Ókeypis lag til niðurhals og uppselt á alla hljómleika

 
  Ein flottasta hljómsveit heims, Sólstafir, er þessa stundina á fyrsta legg Evróputúrs.  Hann spannar í það heila hálft ár. Hljómsveitin fékk viðurkenningu Loftbrúar á Íslensku Tónlistarverðlaununum í síðasta mánuði fyrir vel unnin og árangursrík störf á erlendri grundu. 
  Sólstafir njóta töluverðra vinsælda á meginlandi Evrópu.  Það er fjallað lofsamlega um hljómsveitina í fjölmiðlum og plötur hennar seljast vel.  Til að mynda náði plata með Sólstöfum 12. sæti á finnska vinsældalistanum.
  Fyrsti leggur Evróputúrsins er mánaðarlangur túr með þýsku sveitinni Long Distance Calling og Norðmönnunum Audrey Horne og Sahg.

  "Ferðalagið byrjaði í Þýskalandi og hefur gengið vonum framar en þetta verða nærri 30 tónleikar í 11 löndum á 31 degi," útskýrir Svavar Austmann, bassaleikari Sólstafa.  Flestir tónleikarnir eru haldnir á meðalstórum stöðum sem taka 500 til 1000 manns. “Það hefur verið smekkfullt öll kvöld enn sem komið er, og oftast uppselt," bætir Svavar við.

  Nýtt smáskífulag
  Í tilefni af þessu góða gengi hefur hljómsveitin ákveðið að gefa þriðja og síðasta smáskífulag sveitarinnar, Þín Orð, af plötunni Svartir Sandar til ókeypis niðurhals. Lagið má nálgast á síðunni www.solstafir.net/thinord


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband