Íslenska Bítlahreiđriđ

Bítlarnir
  Ţetta eru fjórir guttar í barnaskóla í enskri hafnarborg á sjötta áratugnum.  Sá sem er lengst til vinstri á myndinni var međ annan fótinn á sjúkrahúsi.  Alltaf veikur og ekki hugađ langlífi.  Hann er ţó ennţá lifandi og sprćkur meira en hátt í sjö áratugum síđar.  Hann hefur margoft komiđ til Íslands.  Fyrst til ađ spila međ Stuđmönnum.  Síđan til ađ syngja međ Plastic Ono Band í Háskólabíói.  Ţess á milli og í framhjáhlaupi til ađ taka ţátt í ţví ţegar kveikt er árlega á Friđarsúlunni,  kenndri viđ John Lennon,  í Viđey.  Guttinn heitir Richard Starkey en er ţekktur sem bítillinn Ringo Starr.
 
 
 
  Sá sem er nćst lengst til hćgri er John Lennon.  Eiginkona hans,  Yoko Ono,  reisti í Viđey Friđarsúluna Imagine Peace Tower.   John átti sér ósk um svona friđarsúlu.  Ljósasúlu sem myndi lýsa óendanlega langt upp í himinn og vera tileinkuđ friđi.  Friđarsúla Lennons í Viđey er frćg um víđa veröld.  Ţegar "Imagine Peace Tower" er gúglađ koma upp milljón síđur.  Utan enska málsvćđisins heitir súlan öđrum nöfnum,  svo sem á Íslandi ţar sem hún heitir Friđarsúlan.  
 
  
 
  Í hvert sinn sem kveikt er á Friđarsúlu Lennons í Viđey kemur fjöldi erlendra tónlistarmanna til Íslands.  Fyrir utan Yoko Ono,  Sean son ţeirra Lennons,  Ringo;  ekkju George Harrisons og son ţeirra Harrisons hafa komiđ liđsmenn hljómsveita á borđ viđ Wilco.
 
   Hinn sonur Johns,  Julian,  kom í leyniferđ til Íslands fyrir tuttugu árum eđa svo.  Dvaldi ţá á Selfossi yfir helgi.  Ţađ fór hljótt.
 
 
 
  Sá sem er lengst til hćgri á myndinni,  George Harrison,  varđ tengdafađir íslenskrar konu,  Sólveigar Káradóttur (Stefánssonar).  Einkasonurinn,  Dhani Harrison, er tónlistarmađur og er međ annan fótinn á Íslandi.  Hann hefur unniđ međ íslensku tónlistarmönnum.  Til ađ mynda Ţórunni Agneu Magnúsdóttur.  Hann var í slagtogi međ Jacobi Dylan (syni Bobs Dylan) um tíma.  Ţeir kráka (cover song) lag Johns Lennon  Gimme Some Truth á plötunni Instant Karma - The Amnesty Internationa Campaign To Save Sudan.  
 
  Nćst lengst til vinstri á myndinni er Paul McCartney.  Hann kom í skemmtiferđ til Íslands međ ţáverandi eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum.  
 
 
 
  Guttarnir á myndinni í hafnarborginni Liverpool í Englandi uxu úr grasi.  Ţeir stofnuđu hljómsveit sem varđ stćrsta hljómsveit heims.  Hljómsveit sem toppađi allt sem hćgt var ađ toppa.  Mótađi hugsunarhátt ungmenna sjöunda áratugarins um allan heim og fram eftir áttunda áratugnum.   Hljómsveitin hlaut nafniđ The Beatles en er alltaf á Íslandi kölluđ Bítlarnir.  Bítlarnir voru bylting.  Ekki ađeins í músík.  Líka í klćđaburđi,  hárgreiđslu og eiginlega öllu.  Allsráđandi fyrirmynd heimsbyggđarinnar.  Svo bara allt í einu er Ísland Bítlahreiđur,  margfléttađ saman viđ Bítlana og ţeirra arfleifđ.  Litla og fámenna Ísland sem hýsir ađeins 325 ţúsund íbúa.  Jafn marga og fámenn ţorp í öđrum löndum.    
 
   

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband