Ný útvarpsstöð, ný fréttasíða

  Það er allt í gangi.  Nú er heldur betur uppsveifla hjá Útvarpi Sögu.  Hleypt hefur verið af stokkum spennandi netsíðu:  Fréttasíðunni sem þú ferð inn á með því að smella á þennan hlekk:  http://www.utvarpsaga.is/index.php  Það dugir líka að slá inn slóðina utvarpsaga.is

  Hægt er að fara inn á þessa síðu til að hlusta á beina útsendingu Útvarps Sögu og nýrrar útvarpsstöðvar,  Vinyls.  Útvarps- og tónlistarstjóri Vinyls er Kiddi Rokk (einnig kenndur við Smekkleysu).  Lagavalið samanstendur af klassískum rokk og -dægurlögum tímabilsins 1955 - 1985.  Þetta tímabil var gullöld vinylplötunnar.  Spannar upphaf rokksins og nær yfir til nýbylgjunnar (new wave). 

  Ég hef haft Vinyl mallandi í dag.  Lagaflæðið er gott og notalegt.  Allskonar klassískt rokk í bland við hátt hlutfall af eldri íslenskum dægurlögum.  Kiddi Rokk kann þetta.  Enda einn af hæst skrifuðu plötusnúðum landsins.  Kíkið á fésbókarsíðu Vinyls og "lækið":  https://www.facebook.com/vinylnetutvarp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kiddi Rokk er mikill meistari og vonandi tekst honum að skauta alveg framhjá skallapopparanum Bubba jólalagaraulara Morthens.   

Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2014 kl. 08:13

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

FM hvað??

Sigurður I B Guðmundsson, 26.2.2014 kl. 22:03

3 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  Kiddi er flottur.  Lagaval stöðvarinnar nær yfir fyrstu 30 ár rokksins,  1955 - 1985.  Bubbi var flottur þarna á fyrstu árum níunda áratugarins.  Síðan eru liðin mörg ár. 

Jens Guð, 26.2.2014 kl. 23:39

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  til að byrja með verður Vinyl aðeins á netinu. 

Jens Guð, 26.2.2014 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.