Kynlíf í eða utan hjónabands

  Í helgarblaði DV er fróðlegt og áhugavert viðtal við nokkrar íslenskar konur sem eru múslímar.  Þær eru giftar og eiginmenn þeirra eru einnig múslímar.  Það er allt hið besta mál.  Það er gott framtak hjá DV að kynna okkur sem erum ekki múslímar viðhorf þessa fólks á sem flestum sviðum. 

  Í viðtalinu kemur fram að konurnar voru hreinar meyjar þegar þær gengu í hjónaband.  Þær eru ánægðar með það og fullyrða að kynlíf í hjónabandi sé betra (en utan þess).  Hvernig vita þær það?  Hvernig fá þær samanburð?  

 


mbl.is Loksins gift eftir fjögurra ára trúlofun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þær hljóta að fá þá vitneskju úr "kynlífshorni" kóransins, jafn frjálslyndur og hann er gagnvart kynlífi og konum. Er ekki annars algert tabú að gagnrýna þennan trúarhóp sem og aðra minnihlutahópa á Íslandi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2013 kl. 07:22

2 identicon

Ha, ha, ha, þessu liði er ekki viðbjargandi, hvar sem það er niðurkomið í heiminum. Fólk verður auðvitað veruleikafyrrt á því að alast upp í sláturhúsum. En tökum samt vel á móti þessu fólki þegar það nær að flýja úr sláturhúsunum heima fyrir.  

Stefán (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 08:28

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Velupplýstar konur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2013 kl. 08:30

4 identicon

Hjónaband seinkar ótímabæru sáðláti hjá körlum og eykur tíði raðfullnæginga hjá konum.

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 12:53

5 identicon

Kynlífið ætti bara að fara fram milli tveggja persóna sem elska hver aðrar. En Muhammad tók saman við  kvonfang ættleidds sonar síns, herteknar konur og ambáttir, kornunga stúlku og var ekki fyrirmyndarmaður í kynferðismálum. Muhammad er ekki best til þess falinn að uppfræða um kynlíf eða í hvaða anda eigi að stunda það. Mannkynið hefur átt milljónir manna sem voru honum miklu fremri á allan hátt. 

~ (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 13:28

6 identicon

Nákvæmlega, Muhammad var einfaldlega ekki til fyrirmyndar í nokkrum málum og maður sér hvert kóraninn hefur afvegaleitt allt of stóran hluta mannkyns.

Stefán (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 14:00

7 identicon

Ekki ætlaði ég nú beint að fullyrða hér að ofan að Mohammad hafi EKKI verið til fyrirmyndar í nokkrum málum, en ég spyr í hvaða málum hann hafi þá verið til fyrirmyndar ?  Hver var það sem giftist sex ára gamalli Aishu ?  Hver var það sem sagði ,,  Allir ekki-múslimar eru trúleysingjar, land / lönd þeirra, konur og börn eru okkar ránsfengur ".  Hver var það sem sagði  ,, Hver sá sem neitar að játast Íslam hefur aðeins val um tvennt, að greiða fjárkúgun okkar eða deyja ".     

Stefán (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 15:27

8 identicon

Því miður hélt þessi sami maður því fram hann væri öðrum fremri, fyrirmynd allra manna, fremstur og síðastur spámannanna, og fyrirmynd öðrum í öllum málum. Mannkynið er kannski aumt, en svo aumt er það nú ekki. Þeir voru nú margir ólíkt skárri en Muhammad sem við getum reynt að læra að. Muhammad var til fyrirmyndar til að mynda í herkænsku, stjórnkænsku (ekki þó stjórnspeki) og auðvitað fyrir þá sem vilja læra PR, heilaþvott og svoleiðis. Stundum var hann líka skáldmæltur, eins og glæpamenn geta verið, til að mynda áttum við marga slíka, Egil Skallagrímsson og fleiri, sem væru ekkert verri fyrirmyndir svo sem að flestu leyti.

