Hvar er húfan mín?

   Víða sunnar á hnettinum gengur fólk um bísperrt með hatt á höfði.  Það er til að verjast sterkum sólargeislum.  Bæði til að hlífa augunum og einnig til að forðast - eins og fætur toga - að verða rauðháls.  Í aldanna rás hefur fagurt og glæst höfuðfat orðið stöðutákn.  Því veglegra sem höfuðfatið er þeim mun merkilegri á eigandi höfuðsins að vera.  Af þessu hafa sprottið ýmsar tískubylgjur og skemmtileg afbrigði.  Höfuðfötin eru skreytt með fjöðrum, blómum, borðum og allskonar glingri.

  Einna lengst er gengið í Finnlandi hvað þetta varðar.  Finnar þurfa reyndar ekki að skýla sér fyrir sól eða vindum.  Þar er svalandi logn.  Fyrir bragðið geta Finnar leyft sér höfuðskraut án tillits til veðurs.  Þeir geta gripið eitthvað fallegt úr náttúrunni og hrúgað því á höfuðið.  Þetta getur verið rabbabari,  fífur,  söl,  trjágreinar,  gras eða annað sem fegrar viðkomandi og gefur tignarlegt yfirbragð.  Það þarf ekki að sauma neitt eða kosta öðru til. 

  Karlmenn skreyta iðulega herðarnar í stíl.  Þeim þykir vera reisn yfir því.  

  Svo einkennilegt sem það er þá er það einungis elsta kynslóðin sem keppist við að vera með höfuðskraut.  Ungir Finnar láta ekki sjá sig með svoleiðis.  Þeim þykir þetta asnalegt.

finni2finni1finni4finni5finni7finni6finni3

  Ungir Finnar safna frekar hári og greiða það fram í langan topp.  Þetta eru svölustu rokkstjörnurnar í Finnlandi:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þér tekst að grafa upp.Hverskonar sígarettu ertu að totta þarna á myndinni.?

Númi (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 00:33

2 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  þetta er súkkulaðistöng. 

Jens Guð, 4.5.2013 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband