18.4.2013 | 22:00
Pönkhljómsveit semur ballettverk
Einhvernvegin hljóma orðin pönkrokk og ballett eins og algjörar andstæður. Eins og eitthvað sem á enga samleið heldur stangast á. Stangast jafn harkalega á og passar jafn illa saman og soðin ýsa með kartöflum og smjöri annarsvegar og hinsvegar strásykur og núggat.
Víkur þá sögu að pönkinu. Ein af vinsælustu hljómsveitum bresku pönkbyltingarinnar á seinni hluta áttunda áratugarins var The Stranglers. Hljómsveitin fór mikinn á vinsældalistum víða um heim. Naut meðal annars mikilla vinsælda á Íslandi. Hélt hér vel sótta hljómleika 1978 og nokkrum sinnum síðar. Samtals komu The Stranglers 23 lögum inn á breska vinsældalistann, Topp 40, og 12 plötum. Nýjustu fréttir af The Stranglers eru þær að hljómsveitin er að semja ballettverk, byggt á plötunni The Gospel According To The Meninblack. Þá plötu sendi The Stranglers frá sér 1981.
Bassaleikarinn og söngvarinn JJ-Burnel lýsir verkinu þannig: "Þetta er einhverskonar blanda af Frankenstein og Madame Butterfly. Verkið fjallar um sköpun goðanna og geimvera á manninum."
Þegar betur er að gáð eiga The Stranglers og ballett snertiflöt. það fór ekki hátt á sínum tíma að JJ-Burnell á að baki nám í klassískum gítarleik og spilaði með sinfóníuhljómsveit fyrir daga The Stranglers.
Til gamans má geta að trommuleikari The Stranglers er hálf áttræður. Unglambið JJ-Burnel er einungis á sjötugsaldri. Breska pönkbyltingin er 37 ára. Það er eins og hún hafi verið í gær.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 9
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 1434
- Frá upphafi: 4119001
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1099
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
The Stranglers voru stofnaðir nokkru fyrir punkið, eða 1974 og alveg spurning hvort þeir voru nokkurn tíma punk-hljómsveit ? Meira kanski svona Art/Gothic New Wave hljómsveit eins og The Cure. Trommarinn Jet Black verður 75 ára í sumar og hann er því ári eldri en rokkhundarnir Ginger Baker og Ian Hunter, sem voruu orðnir þekktir tónlistarmenn meira en áratug á undan honum.
Stefán (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 08:24
Takk fyrir þetta. Ég "enduruppgötva" Stranglers reglulega á c.a. 5 ára fresti og verð alltaf jafn gapandi hissa á hvað þetta var *feikilega* gott band. Þau voru ekki mörg sem náðu jafn svakalega þéttu sándi og Stranglers upp á sitt besta og átti Burnel ekki minnstan þátt í því. Yfirmáta flottur bassi.
Og, jú - þeir byrjuðu víst sem punk-band, á því leikur enginn vafi. Rattus Norvegicus er einfaldlega ein af allra bestu pönk-plötum sögunnar.
Birgir (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 19:55
Stefán, The Stranglers voru á sínum tíma skilgreindir undir hatt pönksins. Músík þeirra var reyndar ekki dæmigert pönk að hætti Sex Pistols, The Clash, The Damned, Buzzcocks og annarra úr þessari harðsnúnustu pönksenunni. Áhangendur pönksins meðtóku engu að síður The Stranglers sem pönksveit. Þegar The Stranglers spiluðu á Íslandi 1978 voru þeir hljómleikar undir formerkjum pönksins. Allar bækur sem ég á um pönkið hafa The Stranglers með í pakkanum. Fyrir framan mig er safnplatan Stranglehold 18 Punk Classic. Eins og nafnið vísar á þá inniheldur platan mörg þekktustu klassísku pönklögin. Þar á meðal Something Better Change með The Stranglers. Ég á helling af öðrum pönksafnplötum af svipuðu tagi. Allflestar þeirra hafa The Stranglers með.
Jens Guð, 22.4.2013 kl. 11:30
Birgir, ég hlusta reglulega á The Stranglers. Og skemmti mér vel.
Jens Guð, 22.4.2013 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.