6.10.2013 | 23:06
Plötuumsögn
- Plata: Bárujárn
- Flytjandi: Hljómsveitin Bárujárn
- Útgefandi: Melur Records
- Einkunn: ****
.
Á níunda áratugnum töluđu Íslendingar iđulega um ţungarokk sem bárujárn. Ég er ekki viss en mér finnst eins og andstćđingar hafi uppnefnt ţungarokkiđ bárujárnsgarg. Ţungarokksunnendur gripu nafniđ á lofti og notuđu ţađ í jákvćđri merkingu.
Hvort sem ég man ţetta rétt eđa rangt ţá er bárujárn ennţá notađ í umrćđu um ţungarokk. Sennilega ţó einkum af okkur sem erum komnir á eđa yfir miđjan aldur.
Fyrir okkur er hljómsveitarnafniđ Bárujárn villandi. Bárujárn er ekki ţungarokkshljómsveit. Músíkstíllinn er brimbrettarokk (sörf). Nafniđ er orđaleikur; tilbrigđi viđ leikinn á bárum hafsins.
Brimbrettarokk var létt og fjörugt rokk í Suđur-Kaliforníu í Bandaríkjunum á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Gítarleikarinn Dick Dale fann upp brimbrettarokkiđ ţegar hann kryddađi gítarrokk međ arabískum tónum frá Miđ-Austurlöndum. The Beach Boys spiluđu léttpoppađa útgáfu af brimbrettarokki. Eiginlega var meira "surf" í lagaheitum The Beach Boys en í músíkinni.
Brimbrettarokk Bárujárns er hart og allt ađ ţví pönkađ. Sver sig mjög í ćtt viđ margt sem gítarleikarinn Link Wray gerđi. Hann var ekki brimbrettarokkari. Hinsvegar hafđi hann mótandi áhrif á brimbrettarokk Dicks Dale og fleiri. Link var pönkađur og hávćr (fađir ţvergripsins og gítarriffsins).
Styrkur Bárujárns liggur í ţví hvađ músíkin er hrjúf, rokkuđ, pönkuđ og "lifandi". Spilagleđi geislar af hverjum tóni og kröftugum söng.
Fyrir minn smekk er söngurinn hljóđblandađur ađeins of aftarlega. Hann er öflugur og ţađ er svo sem ekki skađi af ţví ađ hafa hann á sama styrk og hljóđfćraleikinn. Ţetta er smekksatriđi.
Ţeramín-spil Heklu Magnúsdóttur setur sterkan og skemmtilegan "speis-rokk" svip á músíkáferđina. Ađrir hljóđfćraleikarar eru trommarinn Leifur Ýmir Eyjólfsson, bassaleikarinn Oddur S. Lárusson og gítarleikarinn Sindri Freyr Steinsson. Sindri Freyr syngur jafnframt og á ćttir ađ rekja til Hjaltadals í Skagafirđi. Ţađ er kostur. Hann er sonur tónlistarmannsins Steins Kárasonar.
Ţeramín er ţetta einkennilega rafhljóđfćri ţar sem stöng stendur upp úr kassa. Hendur snerta ekki hljóđfćriđ heldur nálgast stöngina og spila á hana ţannig.
Daníel Sigurđsson blćs í trompet í laginu Cha, Cha, Cha. Blástur hans setur ljúfan blć á ţetta eitt mest grípandi lag plötunnar. Reyndar eru öll lögin fljóttekin og ađlađandi.
Ţađ mćđir töluvert á hljóđfćraleikurum Bárujárns í ţessari músík. Sindri Freyr ţarf ađ hrćra snögghentur í gítarstrengjunum. Leifur Ýmir (Ýmir er afskaplega flott nafn) keyrir hamaganginn áfram međ hröđum og ţróttmiklum trommuleik. Oddur S. Lárusson styđur viđ botninn af öryggi eins og klettur.
Upplýsingar á stórbrotnum (í bókstaflegri merkingu) umbúđum eru dálítiđ "lókal". Gefiđ er upp ađ lagiđ Út sé kráka (cover song) eftir Pál Ísólfsson. Ţađ bendir til ţess ađ ađrir söngvar á plötunni séu frumsamdir. Engar upplýsingar eru ţó um ţađ.
Upptökur eru sagđar hafa fariđ fram hjá Frikka og Jóa í Hafnarfirđi. Frikki er upptökustjórinn Friđrik Helgason. En ađeins ţeir sem til ţekkja vita hver Jói er.
Upptökur eru sagđar hafa einnig fariđ fram heima hjá ömmu Steinunnar. Meira fáum viđ ekki ađ vita um ţađ hverjar amman og Steinunn eru.
Vegna ţess hvađ söngur er hljóđblandađur aftarlega er eins og textar skipti litlu máli. Ţeir eru samt ljóđrćnir og ágćtir. Orđalag er ekki ungćđislegt. Ţađ sver sig meira í ćtt viđ ţá sem hafa lesiđ Hávamál eđa önnur gömul kvćđi. Dćmi úr söngnum um Vígspá:
Hún fyllti fleira og fleira
Heimsmynd falla tók.
Og hljóđmynd frá eyra
Og mun ađ lokum foldu fylla dreyra.
Niđurstađa: Ţessi plata er vel heppnuđ í flesta stađi. Hún er skemmtileg. Ţađ skiptir mestu máli.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóđ, Menning og listir, Útvarp | Breytt 7.10.2013 kl. 21:03 | Facebook
Athugasemdir
Sindri Freyr ţarf nú ekki ađ vera merkilegur tónlistarmađur til ađ vera helmingi betri tónlistarmađur en fađir sinn Steinn Kárason, sé miđađ viđ geisladisk ţess síđarnefnda
Stefán (IP-tala skráđ) 7.10.2013 kl. 15:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.