15.9.2013 | 17:56
Undarleg afhommun
Fæstir velta fyrir sér kynhneigð annarra. Ekki fremur en hárlit eða skóstærð. Einstaka manneskja lætur samkynhneigð trufla sig. Viðbrögðin brjótast út í yfirlýstri andúð á samkynhneigð. Þetta getur þróast út í þráhyggju, löngun til að refsa samkynhneigðum eða afhomma eða reka liðið aftur inn í skápana. Ótal oft hefur seint og síðar meir komið í ljós að þetta eru varnarviðbrögð manns sem á í örvæntingarfullri baráttu við eigin bælda samkynhneigð.
Gagnkynhneigður maður sem er öruggur með sína kynhneigð veltir ekki fyrir sér kynhneigð annarra manna. Samkynhneigð heldur aðeins vöku fyrir skápahommum.
Í vikunni var prestur í Iowa í Bandaríkjum Norður-Ameríku fundinn sekur um að nauðga ungum drengjum á þeirri forsendu að hann væri að lækna þá af samkynhneigð. Upphaflega viðurkenndi presturinn fyrir lögreglunni að hafa beitt fjóra drengi þessari afhommunartækni. Síðar komu átta aðrir drengir fram og ásökuðu prestinn um að hafa níðst á sér.
Presturinn lýsti fyrir lögreglunni aðferð sinni: Á meðan hann hefði kynferðislegt samneyti við drengina þá færi hann með kröftuga bæn sem gerði drengina "kynferðislega hreina" í augum guðs.
Presturinn var dæmdur í 17 ára fangelsi. Hann þarf þó ekki að sitja inni í einn einasta dag sæki hann sálfræðitíma á 5 ára skilorðstíma.
Fórnarlömb prestsins og fjöldi annarra mótmæla útfærslu dómsins. Þeirra fremst í flokki er eiginkona prestsins og móðir fjögurra barna þeirra. Henni þykir fórnarlömbum nauðgana sýnd mikil lítilsvirðing með þessum allt að því refsilausa dómi.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Löggæsla, Trúmál og siðferði | Breytt 16.9.2013 kl. 22:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 53
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 1478
- Frá upphafi: 4119045
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 1137
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Enn eitt dæmið um skemmandi virkni trúar.
Minnir mig á sharia stemninguna: http://www.aina.org/news/20081117111817.htm
Grrr (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 20:24
Algjörlega óþolandi þegar barnaníðingar sleppa svona við refsingu bara af því að þeir sveipa viðbjóðin inn í trúarhringvitleysu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2013 kl. 21:58
Mér finnst öll afhommun vera undarleg annaðhvort ertu samkynhneigður eða ert það ekki, hvort afhommunin sé eftir meðferð, samkomu, dáleiðslu,nálastungu nú eða með þessari aðferð sem þessi Klikkhaus vill nota. Þá finnst mér þetta fáránlegt
Högni Snær
Högni Snær Hauksson, 15.9.2013 kl. 23:36
Ógeðslegt er þetta dæmi svo sannarlega, Jens. En lygilega hljómar dómsorðið (að hann þurfi ekki að sitja af sér 17 ára dóm einn einasta dag, ef hann sækir sálfræðitíma á 5 ára skilorðstíma). Hver er heimild þín fyrir þessu, og heitir prestkvikindið ekki eitthvað? Ég skil vel afstöðu konu hans, ef rétt var farið með dóminn og sökina, þ.e. að frúin vill miklu harðari dóm. Og í hvaða söfnuði er hann? Það er ljóst, að ekki er hann kaþólskur, kvæntur maðurinn.
Jón Valur Jensson, 15.9.2013 kl. 23:57
Grrr, ég er mest undrandi á þeirri samúð sem dómarinn virðist sýna manninum.
Jens Guð, 16.9.2013 kl. 00:20
Ásthildur Cesil, það er óþolandi þegar níðingar sleppa á hvaða forsendum sem er.
Jens Guð, 16.9.2013 kl. 00:21
Högni Snær, þetta er fáránlegt. Svo sannarlega.
Jens Guð, 16.9.2013 kl. 00:22
Jón Valur, ég rakst á nokkrar fréttir af þessu þegar ég "sörfaði" um fréttamiðla vestan hafs. Hér má sjá eina fréttina: http://www.deathandtaxesmag.com/205684/iowa-youth-pastor-gets-zero-jail-time-for-raping-teen-boys-to-cure-them-of-homosexuality/
Jens Guð, 16.9.2013 kl. 00:24
Sæll. Þú verður að afsaka, en eins mikið og ég er á móti þeim sem vanvirða samkynhneigða og þeirra mannréttindi, og eins leiðinlegt og mér finnst, þrátt fyrir að virða trúfrelsi manna og tjáningafrelsi, að hlusta á fólk berja aðra í hausinn með Biblíunni/Kóraninum/Nýaldarisma/hægri mennsku/vinstri mennsku/snobb-hyggju og hverju öðru sem misvandaðir menn nota sem réttlætingu til að sýna öðrum lítilsvirðingu, skoðanabræðrum þeirra og hugmyndafræði að ólöstuðu, þá er að mínu dómi EKKERT, EKKERT og EKKERT sem réttlætir að mínum dómi að spyrða saman trúarbrögð/stjórnmálaskoðanir og aðra hugmyndafræði sama hversu ógeðfellda, við barnamisnotkun. Afhommarar og aðrir andstæðingar samkynhneigðar eru þreytandi og leiðinlegir í augum margra. Þeir eru samt eflaust í 99,9% ekki stórglæpamenn, frekar en aðrir leiðinlegir menn með leiðinlegar skoðanir, sem siðmenntað þjóðfélag verður bara að læra að umbera. Ef menn geta ekki umborðið mjög ólíkar skoðanir upp að vissu marki myndast mjög hættuleg einsleitni í samfélaginu sem leiðir alltaf til fasisma, undir ýmsum nöfnum, og myrkraverka sem honum fylgja. Misnotkun á börnum er það viðbjóðsleg að þú berð hana ekki saman við neitt annað. Í mínum huga eru flestar aðrar tegundir glæpamanna hreinir dýrlingar í samanburði við þessa menn. Ég sé ekki að raðmorðingjar séu betri menn en þeir sem misnota börn. Þeir sem misnota börn eru samkvæmt rannsóknum nánast alltaf síbrotamenn, og það verða alltaf einhver af þessum börnum sem bíða varanlegan skaða og munu aldrei ná sér af þessari skelfilegu upplifun. Mjög oft er misnotkun í æsku líka ástæða sjálfsmorða síðar á æfinni. Barnæskan er heilög í mínum augum. Ég myndi því aldrei bera saman minn mesta óvin og barnanýðing. Og ekki heldur mína helstu andstæðinga í skoðunum. Því finnst mér þessi grein ekki smekkleg, og fyrir neðan virðingu penna á borð við þig. Þessi maður og hans hegðun kemur ekki trúbræðrum hans við eða öðrum andstæðingum samkynhneigðar við, frekar en að allir sem eru frekar langt til hægri séu sambærilegir við Brevik eða jafnvel Hitler, að allir kapítalistar séu sambærilegir við Pinochet, eða að rétt sé að bera saman vinstri menn almennt og Stalín, eða múslima og Bin Laden.
Garðar (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 00:31
Einnig finnst mér titill greinarinnar ekki smekklegur. Við erum að tala um mestu hugsanlegu glæpi, og þú kallar það "undarlega afhommun". Mér finnst það eins og að segja að morð rannsóknaréttarins á öllum sem voru ekki sammála þeim í einu og öllu, morð sem voru réttlætt með því að þau væru "sáluhjálp", því með að kveljast nóg á jörðu væri möguleiki fyrir þetta fólk að iðrast loksins og fara því í hreinsunareldinn í stað helvítis, að þessi morð hefðu bara verið "Undarleg sáluhjálp", en ekki það sem þau voru: morð. Og barnamisnotkun er oft sálarmorð, sem er síst léttvægari glæpur en morð. En kannski mig skorti húmor eða skilji ekki hvað þú meinar með fyrirsögninni. Hvað varðar örlög þessa manns á að sjálfsögðu að loka alla svona menn inni fyrir lífstíð. Önnur refsing á ekki að koma til, því það hefur afsiðandi áhrif á samfélög að yfirvöld beiti hörðum refsingum í formi ofbeldis eða ómannsæmandi aðbúnaðar. Það þyrfti að rannsaka svona menn og komast að því hvað fer úrskeiðis svo maður umbreytist í skrýmsli. Þær rannsóknir þurfa auðvitað að vera mannúðlegar og samkvæmt ströngum siðferðisstöðlum.
Garðar (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 00:41
Misindismenn eru þefvísir á leiðir til að fullnægja kenndum sínum,þeim er ekkert heilagt í leit sinni að alsælu. Því miður verkar það eins og gamla orðtækið;Fyllibitturnar koma óorði á Brennivínið"
Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2013 kl. 01:50
Hmmm, hvaða aðferð notar hinn ofurvæmni söngvari Gylfi Ægisson við afhommun ?
Stefán (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 08:15
Garðar (#9), það er þessi setning þín:
"Þessi maður og hans hegðun kemur ekki trúbræðrum hans við eða öðrum andstæðingum samkynhneigðar við..."
Í bloggfærslunni kemur hvergi fram hverrar trúar níðingurinn er né heldur hverjir eru trúbræður hans. Það er algjör óþarfi af þér að hneykslast á ósmekklegheitum mínum fyrir að tengja níðinginn og trúfélaga hans við glæpinn. Ég hef ekki kynnt mér hvers trúfélag kirkja þeirra er. Ég nefni kirkjuna ekki á nafn. Einmitt vegna þess að það skiptir mig engu máli hvaða trúfélagi níðingurinn tilheyrir og hans trúfélagar.
