10.3.2014 | 20:44
Skúbb! Rammíslenskur söngvari tilnefndur! Líka íslensk bók! Spennandi tónlistarverðlaun!
Um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 15. mars, verður opinberað - við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í Þórshöfn - hverjir uppskera verðlaun í Færeysku tónlistarverðlaununum, Faroe Music Awards 2014 (FMA), fyrir frammistöðu sína 2013. Íslenska ríkisútvarpið og Stöð 2, svo og flestar íslenskar útvarpsstöðvar verða með beina útsendingu frá hátíðarhöldunum. Það hlýtur að vera. Færeyingar eru okkar nánustu frændur. Fjöldi færeyskra tónlistarmanna á fjölmenna aðdáendahópa hérlendis. Þar fyrir utan eru bæði íslenskur söngvari og íslensk bók tilnefnd hægri - vinstri. Á næsta ári - eða fljótlega þar á eftir - verða Íslensku tónlistarverðlaunin og Færeysku tónlistarverðlaunin sameinuð í eitt. Það liggur beinast við. Enda eru flestir færeysku tónlistarmennirnir sem eru tilnefndir á leið til Íslands í hljómleikaferð. Allt frá kántrýboltanum Halli Joensen til dómsdagsrokkaranna Hamferðar og Lailu av Reyni. Og allt þar á milli.
Atkvæði 15 manna dómnefndar gilda 50% á móti sms-atkvæðum almennings. Kosið er á milli eftirfarandi:
Flytjandi ársins (einstaklingur eða hljómsveit):
Eivør
Bendar Spónir
Kvartettin í Betesda
Plata ársins:
Motion/Emotion Sunleif Rasmussen
Skrímslið, lítla systir mín - Eivør
Hvussu bendir man spónir - Bendar Spónir
Lag ársins:
Lurta nú Eivør
Motion/Emotion Sunleif Rasmussen
Hin nýggi sangurin Bendar Spónir
Nýliði ársins:
Byrta
Døgg Nónsgjógv
Greta Svabo Bech
The Absent Silver King
LoverLover
Flamma
Allan Tausen
Laila av Reyni
Jákup Lützen
Guðríð Hansdóttir og Janus Rasmussen stofnuðu Byrtu á Íslandi. Janus er einnig í Bloodgroup. Guðríð á að baki farsælan sólóferil. Gott er að kunna að nafn hennar er framborið Gúrí (og nafn Eivarar er framborið Ævör).
Laila av Reyni er þekktur fatahönnuður, stílisti og söngkona. Hún hefur m.a. ítrekað hannað föt fyrir dönsku dömurnar sem keppa í Miss World. Fyrsta sólóplata hennar kom út í fyrra. Laila verður með hljómleika á Íslandi eftir nokkrar vikur.
Poppsöngvari ársins:
Teitur
Høgni Reistrup
Knút
Jens Marni
Hallur Joensen
Knút er hátt skrifaður söngvahöfundur, söngvari og hljómborðsleikari. Hann var í fyrstu hljómsveit Eivarar, Reverb.
Poppsöngkona ársins:
Greta Svabo Bech
Guðrið Hansdóttir
Guðrun Pætursdóttir Háberg
Døgg Nónsgjógv
Laila Carlsen
Guðríð hefur tvívegis búið til lengri tíma á Íslandi. Hérlendis hefur hún komið fram á ótal hljómleikum.
Poppplata ársins:
Byrta Byrta
Story Music Teitur
Undirgangstónar Swangah
Áðrenn vit hvørva Høgni Reistrup
With Stars & Legends Hallur
Högni naut vinsælda hérlendis með lagið "Besame Mucho" fyrir nokkrum árum.
Popplag ársins:
Loyndarmál Byrta
Tú tók mína hond Døgg Nónsgjógv
Shut Up & Sing Greta Svabo Bech
Rock And Roll Band Teitur
Heyah Allan Tausen
Teitur er í hópi heimsfrægustu Færeyinga.
