Það er fylgst með þér

  Veggirnir hafa eyru.  Það er fylgst með þér úr öllum áttum.  Þú sleppur ekki hvert sem leiðin liggur.  Hvað sem þú gerir;  allt er kortlagt.  Ásarnir og holtin,  allt hefur það tungur og álfur í sérhverjum hól.  Ef að vel er gáð hafa flest hús andlit.  Þau eru með augu sem fylgjast með hverri hreyfingu.  Til að átta sig á þessu þarf aðeins að "spotta" húsin frá tilteknu sjónarhorni. 

  Þessi litla sæta kirkja í Flórída lætur ekki mikið yfir sér.  En ef læðst er fyrir rétt horn á henni má auðveldlega greina hvernig hún glennir upp glyrnurnar. 

andlit-hús-kirkja

  Skoðum nokkur önnur dæmi af handahófi:

andlit-hús-1

andlit-hús-A

andlit-hús-2

andlit-hús-B

andlit-hús-3

andlit-hús-C

andlit-hús-D

andlit-hús-E

andlit-hús-F


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Vá! Ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt. Hvað getur maður gert?

Theódór Gunnarsson, 15.8.2013 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta hefur mig lengi grunað og sérstaklega þegar ég labba fram hjá "Ríkinu"!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.8.2013 kl. 15:18

3 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  ein leiðin er að taka Viggu Hauks á þetta:  Þræta fyrir að hafa meint það sem var sagt.  Meiningin hafi verið allt önnur. 

Jens Guð, 16.8.2013 kl. 23:40

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  ég kannast við þennan grun.

Jens Guð, 16.8.2013 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband