Malta ræðst að Íslendingum með ósvífni

 

  Fullyrðing Vigdísar Hauksdóttur um að Malta sé ekki sjálfstætt ríki hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.  Hver erlendi netmiðillinn á fætur öðrum hefur tekið málið upp.  Þetta er frétt dagsins víða um heim.  Þarna gætir smávægilegs misskilnings.  Vigdís stóð í þeirri trú að Malta væri súkkulaðikex.  Súkkulaðikex getur ekki verið sjálfstætt ríki.  Þar fyrir utan er sjálfstæði ríkja teygjanlegt hugtak.   

Malta

  Sunnudagsútgáfa maltneska netmiðilsins circle.com leggur út af orðum Vigdísar von Malta og gerir samanburð á Íslandi og Möltu.  Fyrirsögnin er: "Þess vegna er Malta betra land en Ísland"

  Þessi hrokafulla rangsanninda fyrirsögn er rökstudd með eftirfarandi:

  -  Sólin skín í 3000 klukkutíma á ári í Möltu en 1300 tíma á Íslandi. 

  -  Eldgos á Íslandi spúa eldi og brennisteini yfir alla Evrópu.  Eldfjöll á Möltu hafa vit á að hafa hægt um sig.

  -  Maltnesk eldfjöll bera lipur nöfn á borð við Mosta og Dingli.  Það er illmögulegt fyrir útlendinga að segja Eyjafjallajökull.   

  -  Hætta á innræktun er meiri á Íslandi vegna fámennis.  Íslendingar eru  320 þús.  Maltverjar eru 452 þúsund. 

  -  Verðlag á Íslandi er 8. hæsta í Evrópu.  Verðlag á Möltu er í 22. sæti.  Á Íslandi kostar brauðhleifur 1,55 evrur.  Á Möltu kostar hann 0,83 evrur. 

  - Íslendingar hafa ekki þjóðarrétt Möltu,  pastizzi.  Þess í stað eru bestu pylsur í heimi seldar á einum stað í Reykjavík. 

  - Íslendingar eru sjálfhverfir skrattakollar í norðri.

  Greinina má lesa í heild með því að smella á:  http://www.sundaycircle.com/2014/02/why-malta-is-a-better-country-than-iceland/     


mbl.is Fjölmiðlar á Möltu fjalla um Vigdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súkkulaðidrengurinn (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 23:48

2 identicon

Vigdís Hauksdóttir er ruddalegasti og kjaftforasti þingmaður sem ég man eftir.  Hún lætur sér ekki lengur nægja að spú eldi og brennisteini yfir íslendinga heldur út yfir alla Evrópu líka. Verst er að hún kann klárlega ekki að skammast sín fyrir neitt sem hún lætur út úr sér og bara versnar með aldrinum.

Stefán (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 08:30

3 Smámynd: Jens Guð

  Súkkulaðidrengurinn,  takk fyrir þetta.

Jens Guð, 26.2.2014 kl. 00:42

4 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  aldrei fór það svo að Vigga von Malta yrði ekki heimsfræg (að endemum,  vel að merkja). 

Jens Guð, 26.2.2014 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband