22.1.2014 | 22:42
Hvaða poppstjörnur eru þekktastar?
Í helgarblaði breska Sunday Times er áhugaverð frétt um vinsældir breskra tónlistarmanna í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Staða breskra tónlistarmanna er sterk í Bandaríkjunum. Og reyndar í heiminum öllum ef út í það er farið. Bandaríski tónlistarmarkaðurinn er - eðlilega - nokkuð sjálfhverfur. Flestir helstu músíkstílar dægurlagatónlistar eiga uppruna í þeim suðupunkti fjölmenningar sem einkennir bandaríska tónlist og heimspoppið. Blús, djass, rokk, kántrý, blúgrass, rokkabilly, soul, gospel og hipp-hopp á allt uppruna í Bandaríkjunum, svo aðeins sé fátt eitt talið.
Á sjöunda áratugnum héldu breskir rokkarar innreið í bandaríska tónlistarmarkaðinn. Í júní 1964 áttu bresku Bítlarnir 6 af 6 vinsælustu lögum í Bandaríkjunum. Í árslok 1964 reyndust Bítlarnir hafa selt 60% af öllum seldum plötum í Bandaríkjunum. Næstu ár á eftir urðu að auki The Rolling Stones, Kinks, Animals, Who, Manfred Mann og fleiri breskar hljómsveitir stórveldi í Bandaríkjunum. Talað var um þessar ofurvinsældir breskra hljómsveita í Bandaríkjunum sem "bresku innrásina".
Allar götur síðan hafa breskir popparar og breskar hljómsveitir verið með sterka stöðu á bandaríska markaðnum. Án þess að vera endilega samstíga heimsmarkaðnum. Á pönkárum síðari hluta áttunda áratugarins náði forystusveit breska pönksins, Sex Pistols, ekki árangri í Bandaríkjunum. En The Clash varð þar stórveldi ásamt The Police og Billy Idol.
Í dag er ein af hverjum 8 seldum plötum í Bandaríkjunum með breskum flytjanda. Í Sunday Times er því haldið fram að vinsældir breskra tónlistarmanna í Bandaríkjunum sé ekki bundin við sjálfa músíkina heldur heilli persónuleiki breskra tónlistarmanna ekki síður.
Bandarískur almenningur er ekki þekktur fyrir að hafa góða og yfirgripsmikla þekkingu á því sem er í gangi utan Bandaríkjanna. Hann er samt nokkuð vel að sér þegar kemur að tónlist.
96% Bandaríkjamanna þekkja John Lennon. Hann er sá breski tónlistarmaður sem flestir Bandaríkjamenn kunna deili á. Þetta er verulega merkilegt vegna þess að "aðeins" 90% kannast við Bítlana, hljómsveit Johns Lennons.
Í 3ja sæti er annar Bítill, Paul McCartney. 82% Kana vita deili á honum.
Í 4ða sæti er þriðji Bítillinn, George Harrison. Það kemur ekki á óvart. Harrison er stærra nafn í Bandaríkjunum en utan Bandaríkjanna. Hann var fyrstur Bítla til að ná á sólóferli lagi í 1. sæti bandaríska vinsældalistans. Fyrir margt löngu heyrði ég í Kanaútvarpinu á Íslandi þátt um George Harrison. Á þeim tímapunkti var hann einnig sá Bítill sem átti síðasta toppsæti á bandaríska vinsældalistanum. Til viðbótar var Harrison liðsmaður í bandarísku súpergrúppunni Traveling Wilburys (með Dylan, Tom Petty, Roy Orbison og reyndar breskum Jeff Lynne). Hér flytja þeir Harrison og Lynne lag Þjóðverjans Kurts Weills, September Song. Þetta var fyrsta lagið sem Bítlarnir hljóðrituðu en upptakan er ekki til.
Fimmta þekktasta breska dægurmúsíkfyrirbæri í Bandaríkjunum eru ásatrúarfélagar okkar í Led Zeppelin. The Rolling Stones er í 25. sæti.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Ljóð, Menning og listir | Breytt 24.1.2014 kl. 23:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
Nýjustu athugasemdir
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Jóhann, þetta er rétta viðhorfið! jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Sigurður I B, snill,d! jensgud 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Það eru nú takmörk fyrir því hvað maður lætur ofaní sig, en ég ... johanneliasson 25.11.2024
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn: Þetta minnir mig á... þegar litla flugan hans Fúsa datt oní syk... sigurdurig 25.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 195
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 968
- Frá upphafi: 4111849
Annað
- Innlit í dag: 158
- Innlit sl. viku: 780
- Gestir í dag: 152
- IP-tölur í dag: 149
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það skemmtilega við bresku tónlistarinnrásina í Bandaríkin á árunum 1964-1965 er að þær hljómsveitir sem fóru þar fremstar í flokki og þú nefnir þarna Jens, voru líka aldeilis frábærar allar: Beatles, Rolling Stones, Kinks, Animals, Manfred Mann og Who. Hljómsveitin Dave Clarke Five var reyndar næst Beatles að vinsældum í upphafi innrásarinnar, en var ekki alveg eins góð og hinar að mínu mati. Gæða hljómsveitir eins og Yardbirds, Pretty Things, Them ( með Van Morrison ), Small Faces og Zombies komu líka við sögu. Fyndið að þú skrifar að ,, aðeins " 90 % bandaríkjamanna þekki til Beatles. Ætli það séu þá ca 60 % á Íslandi, 3 % í Kína og 0 % í Afghanistan og Norður Kóreu ?
Stefán (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 08:41
Stefán, ég set "aðeins" innan gæsalappa vegna þess þetta er mjög hátt hlutfall þó að fleiri kannist við Lennon en hljómsveit hans, vinsælustu hljómsveitar sögunnar.
Almennt eru Bandaríkjamenn vanir að hlusta á dægurmúsík í útvarpi. Á meðan íslenskt útvarp bauð áratugum saman hlustendum upp á 3 dægurlagaþætti í viku hlustuðu Kanar á dægurlagamúsík allan sólarhringinn. Við munum eftir Kanaútvarpinu á Miðnesheiði sem útvarpaði góðum skammti af hipparokki og allskonar rokki.
Þegar ég fór að ferðast til Bandaríkjanna og umgangast Kana var áberandi hvað næsta kynslóð fyrir ofan mig var vel að sér um rokkstjörnur á sama tíma og jafnaldrar þeirra á Íslandi voru meira í íslenskum einsöngslögum, harmónikku og gömlu dönsunum.
Í dag ætla ég að Íslendingar almennt kannist við Bítlana. Það er hálf öld síðan Bítlarnir slógu í gegn. Það fór mikið fyrir þeim á sjöunda áratugnum. Það komst enginn Íslendingur hjá því að verða var við Bítlana. Mér virðist sem íslensk börn og unglingar í dag kannist við Bítlana. Ég þekki nokkur dæmi þess að íslensk ungmenni hafi mikið dálæti á Bítlunum.
Jens Guð, 23.1.2014 kl. 23:30
Og tuttugu milljónir vildu fá miða á tónleika Zeppelin í O2 árið 2007.
Guðrún Ægisdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2014 kl. 23:58
Jens, það er ekki svo víst að kjósendur Framsóknarflokksins þekki bítlana betur en írskt smjör. Guðrún, vá hvað ég hefði viljað vera þarna á hljómleikum LZ.
Stefán (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 08:23
Guðrún, LZ var besta hljómsveit rokksögunnar. Valinn maður í hverju rúmi og tónlistin framsækin, flott og spennandi. Óhemju vel flutt og allir að springa af spilagleði.
Jens Guð, 24.1.2014 kl. 21:51
Stefán, ef einhverjir Íslendingar þekkja ekki Bítlana þá eru það framsóknarmenn. Ég held að enginn Bítlanna hafi - þegar á leið - borðað kjöt. Ég er ekki alveg viss með Lennon. Þó er eins og mig minni að hann hafi líka verið kominn í grasið með þeim hinum. Hitt veit ég að síðustu lífár hans var hann stór hluthafi í bandarískum mjólkurbúum með hamingjusömum beljum.
Jens Guð, 24.1.2014 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.