30.1.2014 | 22:16
Bannfært kjöt
Öldum saman var Íslendingum bannað að borða hrossakjöt. Það var ekki að ástæðulausu. Í ævafornum þjóðsögum gyðinga í Mið-Austurlöndum eru skýr fyrirmæli frá drottni himintunglanna um að harðbannað sé að borða kjöt af öðrum dýrum en þeim sem bæði hafa klaufir og jórtra af ákefð hvenær sem því er við komið. Hesturinn hefur aldrei komist upp á lag með að jórtra. Að auki hefur hann hófa en ekki klaufir.
Við kristnitöku á Íslandi var eðlilega rík áhersla lögð á að hér norður í ballarhafi væri farið í hvívetna eftir boðum og bönnum þjóðsaganna frá Arabíu. Þorgeir Ljósvetningagoði náði með lagni að semja um undanþágu fyrir ásatrúarmenn (sem allflestir Íslendingar voru og eru). Ásatrúarmönnum var heimilt að blóta á laun. Þar á meðal að laumast í hrossakjöt svo lítið bar á. Og það gerðu þeir með góðri lyst. Enda hrossakjöt flestu öðru kjöti hollara og bragðbetra.
Bann kirkjunnar við hrossakjötsáti var málað dökkum litum. Hrossakjötsát var skilgreint sem jafn mikill glæpur og að myrða nýfædd börn með útburði. Í aldanna rás magnaðist upp viðbjóður á hrossakjöti. Bara það að fara höndum um hrossakjöt framkallaði hroll. Verstu martraðir sem guðhræddan prest dreymdi var að hann snerti í ógáti á hrossakjöti. Þá vaknaði hann upp með andfælum, sleginn köldum svita og náðu ekki svefni á ný fyrr en eftir að hafa farið með faðirvorið og maríubæn.
Á 18. öld léku harðindi Íslendinga grátt. Til að seðja sárasta hungur átu Íslendingar bækur, skó og, já, þeir allra kærulausustu björguðu lífi sínu og barna sinna með því að laumast í hrossakjöt. Um og upp úr 1800 neyddist kirkjan til að koma til móts við sársvangan almenning. Yfirmenn kirkjunnar í Danmörku léttu hörðum refsingum af Íslendingum sem nörtuðu í hrossakjöt - ef forsendan var sár neyð.
Sýslumaður í Dalasýslu gaf út yfirlýsingu um að refsilaust væri í hans umdæmi að nota hrossafitu sem ljósmeti (í kertagerð eða í lampa). Það þótti kúvending, róttæk og byltingarkennd afstaða til hins forboðna hrossakjöts.
Á 19. öld léku harðindi Íslendinga enn grátt. Dómsstjóri í Reykjavík heimilaði að fóðra mætti aumingja á hrossakjöti. Nánar tiltekið tukthúslimi og sveitaómaga. Allt varð brjálað. Almenningur hneykslaðist. Margir náðu sér aldrei eftir það. Urðu vitleysingar. Dómsstjórinn varð að athlægi um land allt. Hvar sem tveir menn eða fleiri komu saman sögðu þeir af honum frumsamda "Hafnarfjarðarbrandara".
Fram eftir síðustu öld slaknaði hægt og bítandi á andúð á hrossakjöti. Þó var lífseig sú skoðun að vond hrossataðslykt loddi dögum og vikum saman við þann sem lagði sér hrossakjöt til munns. Alveg fram á þessa öld var hrossakjöt ódýrt. Eftirspurn var lítil og hrossakjötið var aðallega notað til að drýgja - undir borði - nautakjöt og kjöthakk. Það er ekki fyrr en á síðustu 2 - 3 árum sem kílóverð á hrossakjöti hefur nálgast verð á nauta- og lambakjöti.
Í dag er hrossakjöt hluti af þorramat. Það er við hæfi. Þorri er kenndur við vetrarvætt ásatrúarmanna. Kirkjan bannaði á sínum tíma þorrablót. Núna leika þorrablót stórt hlutverk í árlegu skemmtanahaldi Íslendinga. Ekki aðeins okkar í Ásatrúarfélaginu heldur alls almennings. Það er gaman. Verra er að þrátt fyrir ört vaxandi framboð á hrossakjöti þá hefur kílóverðið einnig rokið upp.
Í Lögregluskólanum er nemendum kennt að styðja snyrtilega og virðulega - svo lítið beri á - við húfuna til að hún fjúki ekki.
