16.2.2014 | 23:51
Pönkið í sókn!
Ég verð seint talinn áhugsamur um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og Ísraels, Júrovision. Keppnin fer nánast alltaf algjörlega framhjá mér. Þó að ég þyrfti að vinna mér það til lífs þá ætti ég í vandræðum með að nefna yfir tíu lög úr Júrovision, útlend og íslensk í bland. Ólíklegt er að á það reyni.
Tvívegis hef ég horft á Júrovison í sjónvarpinu. Í fyrra skiptið var ég gestkomandi á heimili í Færeyjum. Þangað safnaðist smá hópur til að fylgjast saman með. Allir stóðu með íslenska laginu. Nema ég. Ég stóð ekki með neinu lagi. Þótti þau hvert öðru leiðinlegra. Mér til bjargar varð að nóg var til af Föroya Bjór. Mér tekst ekki að rifja upp hvaða íslensku lagi var teflt fram það árið. Kannski var ég úti að reykja á meðan það var flutt.
Í seinna skiptið fylgdist ég með íslensku lokakeppninni. Þá hafði ég orðið var við að óvenju góður hópur flottra flytjenda atti kappi saman. Þar á meðal Botnleðja, Heiða í Hellvar, Eivör og Rúnar Júlíusson.
Í ár fylgdist ég ekki með. Ég heyrði glæsilegt lag eftir Ólaf F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóra, sem var sent inn en hafnað af dómnefnd. Lögin sem hlutu náð fyrir eyrum dómnefndar hljóta að vera tær snilld fyrst að flottu lagi Ólafs var hafnað. Mér er sagt - af þeim sem fylgjast með - að flest lög sem komust í gegnum nálaraugað standi lagi Ólafs langt að baki.
Ég held að ég hafi aðeins heyrt lag Pollapönks, Enga fordóma, af lögunum sem kepptu. Kannski búta úr öðrum lögum. Veit það ekki. Þegar ég las á netinu að lag Pollapönks hafi sigrað leitaði ég á náðir vod. Þar gat ég á 64-földum hraða spólað beint í lokamínútur útsendingarinnar og hlustað á Enga fordóma. Pollapönk er skemmtileg og grallaraleg hljómsveit. Undir smá áhrifum frá Steppenwolf. Flutningurinn í úrslitaþættinum er töluvert flottari en á myndbandinu á þútúpunni. Meðal annars hleypti Heiðar á skeið í töff öskursöngstíl í seinni hluta lagsins.
Vegna þekkingarskorts á Júrovision veit ég ekki hvort að þar hefur áður verið boðið upp á pönk. Mér segir svo hugar að það sé ekki. En hvort sem er: Það er allt í hönk og það vantar alltaf meira pönk.
Ég veit ekkert hvernig Pollapönkið passar inn í Júrovision-klisjuna. Það snýr hvergi að mér. Eftir stendur fjörlegt pönk. Það er gaman.
Enga fordóma fer til Danmerkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Útvarp | Breytt 17.2.2014 kl. 01:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 364
- Sl. sólarhring: 378
- Sl. viku: 1519
- Frá upphafi: 4121338
Annað
- Innlit í dag: 295
- Innlit sl. viku: 1324
- Gestir í dag: 288
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Það lak ekki dauðinn úr þessu Pollapönk lagi eins og hinum lögunum sem kepptu. Já, og svo er pönkið líka í mikilli sókn hjá framámönnum í Framsóknarflokknum, t.d. pönkaðist Sigmundur Davíð mjög svo í Gísla Marteini í Sunnudagsmorgni, en Gísli Marteinn varðist ruddalegri framkomu Sigmundar Davíðs af mikilli fagmennsku, enda öllu dannaðri maður. Svo vilja sumir meina að Vigdís Hauks sé ekkert annað en hreinræktuð pönkdrottning íslands í dag, svona líka ruddaleg og ódönnuð, villt og svolítið svona eins og Nina Hagen í framan.
Stefán (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 09:36
Það er illa vegið að pönkinu, að kalla þetta popp pönk. Það er ágætis viðmið, að þegar börn og foreldrar þeirra, fólk sem horfir á Eurovision, er sammála um að eitthvað lag sé best, þá er það ekki pönk. Það er jafn mikið pönk í þessu, og það var nautahakk í nautabökunum frá skítkokkunum í Borgarnesi á sínum tíma.
Sid Vicious, Joe Strummer og allir dauðu Ramonarnir myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir vissu af þessu.
En þetta er víst tíðarandinn, þegar ekki er lengur hægt að gengisfella krónuna að ráði, þá er lagt í að gengisfella allt annað. Menn ganga jafnvel svo langt í gengisfellingum, að ESB-ættuð púðlúkvikyndi sem gjamma að forsætisráðherra í Ríkisútvarpinu, eru kallaðir þáttastjórendur.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 17:08
Stefán, þetta er skemmtileg greining hjá þér.
Jens Guð, 17.2.2014 kl. 22:12
Hilmar, popp er samheiti yfir létta söluvænlega dægurmúsík. Hluti af pönki getur fallið undir popp-hattinn. Þar á meðal hluti af lögum The Ramones, Jóa Strummers og Sex Pistols.
Ég er alveg þokkalega vel að mér um pönk. Ég fylgdist með upphafi pönksins í rauntíma, bæði því sem var skilgreint pönk í Bandaríkjunum og síðar bresku pönkbyltingunni sem varð almenna viðmiðið. Ég setti upp plötubúð sem seldi einungis pönk, setti upp pönkhljómleika og á fleiri pönkplötur en flestir. Þar á meðal allar plötur með öllum helstu pönkurum. Ekki aðeins bresku og bandarísku. Líka norrænum, þýskum, pólskum, portúgölskum o.s.frv. Til margra ára var ég áskrifandi að fjölda tónlistartímarita sem fjölluðu að meira og minna leyti um pönk.
Lagið með Pollapönki er pönk. Það má kalla það popp-pönk. Ég kalla það gleði-pönk. Það liggur nærri hjóla-/snjóbrettapönki.
Rétt er að taka fram að þegar ég heyrði lagið fyrst, með því að fletta upp á vodinu, þá var lagið mun kröftugra í lokaúrslitunum heldur en á myndbandinu sem ég fann á þútúpunni. Eftir að hafa hlustað á vod-útgáfuna eru vonbrigði hvað lagið er poppaðra í myndbandinu.
Ég nennti ekki að hlusta á hin lögin sem kepptu. Geng út frá því sem vísu að þetta hafi verið eina pönkaða lagið í keppninni. Ég væri sennilega búinn að frétta af því ef fleiri slík hefðu verið í boði.
Það er ekkert launungarmál að Pollapönk býr að stórri viðskiptavild hjá mér vegna þess hvað Botnleðja var flott hljómsveit.
Jens Guð, 17.2.2014 kl. 22:50
Þetta er dæmigert kínverskt pönk: http://www.youtube.com/watch?v=JZQlKwcLce8
Jens Guð, 17.2.2014 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.