Jens Guð, 16.9.2013 kl. 21:57
Garðar (#10), á hverri mínútu er einhver einhversstaðar í heiminum að beita ungmenni og aðra kynferðisofbeldi. O, oooo... eitthvað % af því ratar í fréttir. Þetta mál varð fréttaefni vegna þess hversu sérstakt það er. Annarsvegar vegna þeirra forsenda sem níðingurinn bar fyrir sig. Hinsvegar vegna þess hve útfærsla dómsins er léttvæg. Eiginlega refsilaus.
Ég vildi ekki hafa bloggfærsluna langa né ítarlega. Þetta er afar undarlegt mál. Níðingurinn beitti sinni einkennilegu afhommunaraðferð ekki einu sinni eða tvisvar gagnvart hverjum þeim að minnsta kosti 12 samkynhneigðum drengjum sem málið varðar. Eitt dæmið snýr að 14 ára dreng. Níðingurinn gaf lögreglunni upp að hann hafi "þurft" að framkvæma afhommun 25 - 50 sinnum á drengnum. Drengurinn segir atrennurnar hafa verið 50 - 100 sinnum. Drengurinn treysti því að presturinn væri handhafi guðs á jörðu niðri og trúði því að leiðtogi sinn vissi hvernig hægt væri að afhomma sig.
Það er fréttapunkturinn: Þessi aðferð til afhommunar.
Jens Guð, 16.9.2013 kl. 22:39
Helga, perrarnir leita allra leiða.
Jens Guð, 16.9.2013 kl. 22:40
Stefán, er það ekki Sjúddirarrí-Gay?
Jens Guð, 16.9.2013 kl. 22:41
Sjúddírarrí-Gay. Jú er ekki talað um að þeir seem argast mest út í samkynhneigða opinberlega séu einmitt oftar en ekki skápahommar ?
Stefán (IP-tala skráð) 17.9.2013 kl. 08:12
Stefán, einhverjar hvatir valda því að menn verða ofur áhugasamir um kynhneigð annarra. Það er eitthvað sem kemur þeim úr jafnvægi og gargar á þörf þeirra til að velta sér upp úr dæminu.
Jens Guð, 17.9.2013 kl. 23:11
Um hvaða menn eruð þið að tala hér? Varla sómamanninn Gylfa Ægisson.
Þetta er lágkúrulegt hjal hjá ykkur að mínu mati og óvísindalegt í þokkabót!
Ekki er ég áhugasamur um, hvað fer fram í svefnherbergi einhvers náunga. En mér er meðal annars annt um kristna kirkju og að hún fái frið fyrir þeim, sem vilja spilla kenningu Krists og postula hans. Þetta hefur hins vegar verið gert hér í Þjóðkirkjunni og átti sér langan aðdraganda, sem ég fylgdist með og þ.m.t. gervirökunum sem notuð voru. Ég var t.d. þátttakandi í bréfa-vef presta og guðfræðinga í nokkur ár og gat þar séð þróunina í málflutningi villumannnanna og færði sjálfur margvísleg rök, með heimildum, fyrir því, að þeir færu villir vegar í sinni líberal-róttækni -- að þeir væru að rangtúlka bæði innihald Biblíunnar í þessu efni og færu með fleipur um m.a. meint arfgengi samkynhneigðar og alls kyns fullyrðingar á félags- og heilsufarslega sviðinu. Mér var ýmist svarað með þögn eða harla léttvægum rökum.
Ég hef einnig áhyggjur af kynheilsu þjóðarinnar í ljósi útbreiðslu kynsjúkdóma, m.a. ekki sízt frá þeim hópi sem hér um ræðir. Statistíkina þekki ég betur en flestir blaðrarar um þetta mál, og hún mælir ekki með því, sem hér hefur átt sér stað á sviði bæði Alþingis og Þjóðkirkjunnar.
Það eru slappleikans "rök" þegar menn fara að bera andmælendum sínum annarleg mótíf á brýn án nokkurra sannana. Það eru ærin rök til að vara við þeirri róttækni, sem hér hefur náð fótfestu og vill enn halda áfram ennþá lengra, t.d. með því að gefa hommum "rétt til að gefa blóð" og með því að þrengja að tjáningarfrelsi fólks, á sama tíma og fulltrúar (ungra) samkynhneigðra eru jafnvel sendir inn í skólana til að hafa áróðurs-áhrif á börn okkar gagnkynhneigðra, til viðbótar við ofurfrjálslyndan og undanlátssaman ('permissive') boðskap kynfræðlsukennara, a.m.k. sumra hverra.
Jón Valur Jensson, 24.9.2013 kl. 00:19
Jón Valur, þetta er allt í léttum dúr og algjörlega í anda "Sjúdderarírei" með rotglaða sómamanninum Ægissyni. Svona húmor er dálítið bundinn við okkur frá Siglufirði og Skagafirðinum austan vatna.
Á Flosa Ólafs kokkurinn er kona,Jens Guð, 24.9.2013 kl. 22:30
Gott að þetta er í léttum dúr hjá þér, Jens minn.
Jón Valur Jensson, 3.10.2013 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.