Lögreglan skoðar mál

  Héraðsdómur dæmir mann í nálgunarbann.  Samkvæmt dómnum má hann ekki undir neinum kringumstæðum hafa samband við konuna sem hann hafði ofsótt og beitt grófu ofbeldi.  Hann má ekki nálgast heimili hennar né hafa samband við hana í síma eða senda henni skilaboð í sms,  tölvupósti eða eftir öðrum leiðum.

  Dómurinn virðist vera skýr og auðskilinn.  Samt vefst hann fyrir lögreglunni.  Á hálfu ári hefur maðurinn brotið nálgunarbannið á margvíslegan hátt um það bil þúsund sinnum.  Þar á meðal með opinskáum morðhótunum.  Hann heldur heilu bæjarfélagi í heljargreipum.

  Lögreglan gerir ekkert.  Hún er að skoða fyrri ofbeldismál mannsins.  Á meðan er ekkert gert.  

  Er það í lagi? 

www.aflidak.is

www.stigamot.is 

www.solstafir.is 


mbl.is „Hann ætlar að láta mig borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sjaldan hef ég verið jafn undrandi og ég var að lokinni umfjöllun Kastljóssins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2014 kl. 22:05

2 identicon

Þetta snýst um forgangsröðun.

Lögreglan er á fullu að eltast við blómaræktendur.

Enda eru blómin stórhættuleg og ég tala nú ekki um ef að einhver notar þessi blóm, þá hleypur æði á menn og þeir borða mat, hlusta á tónlist og margt annað sem að þarf að fyrirbyggja.

Grrr (IP-tala skráð) 9.5.2014 kl. 08:02

3 identicon

Skagfirska framsóknar-efnahagssvæðið beitir mig ofbeldi sem íslenskan þjóðfélagþegn, en ég get ekki með nokkru móti farið fram á nálgunarbann ?

Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2014 kl. 08:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er algjörlega óskiljanlegt. Er maðurinn eitthvað háttsettur eða í klíku?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2014 kl. 10:47

5 identicon

Ég trúi ekki að nokkur maður hér á landi sé hissa á þessu. Algjört aðgerðaleysi lögreglu og ekki síst dómstóla í málum ofbeldismanna er gríðarlegt vandamál á Íslandi. Það eru tugir slíkra mála í gangi í dag, mála sem ekkert er gert í.

 Yfirvöld munu hinsvegar fara á fullt núna í þetta mál úr því að ekki verður hjá því komist og dæma manninn í meira nálgunarbann og lengra skilorð. 

Annað verður það nú ekki og hin málin liggja áfram óskoðuð og óhreyfð.

Tryggvi (IP-tala skráð) 9.5.2014 kl. 19:27

6 Smámynd: Jens Guð

Axel Jóhann, ég sá hluta af umfjöllun Kastljóss. Þarna er einhver blanda af skilningsleysi, áhugaleysi og doða ráðandi.

Jens Guð, 9.5.2014 kl. 21:59

7 Smámynd: Jens Guð

Grrr, það er margt til í þessu hjá þér. Þegar blóm eiga í hlut er allt sett á fullt. Engu til sparað.

Jens Guð, 9.5.2014 kl. 22:01

8 Smámynd: Jens Guð

Stefán, við sitjum uppi með KS-efnahagssvæðið fram að næstu kosningum.

Jens Guð, 9.5.2014 kl. 22:02

9 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, maður spyr sig. Þetta er fyrir neðan allar hellur.

Jens Guð, 9.5.2014 kl. 22:03

10 Smámynd: Jens Guð

Tryggvi, jú, ég er hissa. Við höfum dómstóla sem eiga að taka á ofbeldismálum. Í þessu tilfelli var það gert. Það var sett nálgunarbann. Við höfum lögreglu til að framfylgja svona dómi. Það er ekki gert. Spurningin er: Hvers vegna? Önnur spurning: Af hverju breytir það einhverju að umræða um þetta mál sé orðin opinber? Á lögreglan að standa öðruvísi að málum eftir því hvort að rætt sé opinberlega um lögbrot eða ekki?

Jens Guð, 9.5.2014 kl. 22:08

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Jens, og ég er ansi hrædd um að traust á lögreglunni muni dala í ljósi allskonar uppá koma lögregluþjóna. Dómsmálaráðherra þarf að átta sig á því að það gerir engum gagn að hilma yfir með einstaka lögreglumanni, því það dregur alla hina niður og vekur vantraust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2014 kl. 00:49

12 identicon

Nálgunnabönn virka afar sjaldan, Yfirleitt verða svona siðblindir ofbeldismenn enn verri við þau og lögreglan er ráðalaus og reyndar i þessu tilfelli furðulega afskiptalaus,hún gæti tekið hann nokkrum sinnum en ekkert dæmt og maðurinn verri i hvert skipti, vandamálið er hjá dómurum landsins það þurfa að vera flýtidómar i svona málum þ.e.a.s um leið og hann yrði tekinn væri dæmt i málinu, því þó hann brejóti dóminn þarf að taka brotin fyrir það tekur marga mánuði jafnvel ár

Veit of vel hvað svona mál er erfitt þó það væri brotist inn hjá mer og allt eyðilagt og morðhótanir þá gat lögreglan bara fjarlægt hann,

siðan fór allt i sama farið, lögreglan var yndisleg, en hann vissi að hann gæti drepið okkur löngu áður en dómur felli,

sæunn guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2014 kl. 09:02

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skelfilegt að heyra Sæunn mín. Já þetta er erfitt, hvað er til ráða í svona tilfellum? Í raun og veru ætti að loka svona menn inn á stofnunum og setja þá í meðferð, á geðheilbrigðissviði. Það hlýtur nefnilega að vera eitthvað sálrænt að.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2014 kl. 11:52

14 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, í réttlátu þjóðfélagi myndi nálgunarbann þýða að brot á nálgunarbanni myndi umsvifalaust taka á ofbeldismanninum. Hann yrði tekinn úr umferð. Það er svo einfalt. Þetta er glæpamaður sem brýtur lög og hann fær ekki að komast upp með það.

Jens Guð, 10.5.2014 kl. 22:52

15 Smámynd: Jens Guð

Sæunn, þetta á að vera svo einfalt og skilvirkt: Sett er nálgunarbann og sá sem brýtur það er umsvifalaust tekinn úr umferð. Hitt dæmið: Það er ekki gert. Það þýðir að lögreglan er ekki að vinna sína vinnu.

Jens Guð, 10.5.2014 kl. 22:54

16 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, lögreglan getur - ef vilji er fyrir hendi - farið eftir úrskurði Héraðsdóms. Það er sett nálgunarbann. Ef það er brotið þá er viðkomandi tekinn úr umferð. Hann hefur brotið gegn nálgunarbanninu. Hvað er svona erfitt með að fylgja því eftir?

Jens Guð, 10.5.2014 kl. 22:59

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er satt, en hvað er þá að?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2014 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.