Hrossakjötsframleiðsla rýkur upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 26
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 1455
- Frá upphafi: 4119080
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1128
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Eitthvað er það við hrossakjöt sem gerir það ekki hollt fyrir hvern sem er. Ég ólst upp við að margir sem ég þekkti borða hrossakjöt sem og á uppvaxtarheimili mínu. Hvert sinn sem ég bragðaði hrossakjöt þá snerist líkami minn öndverður við því og ég annað hvort seldi því upp eða leið hroðalega í maganum - þannig var með svínakjöt og hval- og hrefnukjöt einnig. Ég hafði aldrei heyrt um þessar reglur Guðs þegar þetta var. Ég veit um fleiri sem ég þekki sem sama er að segja um.Eitt sinn var reynt að bjóða mér að snæða ofnbakaðar ungnautalundir og þegar ég hafði borðað 2 -3 bita þá varaði ég fólkið við að það væri sennilega skemmt kjötið, því ég fann til verulega ónota og var að verða mjög óglatt. Þá viðurkenndi húsfreyjan að þetta væru trippalundir, en hún var viss um að ég hefði bara verið kenjóttur með þetta með hrossakjötsvesenið á mér. Eftr þetta var ekki reynt að plata þetta ofan í mig.
Það akyldi aldrei vera að það sé eitthvað að marka það sem Skaparinn ráðleggur sköpun sinni að borða ekki? Hann veit sennilega meira um eðliseiginleika kjötsins og hvaða áhrif það hefur á líkama okkar? Sumir þola þetta greinilega betur en aðrir.
Ég hef lesið eftir vísindamönnum að allir menn fái ofnæmisviðbrögð af skelfisksáti, en flestir í það litlum mæli að þeir verði ekki varir við það. Sumir fá andnauð eftir slíkt át, jafnvel bara ef skelfiskssafi hefur snert salat sem þeir borða ef þeir ekki komast á spítala innnan 20-30 mínútna þá kafna þeir.'Eg finn þessi ófnæmisviðbrögð vel en en þó ekki svona skelfileg að það þurfi að flytja mig á spítala.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.1.2014 kl. 23:22
Predikarinn, ég hef í þrjá áratugi stússað í þeim bransa sem fellur undir heilsugeirann. Fólk fær ofnæmi fyrir ótrúlegustu hlutum. Sonur góðs vinar míns, bassaleikari rokksveitarinnar Frostmarks, fékk svokallað sjálfsofnæmi. Það var svakalegt dæmi og næstum banvænt.
Ég kannast við lýsingu þína á skelfisksáti, Reyndar ekki svona knöppu dæmi upp á mínútur að gera. En að þurfi hafa að kalla út sjúkrabíl.
Jens Guð, 31.1.2014 kl. 00:57
mikið rosalega hafði eg gaman af að lesa þennan pistil Jens . alltaf er kirkjan eins sennilega stjórnað af skrattanum sjalfum .alveg er eg viss um að svoleiðis er það með catholic churyh
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 01:38
Þegar ég var að alast upp með afa og ömmu, var það bara þannig að það var nánast drottins svik að eta hrossakét. En svo fór ég í sveit í Borgarfirði, nánar tiltekið á Þorkelsstaði í Hvítársíðu, og viti menn þar var iðulega á borðum hrossaket, og ég verð að segja það mér líkaði það dáindisvel, og síðan þrátt fyrir uppeldið, þá kaupi ég iðulega unghrossakjöt, hvenær sem mér býðst í kjötborðinu í Samkaupum. Enda kjötið hið besta hnossgæti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2014 kl. 01:51
Hebrear Biblíutímanna lifðu mest á grænmeti. Grænmetisætulífsstílll hefur alltaf verið algengur meðal þeirra, því Genesis segir að upprunalega átti fæða mannsins að vera grænmeti. Kjöt- og fiskátt var leyft eftir fallið, þegar styrkur mannsins og þróttur var orðinn minni. Þegar Daníelsbók er lesin sést að Daníel og hans menn átu bara grænmeti öll sín ár í útlegðinni. Kjöt var lítið notað af alþýðu gyðinga dagsdaglega hér áður fyrr, en korn og grænmeti var uppistaðan og fæða hins daglega líf. Gyðingar Austur- og Mið-Evrópu borðuðu mikið meira af fiski en allir aðrir í Evrópu, og frá þeim kemur skyndibitinn beygla sem allir þekkja.
Ómar (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 05:27
Kannski tabú Biblíunnar hafi leitt til aukinnar fiskneyslu Íslendinga? Fiskneysla virðist tengjast bæði greind og sköpunargáfu. En hvorki fiskur og kjöt er lífsnauðsynlegt fyrir manninn og langlífar farsælar efri stéttir Asíu snerta aldrei á því.
Ómar (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 05:29
Það er svo geggjað að geta hneggjað, en eins og arabar segja, "maður étur ekki bílinn sinn!". Er nema von að Grikkir hafi ávallt talið araba elska hesta sína?
Ég hef annars heyrt þá óskráðu "þjóðsögu", að verðlagseftirlitið og matvælaeftirlitið hafi komið samríðandi til kjötmarkaðs í Betlehem. Meðan þeir voru í bænum var hestum þeirra rænt. Þegar þeir fóru þaðan á ösnum var tilboð á nautabóg.
Svínakjötið segir sig sjálft. Íslendingar þurfa ekki annað en að horfa á þær breytingar sem orðið hafa á hinum hreina kynstofni eftir að svínakjötsát þeirra fór úr böndunum og hálf þjóðin líkist mest bónusgrís.
Ég mæli með því að blessaður Predikarinn leiti sér aðstoðar. Það eitthvað að fyrst hann sem íslendingur getur ekki étið allt eins og köttur Bakkabræðra. Predikarinn er kannski Kanabarn með alls kyns óþol, án þess að vita um annað en óþolið. Þvílíkt ástand.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.1.2014 kl. 06:45
Þegar maður les um þjóðir og siði fyrri tíma t.d. Heródus og fl. þá virðist ekki hafa verið til sá mannsöfnuður að hann hafi ekki stundað einhverskonar blót. Alltaf stutt í mannfórnirnar. Þetta er nú kanski það geðslegasta við kristnina að þessi ósiður er þar að mestu af lagður a.m.k. í lúterskunni. Kaþólikkarnir gera þetta kanski enn svona á táknrænan hátt með því að kveikja á kertum.
Í þessu sögulega ljósi eru þorrablótin heldur ógeðfeldur siður þó meinlaus séu, enda gat blóthneigð ásatrúarmanna tekið á sig hinar verstu myndir meðan þeir voru og hétu í einhverri alvöru. Ásatrúarmenn voru það t.d. sem fórnuðu konungi sínum honum Dómalda, þegar hart gerðist í ári sbr. Heimskringlu.
Hvernig er það með ykkur nútíma Ásatrúarmenn, drepið þið kvikt og hendið, guðunum til dýrðar?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 14:01
Nei það gerum við alls ekki. Ásatrú er byggð á virðingu fyrir öllu sem lifir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2014 kl. 15:30
Helgi, takk fyrir hólið.
Jens Guð, 31.1.2014 kl. 20:34
Ásthildur Cesil (#4), ég tek undir það að hrossakjöt sé hnossgæti.
Jens Guð, 31.1.2014 kl. 21:03
Hér að ofan rita aðilar sem greinilega þekkja illa (eða viljandi sniðganga) Biblíufræðin. Í Postulasögu Biblíunnar er greint frá sýn Péturs postula að dúkur með ýmsum "óhreinum" dýrum hafi komið ofan og Pétri sagt að slátra og eta. Þannig hafi Guð lýst alla fæðu hreina. Þetta hefur verið skilningur kristninnar í 2000 ár að öll fæða sé hrein. Svo hvort sem kristnir átu hross eða svín hefur ekki verið neitt tiltökumál nema af menningarlegum toga. Það sést greinilega í Njálu með athugasemdina um rassgarnarenda merarinnar. Þá var land heiðið þegar sú athugasemd er gerð og ekki tilhlýðilegt að eta hross. Ekki var það kristin hefð sem réði því.
Svo hafa skal það sem sannara reynist.
Aðeins bannar kristnin neyslu blóðs og kjöts af köfnuðum dýrum. Þar með er það upptalið!
k.kv
Snorri í Betel
Snorri (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 00:37
Ásthildur, gott að heyra það. Þið Jens virkið einmitt á mig sem heldur ágætt fólk þannig að ég fagna því.
Sjálfur er ég heldur trúlítill en hugnast ágætlega að hafa trú á landinu hæðum þess og hólum (ásum) og góðum vættum ásamt sögu og anda þess góða fólks sem á undan er gengið.
Kanski að maður komist upp með að velja bara aðra hliðina á þeirri tvíhliða krónu sem trúin er!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 00:42
Sæll kæri Snorri.
Þú þarft að lesa Postulasöguna fáeinum setningum neðar. Þarna var Guð alls ekki að lýsa alla fæðu hreina. Ekki gleyma að Jesú hélt öll boð Ritningarinnar (Gamla testamentið) en þar er hreinlætisboðið skírt.
Það kemur í ljós í textanu sjálfum að postulinn Pétur skilur nákvæmlega hvað Guð var að kenna honum. Muna skaltu að í þjóðfélagi gyðinga sem Jesú kenndi í og var gyðingur sjálfur auðvitað, að þeir töldu margir að þeir ættu ekki að fara og kristna aðra en gyðinga. Sýn þessi var til að kenna þeim að þannig vildi Guð ekki hafa það. Nú skulum við lesa textann til enda, því eins og þú sagðir réttilega kæri Snorri - þá skal hafa það sem sannara reynist.
10. kafli Postulasögunnar frá versi 10 til og með versi 29.
„Kenndi hann þá hungurs og vildi matast. En meðan verið var að matreiða, varð hann frá sér numinn,
sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum.
Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins.Og honum barst rödd: Slátra nú, Pétur, og et! Pétur sagði: Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint.
Aftur barst honum rödd: Eigi skalt þú kalla það vanheilagt, sem Guð hefur lýst hreint!
Þetta gjörðist þrem sinnum, og jafnskjótt var hluturinn upp numinn til himins.
Meðan Pétur var að reyna að ráða í, hvað þessi sýn ætti að merkja, höfðu sendimenn Kornelíusar spurt uppi hús Símonar. Nú stóðu þeir fyrir dyrum úti og kölluðu: Er Símon sá, er nefnist Pétur, gestur hér?
Pétur var enn að hugsa um sýnina, þegar andinn sagði við hann:
Menn eru að leita þín.Flýt þér nú ofan og far hiklaust með þeim, því að ég hef sent þá.
Pétur gekk þá niður til mannanna og sagði: Ég er sá sem þér leitið að. Hvers vegna eruð þér komnir hér? Þeir sögðu: Kornelíus hundraðshöfðingi, réttlátur maður og guðhræddur og orðsæll af allri Gyðinga þjóð, fékk bendingu frá heilögum engli að senda eftir þér og fá þig heim til sín og heyra, hvað þú hefðir að flytja. Þá bauð hann þeim inn og lét þá gista. Daginn eftir tók hann sig upp og fór með þeim og nokkrir bræður frá Joppe með honum. Næsta dag komu þeir til Sesareu. Kornelíus bjóst við þeim og hafði boðið til sín frændum og virktavinum.Þegar Pétur kom, fór Kornelíus á móti honum, féll til fóta honum og veitti honum lotningu.
Pétur reisti hann upp og sagði: Statt upp, ég er maður sem þú.Og hann ræddi við hann og gekk inn og fann þar marga menn saman komna.Hann sagði við þá:
Þér vitið, að Gyðingi er bannað að eiga samneyti við annarrar þjóðar mann eða koma til hans. En Guð hefur sýnt mér, að ég á engan að kalla vanheilagan eða óhreinan.
Fyrir því kom ég mótmælalaust, er eftir mér var sent. Nú spyr ég, hvers vegna þér senduð eftir mér.”
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.2.2014 kl. 01:08
Reyndar með Njálssögu og hið fræga komment Skarphéðins, að þá kemur fram í þeirri merki bók að Njáll og hjú hans öll hafi verið búin að taka kristna trú þegar Skarphéðinn setti kommentið frá sér. ,,Þaðan fór Þangbrandur til Bergþórshvols og tók Njáll við trú og öll hjú hans. En Mörður Valgarðsson gekk mest í móti."
Þetta verður að skilja sem synir hans allir hafi tekið trú líka enda bjuggu þeir í foreldrahúsum. Og það hefði verið tekið fram ef Skarphéðinn hefði ekki tekið við hinum nýja sið.
Þar fyrir utan verður jafnframt að skilja komment Skarphéðins útfrá staðsetningu staðarins sem hann vill meina að Þorkell hákur hafi etið og kyninu. Þetta er rosaega stuðandi komment.
Almennt um hrossakjöt í heiðni er engu líkara en það hafi verið notað við blót eða heiðnar serimoníur. Og þessvegna heiðnir menn ákaflega auðþekkjanlegir. Og vegna þess að kristnir neyttu ekki hrossakjöts hafi verið skörp skil á milli.
Í kristnum löndum er samt og var misjafnlega strangt tekið á þessu en á N-löndum almennt séð var þetta tekið alvarlega. Sumir vilja td. meina að í Svíþjóð sé enn mikil andúð á hrossakjöti.
Án efa spilaði samt fleira inn í andúðina á Íslandi eftir því sem aldir liðu. Þegar eitthvað hefur fest í menningunni - þá er oft ekkert grín að ætla að snúa því við. Á seinni tímum spilar td. án efa inní að tengsl manna og hesta voru mikil. Eg þekkti alveg gamalt fólk sem gat ekki hugsað sér að borða hross og þá fannst mér það oft vera vegna tengsla þeirra við hesta. Eins og það liti hálfpartinn á það sem mannlega.
En andúð eða viðbjóður á að borða eitthvað er ekkert svo mjög langt í burtu frá okkur. Td. væru fáir íslendingar tilbúnir til að borða hund, að eg tel.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 01:50
Og aðeins í framhaldi af kommenti Ómars. Skv. Njálu dróttaði Skarpi hrossakjötsátinu að Þorkatli Þorgeirssyni hák árið 1011, eða sama ár og Njálsbrenna varð. Það hefur því þótt svívirðilegt að éta hrossakjöt mjög fljótlega eftir kristnitöku, eða amk. rassgöt hrossa.
Tobbi (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 08:34
Takk fyrir hlý orð Bjarni minn. Trúfrelsi er í raun að mynda sína eigin sýn á hvað við viljum halla okkur að ef eitthvað bjátar á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2014 kl. 11:26
Varðandi komment Skarphéðins, að þá er allavega hægt að draga þá ályktun að umrætt át hafi þótt hneysa á ritunartímanum um 1300. Sannleiksgildi Njálu er náttúrulega umdeilt og má alveg efast um að Njáll og synir hans hafi nokkru sinni verið til í þeim skilningi sem kemur fram í sögunni. En það er ljóst að í sögunni er það talið Njáli til tekna að hann var hlyntur hinum nýja sið. Jafnframt er eftirtektarvert að Mörður mælir í mót.
En umrætt komment Skarphéðins virðist bæði snúa að hrossáti sem slíku og jafnframt er eins og ,,rass og kvenkyn" magni upp móðgunareinkenni kommentsins. Fyrst segir hann að Þorkatli henti ,,ljósverk" en það mundi maður ætla að væru kvenmannsverk og svo ,,rassgarnarenda og meri" og kallar það ,,fúlmennsku". Þorkell tekur þessu augljoslega sem mjög móðgandi og ætlar að drepa Skarphéðinn. Þetta er náttúrulega bara snilldartexti - samt veit enginn hver skrifaði:
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 13:08
,,... og mun þér kringra að hafa ljósverk að búi þínu að Öxará í fásinninu. Er þér og nær að stanga úr tönnum þér rassgarnarendann merarinnar er þú ást áður en þú riðir til þings og sá smalamaður þinn og undraðist hann er þú gerðir slíka fúlmennsku."
Þá spratt Þorkell upp af mikilli reiði og þreif sax sitt og mælti: "Þetta sax fékk eg í Svíþjóðu og drap eg til hinn mesta kappa en síðan vó eg margan mann með. Og þegar er eg næ til þín skal eg reka það í gegnum þig og skalt þú það hafa fyrir fáryrði þín."
Skarphéðinn stóð með reidda öxina og glotti við og mælti: "Þessa öxi hafði eg í hendi þá er eg hljóp tólf álna yfir Markarfljót og vó eg Þráin Sigfússon og stóðu þeir átta fyrir og fékk engi þeirra fang á mér. Hefi eg og aldrei svo reitt vopn að manni að eigi hafi við komið."
Síðan hratt hann þeim frá bræðrum sínum og Kára mági sínum og óð fram að Þorkatli.
Skarphéðinn mælti þá: "Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur að þú slíðra saxið og sest niður eða eg keyri öxina í höfuð þér og klýf þig í herðar niður."
Þorkell slíðraði saxið og sest niður þegar og hafði hvorki orðið á fyrir honum áður né síðan. Þeir Ásgrímur gengu þá út."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 13:09
Ómar (#5), bestu þakkir fyrir þennan fróðleik.
Jens Guð, 1.2.2014 kl. 22:00
Ómar (#6), ég veit ekki hver staðan er í dag en ég man eftir því fyrir einhverjum árum að Íslendingar og Japanir náðu hæstum meðaladri. Það var rökstutt með því að báðar þjóðir átu fisk umfram aðrar þjóðir.
