20.3.2014 | 00:20
Íslenskur tónlistarmađur og íslensk bók verđlaunuđ í útlöndum!
Ţađ dró heldur betur til tíđinda í verđlaunaafhendingu FMA 2014 um helgina. Íslenskur söngvari og söngvahöfundur hlaut verđlaun fyrir besta lag ársins 2014. Íslenskt leikrit, sem gefiđ var út á geisladisk í fyrra, var verđlaunađ sem besta plata ársins 2014.
Eins og nafn verđlaunanna, FMA, bendir til ţá er ţađ heiti á Fćreysku tónlistarverđlaununum (Faroese Music Awards). Fćreysku tónlistarverđlaunin eru árleg uppskeruhátíđ í fćreysku tónlistarlífi. Ţau eru öflug vítamínssprauta fyrir fćreyska tónlist. Fyrir og eftir verđlaunaafhendinguna er fćreysk tónlist í sviđsljósinu dögum saman. Bćđi í fjölmiđlum og eins í daglegu tali almennings. Menn velta vöngum, spá í spilin og rifja upp ţađ sem hćst bar á liđnu ári.
Tónlistarfólkiđ sem er nefnt til verđlauna er í kastljósi. Verđlaun ţýđa ađ viđkomandi hefur stimplađ sig rćkilega inn í hóp ţeirra stćrstu og merkustu.
Fćreysku tónlistarverđlaunin hafa í áranna rás veriđ í stöđugri ţróun. Vegur ţeirra, vćgi og umfang hefur vaxiđ stig af stígi. Jafnframt hefur nafn ţeirra tekiđ breytingum. Ţetta er í fyrsta skipti sem ţau bera enska (alţjóđlega) heitiđ FMA (Faroese Music Awards). Kannski vegna ţess ađ útlendingar (les = Íslendingar) komu rćkilega viđ sögu ađ ţessu sinni.
Í flokknum "Jađartónlist" (ţungarokk, djass, blús, vísnatónlist (folk)) bar Ţokan sigur úr bítum. Var verđlaunađ sem besta lag ársins. Höfundar og flytjendur eru Íslendingurinn Svavar Knútur og Fćreyingurinn Maríus.
Ţetta er í fyrsta skipti sem íslenskur tónlistarmađur hampar verđlaunagripi í Fćreysku tónlistarverđlaununum. Jafnframt eru ţetta fyrstu tónlistarverđlaun Svavars Knúts.
Ţokan naut mikilla vinsćlda í Fćreyjum í fyrra. Sömuleiđis var lagiđ vikum saman á íslenska vinsćldalistanum (Rás 2).
Í fyrra var leikverk Íslendingsins Helgu Arnalds, Skrímsliđ litla systir mín, sýnt margoft fyrir fullum sal ánćgđra áhorfenda hérlendis og í Fćreyjum. Ţađ fékk einróma afskaplega lofsamlega dóma gagnrýnenda. Enda er ţetta flott verk í alla stađi. Um tónlist í leikritinu sá fćreyska álfadísin Eivör. Hún samdi lög og afgreiddi flutning ţeirra viđ texta Íslendingsins Hallveigar Thorlacius. Í árslok var verkiđ gefiđ út í einum pakka á plötu og í myndskreyttri bók, bćđi á íslensku og fćreysku. Á plötunni er leikverkiđ flutt í upplestri međ tónlist. Bókin er meira eins og myndskreyting fyrir áheyrendur, blessuđ börnin, til ađ skođa á međan platan er spiluđ. Pakkinn var útnefndur og verđlaunađur sem "Besta plata ársins" í "Opnum flokki".
Ţetta er í fyrsta skipti sem íslenskt leikverk er verđlaunađ erlendis.
Eivör var einnig verđlaunuđ fyrir besta laga ársins, Lurta nu, í "Opnum flokki".
Víkingarokkararnir í Tý, sem Íslendingar elska, voru verđlaunađir fyrir bestu plötu, Valkyrju, í flokki jađartónlistar, besta flytjanda í sama flokki og besta plötuumslag.
Í almennum poppflokki var dúettinn Byrta verđlaunađur fyrir bestu plötu ársins, samnefnda dúettinum, og besti flytjandi. Dúettinn var stofnađur á Íslandi. Fćreyski hljómborđsleikarinn Janus Rasmusen hefur búiđ á Íslandi til margra ára og gert ţađ gott međ íslensku hljómsveitinni Blloodgroup. Hinn helmingur dúettsins, söngvaskáldiđ og söngkonan Guđríđ Hansdóttir, hefur sömuleiđis af og til búiđ á Íslandi til lengri tíma. Ţá hefur hún veriđ dugleg viđ ađ leika og syngja hérlendis á hinum ýmsu skemmtistöđum.
Sá Fćreyingur sem náđ hefur hćstu hćđum á alţjóđavettvangi er lagahöfundurinn og söngkonan Greta Svabo. Hún á lag á plötu sem kom út í fyrra međ bandarísku söng- og leikkonunni Cher. Platan međ laginu náđi 1. sćti vinsćldalista víđa um heim. Međal annars ţess bandaríska (sem er stćrsti plötumarkađur heims). Greta Svabo var verđlaunuđ á FMA sem söngkona ársins og fyrir besta myndband ársins, Broken Bones. Greta Svabo er fyrsti - en ekki síđasti - Fćreyingur sem á lag á plötu í toppsćti bandaríska vinsćldalistans.
Besti söngvari í poppflokk var verđlaunađur kántrý-boltinn Hallur Joensen.
Lista yfir útnefningar má finna í nćstu bloggfćrslu hér á undan.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Ljóđ, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.