Íslensk peysa stelur senunni

  Nú stendur yfir fundur Norðurheimskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð.  Svo leiðinlega vill til að Svíar harðneita að samþykkja Grænlendinga sem aðildarþjóð í Norðurheimskautsráðinu.  Svíarnir hanga á því eins og hundur á roði að Grænlendingar séu hluti af Danmörku og Danmörk sé aðildarþjóð.  Það sé Dana að gæta hagsmuna danska sambandsríkisins og þar með Grænlendinga.  Þessi leiðinlega afstaða Svía varpar skugga á fund Norðurheimskautsráðsins.  

  En það er einnig sitthvað sem gleður.  Hæst ber þegar utanríkisráðherra Svíþjóðar,  Carl Bildt,  tók á móti utanríkisráðherra Bandaríkja Norður-Ameríku,  John Kerry.  Carl var í íslenskri prjónapeysu.  John hrópaði fagnandi:  "Þú átt íslenska prjónapeysu eins og ég.  Þumall upp fyrir því!"

 Carl Bildt og John Kerry 


mbl.is Grænlendingar taka ekki þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig minnir að þetta munstur á lopapeysum hafi verið kallað grænlenskt munstur háer áður fyr..

mjög vinsælt og nánast allsráðandi hér á landi á tímabili

Sólrún (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 20:36

2 Smámynd: Jens Guð

  Sólrún,  takk fyrir upplýsingarnar.  Grænlendingar eru snillingar þegar kemur að hönnun munstra.

Jens Guð, 16.5.2013 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband