Malta rćđst ađ Íslendingum međ ósvífni

 

  Fullyrđing Vigdísar Hauksdóttur um ađ Malta sé ekki sjálfstćtt ríki hefur fariđ eins og eldur í sinu um netheima.  Hver erlendi netmiđillinn á fćtur öđrum hefur tekiđ máliđ upp.  Ţetta er frétt dagsins víđa um heim.  Ţarna gćtir smávćgilegs misskilnings.  Vigdís stóđ í ţeirri trú ađ Malta vćri súkkulađikex.  Súkkulađikex getur ekki veriđ sjálfstćtt ríki.  Ţar fyrir utan er sjálfstćđi ríkja teygjanlegt hugtak.   

Malta

  Sunnudagsútgáfa maltneska netmiđilsins circle.com leggur út af orđum Vigdísar von Malta og gerir samanburđ á Íslandi og Möltu.  Fyrirsögnin er: "Ţess vegna er Malta betra land en Ísland"

  Ţessi hrokafulla rangsanninda fyrirsögn er rökstudd međ eftirfarandi:

  -  Sólin skín í 3000 klukkutíma á ári í Möltu en 1300 tíma á Íslandi. 

  -  Eldgos á Íslandi spúa eldi og brennisteini yfir alla Evrópu.  Eldfjöll á Möltu hafa vit á ađ hafa hćgt um sig.

  -  Maltnesk eldfjöll bera lipur nöfn á borđ viđ Mosta og Dingli.  Ţađ er illmögulegt fyrir útlendinga ađ segja Eyjafjallajökull.   

  -  Hćtta á innrćktun er meiri á Íslandi vegna fámennis.  Íslendingar eru  320 ţús.  Maltverjar eru 452 ţúsund. 

  -  Verđlag á Íslandi er 8. hćsta í Evrópu.  Verđlag á Möltu er í 22. sćti.  Á Íslandi kostar brauđhleifur 1,55 evrur.  Á Möltu kostar hann 0,83 evrur. 

  - Íslendingar hafa ekki ţjóđarrétt Möltu,  pastizzi.  Ţess í stađ eru bestu pylsur í heimi seldar á einum stađ í Reykjavík. 

  - Íslendingar eru sjálfhverfir skrattakollar í norđri.

  Greinina má lesa í heild međ ţví ađ smella á:  http://www.sundaycircle.com/2014/02/why-malta-is-a-better-country-than-iceland/     


mbl.is Fjölmiđlar á Möltu fjalla um Vigdísi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súkkulađidrengurinn (IP-tala skráđ) 24.2.2014 kl. 23:48

2 identicon

Vigdís Hauksdóttir er ruddalegasti og kjaftforasti ţingmađur sem ég man eftir.  Hún lćtur sér ekki lengur nćgja ađ spú eldi og brennisteini yfir íslendinga heldur út yfir alla Evrópu líka. Verst er ađ hún kann klárlega ekki ađ skammast sín fyrir neitt sem hún lćtur út úr sér og bara versnar međ aldrinum.

Stefán (IP-tala skráđ) 25.2.2014 kl. 08:30

3 Smámynd: Jens Guđ

  Súkkulađidrengurinn,  takk fyrir ţetta.

Jens Guđ, 26.2.2014 kl. 00:42

4 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  aldrei fór ţađ svo ađ Vigga von Malta yrđi ekki heimsfrćg (ađ endemum,  vel ađ merkja). 

Jens Guđ, 26.2.2014 kl. 00:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.