11.1.2014 | 00:54
Plötuumsögn
- Titill: Trúður í felum
- Flytjandi: Stella Hauks
- Einkunn: **** (af 5)
Söngvaskáldið og trúbadorinn Stella Hauks varð sextug í lok síðasta árs. Vinir og velunnarar hennar samfögnuðu tímamótunum með því að hljóðrita 12 söngva hennar og gefa út á hljómplötu.
Fyrir mörgum árum sendi Stella frá sér sína fyrstu plötu. Sú plata var hrá og einföld í alla staði. Hún kynnti Stellu sem ágætt söngvaskáld með sterk persónuleg sérkenni sem söngkona. Röddin hrjúf og söngkonan skýrmælt.
Nýja platan virðist vera hljóðrituð svo gott sem "live" í hljóðveri. Mér telst til að 14 tónlistarmenn leggi sitt af mörkum. Fasti kjarninn er bassaleikarinn Tómas M. Tómasson, gítarleikararnir Eðvarð Lárusson og Magnús R. Einarsson, trommuleikarinn Birgir Nielsen og söngkonan Andrea Gylfadóttir.
Það er djammstemmning í flestum lögum. Sú stemmning birtist strax í upphafslaginu, Hvað með það?. Þar fer Eðvarð Lárusson á gott og grimmt spunaflug á rafgítar. Að öðru leyti er það lag og platan í heild á ljúfum lágstemmdum nótum. Hrá "live" stemmningin hentar söngvum Stellu afskaplega vel.
Ég hlusta yfirleitt ekki eftir textum fyrr en eftir að hafa melt laglínur og flutning. Laglínur Stellu eru grípandi og snotrar. Vinalegar og notalegar. Fremur einfaldar í um það bil þriggja hljóma uppskrift. Sumar með töluverðum kántrýkeim.
Frá fyrstu spilun hljóma lögin vel. Öll viðkunnanleg. Þegar síðar meir textarnir voru kannaðir kom í ljós að þeir eru bitastæðir; ljóðrænir og geta staðið sjálfstæðir sem fyrirtaks ljóð. Þetta eru vangaveltur um lífið og tilveruna, efa, kvíða og eftirsjá í bland við ástir, samkynhneigð, vonir og kæruleysi.
Hvað með það - hvað með það -
lífið heldur áfram í dag.
Þannig segir í viðlagi upphafslagsins.
Söngraddir Stellu og Andreu Gylfa eru ólíkar. Rödd Andreu silkimjúk, björt, hvíslandi og stelpuleg. Rödd Stellu dekkri og svipar meira til Marianne Faithful. Þessi munur ljær plötunni fjölbreytta áferð. Ég heyri ekki betur en Hafþór Ólafsson úr dúettinum Súkkat syngi í laginu Von. Hans er þó hvergi getið á umbúðum plötunnar. Von er sterkasta lag plötunnar. Bongotrommur og flautuspil gefa því seyðandi og draumkenndan blæ.
Heildarniðurstaðan er sú að vel hafi tekist til með plötuna. Efniviðurinn er góður og líflegur lausbeislaður flutningurinn klæðir hann hið besta.
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Útvarp | Breytt s.d. kl. 18:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Grillsvindlið mikla
- Einn að misskilja!
- Ógeðfelld grilluppskrift
- Þessi vitneskja getur bjargað lífi
- Sparnaðarráð sem munar um!
- Smásaga um hlýjan mann
- Sparnaðarráð
- Smásaga um týnda sæng
- Ótrúlega ósvífið vanþakklæti
- Anna frænka á Hesteyri - Framhald
- Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski
- Sérkennilegur vinsældalisti
- Sparnaðarráð
- Niðurlægður
- Safaríkt 1. apríl gabb
Nýjustu athugasemdir
- Grillsvindlið mikla: Stefán, ég skil ekki upp né niður í þessu blessaða fólki. Ég ... jensgud 29.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Hvað er það að vera sósíalisti á Íslandi í dag ? Jú, það er að... Stefán 28.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Óhuggulegasta grillverk sem er í gangi í heiminim núna er það s... Stefán 27.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Sigurður I B, við höfum hljótt um þetta! jensgud 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Nú ert þú gjörsamlega búinn að skemma alla bjórdrykkju um allt ... sigurdurig 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Stefán, heldur betur! jensgud 26.6.2025
- Grillsvindlið mikla: Lesandi um grill þá dettur mér í hug að stjórnmálaflokkar eru a... Stefán 26.6.2025
- Einn að misskilja!: Það er virkilega sorglegt að fylgjast með málþófinu sem núna fe... Stefán 21.6.2025
- Ógeðfelld grilluppskrift: Að hlusta á góðan kórsöng getur verið hin besta skemmtun, en að... Stefán 20.6.2025
- Einn að misskilja!: Jóhann, það er margt til í þessu hjá þér! jensgud 20.6.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 8
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 956
- Frá upphafi: 4146573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 763
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
sigurjonth
-
asthildurcesil
-
siggith
-
hallarut
-
reykur
-
rannveigh
-
skulablogg
-
fiski
-
gudruntora
-
asgerdurjona
-
zeriaph
-
jevbmaack
-
lehamzdr
-
ffreykjavik
-
fuf
-
stormsker
-
xfakureyri
-
jonmagnusson
-
palmig
-
jonaa
-
jakobsmagg
-
ktomm
-
th
-
jenfo
-
gurrihar
-
kiddirokk
-
hlynurh
-
skessa
-
prakkarinn
-
maggadora
-
skinkuorgel
-
agustolafur
-
einherji
-
heidathord
-
atlifannar
-
konukind
-
gudnim
-
730
-
blekpenni
-
heida
-
annabjo
-
vglilja
-
sleggjan007
-
markusth
-
bergruniris
-
aevark
-
rannthor
-
katrinsnaeholm
-
birgitta
-
jullibrjans
-
fararstjorinn
-
agny
-
ippa
-
hugrunj
-
aring
-
ikjarval
-
gujo
-
bjorgvinbjorgvinsson
-
drhook
-
runarsv
-
sjos
-
doriborg
-
haukurn
-
gammon
-
millarnir
-
robbitomm
-
korntop
-
killjoker
-
vantru
-
evathor
-
partners
-
heiddal
-
meistarinn
-
skrifa
-
heidistrand
-
iaprag
-
semaspeaks
-
svei
-
jonthorolafsson
-
sverrir
-
bonham
-
bjarnihardar
-
sigurgeirorri
-
ladyelin
-
birnamjoll
-
veraknuts
-
fia
-
plotubudin
-
ringarinn
-
nonninn
-
larahanna
-
juliusvalsson
-
skari60
-
ingvarvalgeirs
-
lubbiklettaskald
-
kolgrimur
-
olinathorv
-
hreinsi
-
baddinn
-
hrolfur
-
jenni-1001
-
handsprengja
-
ahi
-
perlaheim
-
gudrunmagnea
-
ommi
-
hemba
-
grumpa
-
bergthora
-
grafarholt
-
mummigud
-
athena
-
sigaxel
-
bjolli
-
gummiarnar
-
kerchner
-
rustikus
-
hordurj
-
thegirl
-
birna-dis
-
siggivalur
-
krizziuz
-
fridaeyland
-
evabenz
-
quackmore
-
andres08
-
bleikaeldingin
-
bardurorn
-
snorris
-
ver-mordingjar
-
nexa
-
thorasig
-
lindalinnet
-
gudni-is
-
mordingjautvarpid
-
arh
-
sinfonian
-
raggipalli
-
mongoqueen
-
lovelikeblood
-
holi
-
jakobk
-
rannveigbj
-
stebbifr
-
credo
-
ylfalind
-
herdis
-
steinnhaf
-
halo
-
gullilitli
-
810
-
motta
-
leifurl
-
janus
-
ljonid
-
kerla
-
solir
-
nilli
-
guru
-
steinnbach
-
skagstrendingur
-
hemmi
-
gunnar
-
hannamar
-
mosi
-
geislinn
-
hlekkur
-
luther
-
zumann
-
jara
-
hector
-
malacai
-
polly82
-
hughrif
-
einarlee
-
loopman
-
sign
-
destiny
-
gilsneggerz
-
thuridurbjorg
-
liljabolla
-
saethorhelgi
-
svatli
-
siggiholmar
-
folkerfifl
-
sigurjonsigurdsson
-
eythora
-
kiddijoi
-
kjartanis
-
rosagreta
-
gurkan
-
killerjoe
-
gthg
-
gebbo
-
laugatun
-
tru
-
presley
-
siggileelewis
-
helgamagg
-
doddilitli
-
kjarrip
-
steinibriem
-
huldumenn
-
jobbisig
-
id
-
mp3
-
blomid
-
ketilas08
-
lilly
-
hjolaferd
-
lostintime
-
skordalsbrynja
-
birtabeib
-
karitryggva
-
marzibil
-
zunzilla
-
fjola
-
storibjor
-
rannug
-
glamor
-
venus
-
eurovision
-
skjolid
-
einarsigvalda
-
minna
-
austurlandaegill
-
coke
-
eyja-vala
-
harpao
-
ljosmyndarinn
-
doriegils
-
lordbastard
-
neddi
-
holmarinn
-
vga
-
bus
-
dolli-dropi
-
vefritid
-
eirikurgudmundsson
-
hallibjarna
-
svetlana
-
blues
-
huxa
-
judas
-
asdisran
-
omarpet
-
skattborgari
-
himmalingur
-
neytendatalsmadur
-
salkaforlag
-
kje
-
laufabraud
-
vestskafttenor
-
gunnarggg
-
esb
-
ingvarari
-
gunnarpalsson
-
hreinn23
-
saltogpipar
-
hergeirsson
-
jea
-
arniarna
-
psychosurfer
-
metal
-
hreinsamviska
-
godinn
-
krissa1
-
robertb
-
perlaoghvolparnir
-
brandurj
-
madddy
-
tibet
-
minkurinn
-
hallidori
-
liso
-
graceperla
-
mrsblues
-
gummiogragga
-
sisvet
-
vild
-
holar
-
presleifur
-
helgadora
-
xjonsig
-
helgananna
-
meyjan
-
tungirtankar
-
visindavaka
-
borgarfjardarskotta
-
mal214
-
vilberg
-
brandarar
-
einarhardarson
-
steffy
-
adhdblogg
-
litliper
-
audunnh
-
gotusmidjan
-
saemi7
-
dorje
-
sterlends
-
jgfreemaninternational
-
aloevera
-
lucas
-
olibjossi
-
bestfyrir
-
helgigunnars
-
gleymmerei
-
leifur
-
ace
-
diesel
-
methusalem
-
astroblog
-
lynx013
-
brell
-
kikka
-
doddyjones
-
sigurjon
-
birnast
-
gunnarbjorn
-
disdis
-
valdinn
-
ragnar73
-
helgatho
-
cigar
-
parker
-
manisvans
-
kerubi
-
mis
-
bmexpress
-
drum
-
gisgis
-
finni
-
tbs
-
topplistinn
-
rognvaldurthor
-
pjeturstefans
-
gullfoss
-
lotta
-
thjodarsalin
-
freyrholm
-
olii
-
gattin
-
bjornj
-
olafiaherborg
-
rallysport
-
sur
-
sigrunzanz
-
rafng
-
hrannsa
-
draumur
-
aslaugas
-
aeon
-
gumson
-
glamur
-
skinogskurir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bookiceland
-
braskarinn
-
elfarlogi
-
komediuleikhusid
-
elismar
-
emilhannes
-
fingurbjorg
-
frida-litlah
-
gudjul
-
gp
-
gusg
-
gubo
-
vgblogg
-
hafthorb
-
morgunblogg
-
sveinnelh
-
rattati
-
diva73
-
itlajh
-
minos
-
kliddi
-
daliaa
-
axelma
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
fun
-
jaisland
-
jeremia
-
johanneliasson
-
eyfeld
-
johannesthor
-
stjornun
-
josefsmari
-
x-d
-
kristjan9
-
larusg
-
lifsrettur
-
lifsyn
-
loftslag
-
ludvikludviksson
-
margretsverris
-
mofi
-
sumri
-
skari
-
raffi
-
rso
-
roslin
-
runarf
-
jardytan
-
sigridursig
-
joklamus
-
siggifannar
-
sigurdurig
-
stjornlagathing
-
stefanjul
-
stommason
-
steinki
-
svanurg
-
spurs
-
sveinneh
-
tryggvigunnarhansen
-
myworld
-
valdimarjohannesson
-
valmundur
-
vest1
-
totibald
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.