~ (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 16:00

9 identicon

Múslimar eru minnihlutahópurinn sem rétttrúnaðarlögreglan leyfir ekki að gagnrýna, auk samkynhneigðra. Þetta sýnir að fjöldinn stjórnast af einhvers konar tískustraumum sem ekki byggja á rökhugsun frekar en skynsemi og umburðarlyndi, því Islam bannar einmitt samkynhneigð og flest Islömsk ríki hafa sett dauðarefsingu við samkynhneigð. Eina moskan í heiminum sem býður upp á giftingar samkynhneigðra er vöktuð af vopnuðum mönnum allar stundir, fordæmd fyrir villutrú um allan heim, á lista hryðjuverkasamtaka og fáir þora að stíga þar inn. Samkynhneigðir múslimar munu ekki fá að gifta sig í moskum á Íslandi. Sama borgarstjórn og mótmælti komu Grahams sem trúir ekki að hjónabönd samkynhneigðra séu jafngild öðrum í augum Krists, en lætur þá eiga sig að öðru leyti, bauð eitt flottasta hús bæjarins, kennt við Ými, til leigu á toppkjörum fyrir trúfélag hér í bæ. Forsvarsmaður þess trúfélags fullyrðir að  samkynhneigðir stundi skipulögð barnarán. Hann var aldrei kærður fyrir orð sín. Trúfélagið er rekið fyrir fé frá Saudi Arabíu, og fær styrki frá samtökum sem leyniþjónustur fylgjast með og eru ásökuð um stuðning við hryðjuverk. Borgarstjórnin hefur nú gefið öðru Islömsku trúfélagi eitt hennar allra bestu lóða. Gefið hefur verið upp fjármagnið muni koma að utan. Í 99% tilfella í öðrum Vestrænum ríkjum þýðir það að peningurinn komi frá Saudi Arabíu. Vitað er Saudi Arabía styður hryðjuverkastarfsemi, auk þess að vera heimsmetshafinn í mannréttindabrotum. Á meðan hýrast Ásatrúarmenn sem hafa verið hér alla tíð við langtum lakari húsakost. Þegar menn verða algjörlega ósamkvæmir sjálfum sér, fordæma til dæmis predikara sem trúir ekki á hjónabönd samkynhneigðra, en styrkja annan predikara sem segir samkynhneigða stunda barnarán, og láta hann algjörlega óáreittan, þá kemur slíkt ósamræmi upp um ákveðna tegund hugsanavillu, sem getur eðli málsins samkvæmt aldrei verið byggð á réttlætiskennd eða skynsemi, heldur er oftast byggð á rétttrúnaði eða heilaþvotti og afnvel þöggun. Þar sem eingöngu frjálsir menn og skynsamir eru færir um raunverulegt umburðarlyndi, er augljóslega ekki um slíkt að ræða heldur hugsunarlausa og yfirborðslega hlýðni við "réttar skoðanir". Og falskt umburðarlyndi sem ekki er grundvallað á skynsemi kemur alltaf upp um dulda fordóma, því annars þyrfti ekki fals til að umbera menn.Eða eru sumir jafnari en aðrir? Annað hvort láta menn Graham, Gunnar í Krossinum, Snorra í Betel sem var hrakinn frá kennslustörfum og alla hina í friði, eða berjast gegn þeim og líka þessum kalli í Ýmishúsinu. Sá sem reynir að gera bæði getur ekki hugsað rökrétt, og er ófær um að breyta réttlátt og láta eitt ganga yfir alla. Svoleiðis maður kallast hræsnari á góðri íslensku. Hræsni er að grundvalla skoðanir sínar á tísku en ekki á rökhugsun. Veljið hvort þið eruð lýðræðissinnar eða fasistar. Og látið alla óáreitta með sitt eða engan.

22 (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 16:27

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Í viðtalinu kemur fram að konurnar voru hreinar meyjar þegar þær gengu í hjónaband.  Þær eru ánægðar með það og fullyrða að kynlíf í hjónabandi sé betra (en utan þess).  Hvernig vita þær það?  Hvernig fá þær samanburð?"

Úr því að þær fullyrða þetta get ég ekki dregið aðra ályktun en að þær hafi gert það bæði í og utan hjónabands. Annars myndu þær jú ekki vera að fullyrða slíka hluti. Af hverju þykjast þær hafa verið hreinar meyjar þegar þær gengu í hjónabandið? Sennilega af trúarlegum ástæðum. 

Hjónaband er tilbúningur. Það er einfaldlega formlegt fyrirkomulag. Að fullyrða að það að hafa skrifað undir einhverja pappíra geri kynlíf betra eða verra er auðvitað ekkert annað en bull og vitleysa.

Hörður Þórðarson, 21.10.2013 kl. 18:32

11 identicon

Hjónaband í Islam er sjaldn rómantískt. Yfirleitt þekkjast brúðhjónin varla. Samþykki foreldra þarf til og efnahagur og staða tilvonandi maka, uppruni og stétt, ræður miklu um hvort það fáist. Barnið sem á að gifta í burtu er oft ekki einu sinni spurt álits. Nauðungarhjónabönd eru líka veruleiki á Vesturlöndum. Heiðursmorð er afleiðing uppreisnar gegn því fyrirkomulagi. Þetta er að breytast út af Vestrænum áhrifum og auðvitað voru alltaf undantekningar á þessu. En hjónaband er í grunninn trúarleg stofnun og fullkomlega órökrétt, ef ekki hlægilegt, að aðrir en trúaðir gangi í hjónaband. Það hefur enga veraldlega þýðingu og er grundvallað á trúarlegum viðmiðuð. Hjónaband kemur heldur ekkert ást við, þó það sé stundum, en sjaldnar en ekki á heimsvísu, tjáning á henni.

+ (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 19:23

12 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  ég er ekki að deila á múslíma á Íslandi.  Alls ekki.  Mér leikur bara forvitni á að vita svarið við þessu sakleysislegu spurningum sem vöknuð við lestur blaðsins. 

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 02:46

13 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  svo sannarlega eigum við að taka vel á móti flóttafólki frá stríðshrjáðum löndum. 

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 02:47

14 Smámynd: Jens Guð

  Heimir,  þær luma á einhverri vitneskju. 

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 02:48

15 Smámynd: Jens Guð

  Egill,  þetta er vel þekkt.  Gerist um leið og skrifað er undir hjúskaparpappírana.

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 19:45

16 Smámynd: Jens Guð

~ (#5),  alveg burt séð frá uppátækjum spámannsins þá er ástæðulaust að einskorða kynlíf við ástfangið fólk. 

Jens Guð, 22.10.2013 kl. 19:51

17 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég er algerlega sammála IP tölu 22.

Siggi Lee Lewis, 26.10.2013 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.