Jens Guð, 2.2.2014 kl. 01:42
Vilhjálmur Örn, ég styð það að fólk borði ekki bílinn sinn.
Jens Guð, 2.2.2014 kl. 01:44
Né keyri ölvað úr sukkveislum Ásatrúarmanna.
Stefán (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 22:28
"Trúfrelsi er í raun að mynda sína eigin sýn á hvað við viljum halla okkur að ef eitthvað bjátar á. " Svona talar enginn sem er í eðlilegum tengslum við hvort heldur er máttinn sem grundvallaði tilveruna, eða sitt æðra sjálf. Þú hringir í þann sem skiptir þig litlu dagsdaglega, en á kannski aur eða hefur sambönd, þegar eitthvað bjátar á. Þann sem þú elskar heilsar þú upp á daglega. Það eru engin máttarvöld, hvorki ytra né innra, sem hjálpa þeim sem hafa þau bara til hátíðarbrigða. Látum við þau lönd og leið, leyfa þau okkur að fara sömu leið. Mannsandinn sjálfur getur yfirgefið manninn.
Ívar (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 00:46
Ég vorkenni þér Ívar með þessa afstöðu þína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2014 kl. 01:22
Það er mikið til í því sem Ívar segir, margir ákalla Guð ekki áratugum saman, tala jafnvel gegn honum og gera gys að þeim sem trúa. Síðan kemur að þrengingum í lífi viðkomandi og þá er Guð ákallaður af því það hentar þeim. Ekki beint heiðarleg eða siðleg gjörð. Fer þó eftir framhaldinu eftir slíka bæn.
Guð er ekki bara til háíðabrigða.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.2.2014 kl. 01:38
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. ´Það sem sumir kalla Guð er í raun bara ljós og kærleikur sem er í okkur öllum, og með því að rækta það ljós og kærleika í sjálfum sér, gerir mann sterkari og betri manneskju.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.2.2014 kl. 11:06
Þín "vorkunn" er eitthvað allt annað en það. Hvað hún er þorir þú ekki að horfast í augu við. "Guð" er orð sem er notað yfir það sem engin orð geta lýst. Sem býr innra með manni sjálfum og alls staðar í heiminum og er innsti kjarni allra hluta. Rækti menn ekki sambandið við það missa þeir það og verða hysmi, skeljar, yfirborð, vélmenni, og fara gegnum hundruðir ára og aldir sambandslausir og firrtir sjálfum sér. Tilveran veit alveg hvað hún er að gera með því.
Ívar (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 12:15
Það er margt til í þessum heimi sem rúmast ekki í þinni heimspeki og guðfræði, Predikari, og því síður hálfsannleikanum hennar Ásthildar. Heimurinn er ekki bara miskunn og kærleikur eins og kristnir menn halda fram. Því síður væmið ljóðrænt hjal við stokka og steina. Á endanum fá allir annað tækifæri, klúðri þeir þessu. En það getur komið eftir hundruðir eða þúsundir ára af þjáningum. Þeir sem hafa mikilvægasta hluta lífsins til hátíðarbrigða, taka lífinu af léttúð og leyfa sér of margt, það fer illa fyrir þeim já. Þeir fá ekki að endurholdgast sem menn og þegar það loksins gerist aftur, eftir mörg líf, þá bíða þeirra miklar þjáningar og þeir fæðast meðal þeirra menntunarlausustu.
Ívar (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 12:18
Mannkynið stendur á tímamótum og nýtt tímaskeið umbreytinga í þróunarsögu þess er að renna upp. Sálir sem klúðra þessu tækifæri að fá að vera uppi á slíkum tímum, fá ekkert annað tækifæri sem jafnast á við það sem við lifum nú. Allt sem þú gerir rangt í þessu lífi færðu refsað fyrir margfallt á við fyrri líf. Kristur sagði að hver sé dæmdur eftir því ljósi sem honum var gefið. Við lifum í meira ljósi en forfeður okkar, og refsingin verður þess vegna meiri. Dómarinn náðar kannski fátækling sem stelur brauði, en ekki þann ríka. Miskunn er lítil fyrir þá forréttindakynslóð sem fær að lifa þetta skeið.
Ívar (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 12:31
Bjarni (#8), ég kvitta undir "komment" Ásthildar Cesil #9.
Jens Guð, 3.2.2014 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.