12
DoctorE, það má alveg vera að þetta sé heppilegur lykill. Fyrir suma. En fólk getur líka verið trúgjarnt á öðrum forsendum.
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 20:33
Alfreð, er það ekki illa farið með glingur að fórna því fyrir ölmusu handa svöngum?
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 20:35
Stefán (#7), ég efast um að Reykjavíkurborg sé að hlaða undir kaþólsku kirkjuna. Einkum eftir að upplýst var um gróft barnaníð Georgs og Margrétar sem veittu Landakotsskóla forstöðu.
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 20:44
Ásthildur Cesil, það má halda því til haga.
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 20:44
Erla Magna, góður punktur.
Jens Guð, 13.2.2013 kl. 20:45
#13 - Ekki veit ég á hvaða plánetu, eða á hvaða gleðipillum, þeir eru sem ímynda sér að svartur maður verði valinn sem næsta yfir-skoffín kaþólsku kirkjunnar. Vadikanið er a.m.k. 400 árum frá því að sá möguleiki verði raunhæfur. Vadikanið er enn ekki komið á miðaldirnar í þeim málum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2013 kl. 23:28
Sú var tíðin að svonefnd „símonaríséring“ var í Vatikaninu. Embætti kirkjunnar voru boðin upp og þau hlutu sem best buðu. Þannig keyptu nokkrir braskarar bæði byskupsembætti, jafnvel hér á landi, t.d. Jón Gerreksson sem var breskur skreiðarkaupmaður, og stundum varð braskari páfi. Þannig var einn þeirra einn sá svæsnasti, Alexander 8. undir lok 15. aldar, einhver óhugnarlegasti valdasjúklingur sem getur í sögunni.
Spurning hvort íslenskir braskarar sjái ekki tækifæri þarna, það væri ekki ónýtt að tengja hagsmuni sína við kaþólskuna sem oft hefur mátt sitja uppi með ýmsa vandræðagemlinga.
Sigmundur Davíð myndi ábyggilega kunna vel við sig í Vatikaninu því oftast þykist hann vera vitrari en jafnvel guð almáttugur.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2013 kl. 10:38
Kisi er upplagður páfi.
Steini (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 10:43
Guðjón Sigþór - kanski sást þú þátt á ÍNN nýlega þar sem Sigmundur Davíð var að ræða við spegilmynd sína, Gunnar Braga Sveinsson - það var aulalegasti þáttur sem ég hef séð og heyrt - held hreinlega að Páfinn og borgarstjóri Reykjavíkur hefðu ekki náð að toppa aulaskapinn ef þeir hefðu verið að muldra saman.
Stefán (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 11:06
Ozzy all the way! Hann hefur þegar greinilega verið í snertingu við almættið eins og sjá má á tónlistarafrekum hans!
https://www.youtube.com/watch?v=pZCyOWLrRTE
Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 11:44
Nei horfi lítið á sjónvarp nema Rúv og þá aðallega fréttir,Kiljuna, Útsvar, Merlín og náttúrulífsmyndir á mánudögum. Hlusta líka fremur lítið á útvarp nema helst rás1. Grúsk, skriftir og lestur taka lungann af mínum frítíma sem og bloggið.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2013 kl. 12:12
Guðjón, er Sigmundur Davíð ekki í Vatikaninu?
Jens Guð, 14.2.2013 kl. 20:54
Steini, sammála.
Jens Guð, 14.2.2013 kl. 20:54
Stefán (#22), í þau örfáu skipti sem ég lendi á ÍNN á "sörvi" um sjónvarpsstöðvar sé ég aðeins hvern sjónvarpsþáttinn á fætur öðrum toppa aulagang. Í fyrra keypti ég auglýsingapakka þarna. Það voru peningar út um gluggann. Svörun var 0%.
Jens Guð, 14.2.2013 kl. 20:57
Jón, Ozzy er töff alla leið.
Jens Guð, 14.2.2013 kl. 20:58
Guðjón Sigþór, þú ert með góðan smekk fyrir dagskrá ljósvakamiðla.
Jens Guð, 14.2.2013 kl. 21:00
Þakka þér, horfi lítið á en hlusta þess meira.
Kannski er vandfundinn betri áheyranda en mig að finna. Reyni að halda út að hlusta á sem mest.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 14.2.2013 kl. 21:34
https://www.youtube.com/watch?v=9nI8jS3J5YU
Jens Guð, 14.2.2013 kl. 23:12
Jens, þá eru væntanlega allir aðrir sem auglýsa á þessari aulalegu stöð ÍNN líka með 0 % svörun og peningarnir fjúka um Fiskislóðina.
Stefán (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.