Lulla frænka og karlamál

  Lulla frænka bjó alla tíð ein.  Þess á milli dvaldi hún á geðdeildum ýmissa stofnana.  Hún nefndi oft hversu fögur hún væri.  Sagðist vera svo lík ítölsku leikkonunni Sophiu Loren að fólk þekkti þær ekki í sundur.  Lulla nefndi oft að hún hefði verið með fallegasta hár allra í Skagafirði.  Sítt,  svart og þykkt hár sem allir dáðust að.

  Ég geri mér ekki grein fyrir því en ég held að Lulla hafi alveg verið nokkuð myndaleg.  Eitt sinn spurði ég hana að því hvort að hún hafi aldrei átt kærasta.  "Jú, ég átti kærasta sem hét Óli," svaraði Lulla.

  "Hvað varð um hann?"  spurði ég:  "Hann var vitleysingur," svaraði Lulla og gaf ekkert frekar út á það. 

  Ég:  "Af því að þú varst svona falleg þá hljóta karlmenn að hafa verið stöðugt að reyna við þig."

  Lulla:  "Já.  Þá gaf ég þeim svoleiðis á kjaftinn að þeir reyndu það ekki aftur."

-------------

Fleir sögur af Lullu frænku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1374813/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2014 kl. 10:10

2 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 3.5.2014 kl. 23:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vil ekki missa af Lullu frænku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2014 kl. 10:51

4 identicon

Alltaf er Lulla frænka orginal og snilld

ingibjörg kr einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 10:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sakna þessara einstaklinga, hvar eru þeir í dag, nú eru allir steyptir í sama mótið og mega ekki hugsa öðruvísi en umhverfið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2014 kl. 11:45

6 Smámynd: Jens Guð

Ingibjörg, svo sannarlega.

Jens Guð, 5.5.2014 kl. 20:42

7 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, það er rétt hjá þér að nútímamaðurinn er einsleitari en áður. Áður fyrr fékk fólk að rækta sérkenni sín.

Jens Guð, 5.5.2014 kl. 20:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og vera þeir sjálfir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2014 kl. 23:39

9 Smámynd: Jens Guð

Vind mér í það.

Jens Guð, 17.7.2014 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.