Popphljómsveit eða -einstaklingur ársins:
Byrta
Teitur
Greta Svabo Bech
Høgni Reistrup
Swangah
Greta Svabo er enn ein sönnun þess hvað Færeyingar eru öflugir lagahöfundar. Í fyrra var hún stödd í enskri fatabúð. Þá hringdi síminn. Hringjandinn kynnti sig sem starfsmann bandarísku söng- og leikkonunnar Cher. Erindið var að Cher hefði kolfallið fyrir lagi sem hún heyrði með Gretu Svabo. Cher væri búin að hljóðrita lagið. Spurningin væri hvort að hann mætti spila lagið í flutningi Cher fyrir Gretu og hvort að það væri reiðulaust af hennar hálfu að það yrði á næstu plötu Cher. Greta sá ekki ástæðu til að amast við því. Reyndar hélt hún fyrst að einhver væri að stríða sér. Þetta var svo óvænt og súrrealískt. En hún þekkti strax söngrödd Cher og þetta var raunveruleiki. Platan kom út og flaug í 1. sæti bandaríska vinsældalistans og víðar. Ekkert annað færeyskt lag hefur náð því að vera á plötu í toppsæti almenna bandaríska vinsældalistans.
---
Flokkur jaðartónlistar (þungarokk, djass og vísnasöngur)
Söngvari ársins:
Kári Sverrisson
Jón Aldará
Høgni Lisberg
Högni Lisberg hefur átt fjölda vinsælla laga á Íslandi. Þar á meðal "Morning Dew" sem náði toppsæti vinsældalista Rásar 2. Hann hefur margoft spilað á Íslandi. Bæði sem sólósöngvari og eins sem trommuleikari hjá Eivöru.
Hljómsveit ársins:
Týr
Hamferð
Kári Sverrisson & Bendar Spónir
Týr sló rækilega í gegn á Íslandi 2002 með laginu "Ormurin langi". Alla tíð síðan hefur Týr átt hér harðsnúinn hóp aðdáenda. Hljómsveitin er vinsæl um allan heim í dag.
Plata ársins:
Valkyrja Týr
Evst Hamferð
Nøkur fá fet aftrat Kári Sverrisson & Bendar Spónir
Hamferð sigraði í færeysku Músíktilraunum 2011. Síðan hefur hljómsveitin túrað víða um heim. Meðal annars til Íslands (spilaði til að mynda á Eistnaflugi) 2012.
Lag ársins:
Stóra lívmóðurin Kári Sverrisson & Bendar Spónir
Þokan Marius og Svævar Knútur
Nation Týr
Þetta er í fyrsta skipti sem rammíslenskur tónlistarmaður hlýtur tilnefningu í Færeysku tónlistarverðlaununum. Það er Svavar Knútur. Maríus hefur oft komið til Íslands og líklega komið fram á hátt í 20 hljómleikum hérlendis.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Ljóð, Menning og listir | Breytt 11.3.2014 kl. 02:29 | Facebook
Athugasemdir
Íslendingar hafa nú verið gripnir illilega í bólinu í makríldeilunni, ma.a. af færeyingum sem eru vissulega okkar eina vinaþjóð í dag. Skagfirska efnahagssvæðið teflir fram algjörlega óhæfum einstaklingum til að takast á við það mál, nánast kjánum vilja sumir meina.
Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 10:47
Stefán, skagfirska efnahagssvæðið svaf yfir sig í miðri makríldeilunni. Áður en íslensku kröfuhafarnir duttu steinsofandi út úr dæminu fóru þeir fram á veiðar sem eru minni en nú bjóðast. Eðlilega samþykktu Færeyingar meiri veiðar en ef þeir hefðu verið í samfloti með steinsofandi Íslendingum. Þar fyrir utan nutu Færeyingar einskis stuðnings frá Íslendingum þegar löndunarbanni var beitt gegn Færeyingum.
Jens Guð, 20.3.2014 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.