Bestu tónlistarmyndbönd sögunnar

  Breska popptónlistarblaðið New Music Express leitar að besta tónlistarmyndbandi sögunnar.  New Musical Express er söluhæsta tónlistarblaðið í Evrópu.  Það selst líka með ágætum í Ameríku og víðar.  Til að finna bestu tónlistarmyndböndin hefur NME leitað til lesenda sinna.  Þeir hafa komist að eftirfarandi niðurstöðu:

1  Thriller með Michael Jackson

2  Sabotage með Bestie Boys

3  Just með Radiohead

4  Coffie and TV með Blur

5  Learn to Fly með Foo Fighters

6  Fell in Love with a Girl með White Stripes

7  All is full of Love með Björk

8  Weapon of Choice með Fatboy Slim

9  Buddy Holly með Weezer

10  Sledgehammer með Peter Gabriel

11  Common People með Pulp

12  Go With the Flow með Queens of the Stone Age

13  Around the World með Daft Punk

14  Born Free með MIA

15  Wicked Game með Chris Isaak

16  Bad Girls með MIA

17  Walk This Way með Run DMC

18  Get Ur Freak On með Missy Elliot

19  Like a Prayer með Madonnu

20  Sleep Now in the Fire með Rage Against the Machine 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sledgehammer myndbandið var auðvitað eitthvað alveg nýtt á sínum tíma hvað tækni varðar og mér finnst það eldast vel.

hilmar jónsson, 16.11.2013 kl. 22:08

2 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  mér er minnisstætt hvað myndbandið þótti ævintýralegt.  Ég hef ekki séð það í aldarfjórðung eða svo.  Það kemur á óvart hversu vel það hefur staðist tímans tönn.

Jens Guð, 16.11.2013 kl. 23:45

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Sabotage" stendur alltaf fyrir sínu og "Buddy Holly" með Weezer er krúttlegt.

"Straight Outta Compton," með N.W.A, "Enjoy the Siilence" með Depeche Mode, "Bohemian Rhapsody" með Queen og "Welcome to the Jungle" eru myndbönd sem gaman er að horfa á oftar en einu sinni og tvisvar, finnst mér.

Wilhelm Emilsson, 17.11.2013 kl. 05:00

4 Smámynd: Jens Guð

  Wilhelm,  ég man eftir því að fyrir nokkrum árum var Bohemian Rhapsody kosið besta tónlistarmyndbandið.  Mig minnir að sjónvarpsstöðin VH1 hafi staðið fyrir þeirri kosningu.  Núna nær það ekki inn á Topp 20. 

  Kannski hefur það eitthvað að gera með mun á aldurshópi kjósenda?  Kannski er Bohemian Rhapsody ekki að eldast vel?  Kannski hafa aðdáendur uppgötvað nýrra uppáhalds myndband?

Jens Guð, 17.11.2013 kl. 20:11

5 identicon

Ég veit ekki með þig Jens en það kemur mér á óvart, virkilega, að ekkert myndband með hljómsveitinni Guns N´Roses rati inn á listann. 

Arnar (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 16:45

6 Smámynd: Jens Guð

  Arnar,  ég veit ekki með myndbönd GNR.  Ég er töluvert hrifinn að mörgu sem "orginal" GNR gerði á sínum tíma í músík.  Spurning með myndböndin.  Hitt rifjast upp:  Ég var staddur í Svíþjóð þegar "ekki-orginal" GNR hélt hljómleika þar fyrir nokkrum árum.  Allt gekk vel þangað til hljómsveitin mætti heim á hótel eftir hljómleikana.  Einhver misskilningur var í gangi.  Axl hélt að það væri partý á hótelinu eftir hljómleikana.  Partýið var úti í bæ.  Axl trylltist og réðist með barsmíðum á stúlku í innritunarborði hótelsins.  Þjónn brá við skjótt og snéri Axl niður.  Axl beit þá í fótinn á þjóninum.  Ekki tókst betur til en þjónninn forðaði fæti sínum undan biti Axl og þá fylgdi með gervi-tanngómur Axls.  

  Sænsku blöðin birtu nærmyndir af þessu.  Kappinn er sem sagt tannlaus en brúkar gervigóm.  Axl var færður í fangelsi.  Daginn eftir var GNR með hljómleika í Danmörku.  Sænska löggan hafði umburðarlyndi fyrir því.  Náði samningi við Axl um að hann borgaði sekt upp á hálfa milljón og var um nóttina fluttur í þyrlu til Danmerkur.  

  Ég kannaði möguleika á að komast á hljómleikana í Svíþjóð en það var fyrir löngu síðan uppselt.  

Jens Guð, 19.11.2013 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband