Plötuumsögn

evulög 

- Titill:  Evulög

 - Flytjandi:  Gímaldin

 - Einkunn: **** (af 5)

  Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar,  söngvaskálds,  gítarleikara og söngvara.  Hann er ólíkindatól.  Músík hans sveiflast á milli ólíkra músíksstíla:  Allt frá a-everópskri vísnamúsík til ţungarokks.  Reyndar ekki á ţessari plötu,  Evulögum. 

  Upphafslagiđ er međ nettum kántrý-keim.  Önnur lög eru einhverskonar létt-pönkađ vísnapopp-rokk.  Allt einfalt og verulega hrátt.  Ţađ er kostur.  Meira en nóg frambođ er af fínpússuđu poppi.

  Um margt hljómar platan eins og demó (lítiđ unnin kynningarupptaka/sýnishorn fyrir plötuútgáfu sem á eftir ađ fínpússa hlutina).  Ţađ er ekkert neikvćtt.  Bara jákvćtt.  Demó-stemmningin nćr bćđi yfir flutning og lagasmíđar.  Laglínur eru iđulega snotrar en gćtu hljómađ "útvarpsvćnni" međ smávćgilegu glassúri.

  Vegna ţess hversu hrá platan er ţá er hún pínulítiđ seintekin viđ fyrstu hlustun - ţrátt fyrir ađ sum lög séu grípandi. 

  Söng er skipt á milli margra:  Allt frá Megasi (föđur Gímaldins) til Rúnars Ţórs,  Karls Hallgrímssonar,  Trausta Laufdals,  Agnesar Ernu Estherardóttur,  Láru Sveinsdóttur og HEK. 

  Vegna margra söngvara hefur platan yfirbragđ safnplötu.  Og ţó eiginlega ekki vegna ţess ađ lagasmíđar Gímaldins og útsetningar hafa sterkan höfundarblć.

  Eins og nafn plötunnar,  Evulög,  vísar til eru textarnir eftir Evu Hauksdóttur.  Hún er ţekkt sem norn, ađgerđarsinni og kjaftfor bloggari.  Ljóđ hennar á plötunni eru ljúf,  ljóđrćn og bundin í form stuđla, höfuđstafa og ríms (sum ađ vísu lausbundnari en ekki síđri).  Ţau eru áhugaverđar vangaveltur um lífiđ og tilveruna.   

  Evulög er skemmtilega hrá plata sem venst betur og betur viđ hverja spilun.  Sterkasta lagiđ er Sálumessa. Ég kann vel ađ meta ljóđrćn og falleg kvćđi Evu sem og ţetta ofur hráa popp-rokk Gimaldins.  Platan er góđ skemmtun.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.