Spaugilega misheppnaðar myndir af börnum

  Í dag eiga flestir farsíma eða snjallsíma með myndavél.  Það auðveldar foreldrum að varðveita í myndaformi skemmtileg augnablik með börnum sínum.  Þetta var öðruvísi fyrir nokkrum áratugum.  Þá pöntuðu foreldrar með góðum fyrirvara tíma á ljósmyndastofu.  Þangað var síðan mætt með barnið. 

  Það var heilög stund þegar sprenglærður ljósmyndarinn smellti mynd af barninu - eftir að hafa raðað upp ljósaskermum,  mælt ljósmagn,  stillt fókus og það allt saman.  Það var ekkert verið að smella af að óþörfu.  Filmur voru rándýrar.  Ljósmyndapappír líka.  Allt  þessu tengt var rándýrt.

  Mörgum dögum síðar var hringt frá ljósmyndastofunni og tilkynnt að búið væri að framkalla myndina.  Það var hátíð í bæ þegar myndin var komin í hús og allir fengu að skoða hana.  Svo var hún römmuð inn og hengd upp á vegg á áberandi stað í stofunni.

  Eins og gengur var ljósmyndurum mislagðar hendur.  Það var ekki öllum gefið að laða fram fallegasta bros barnsins.

barnamynd a

  Einkum var það erfitt þegar börnin voru tvö.  Þá gat annað barnið sett upp sparisvip eitt augnablik.  Það augnablik var fangað.  En á kostnað hins barnsins.

barnamynd abbarnamynd aa   

  Vandinn tvöfaldast þegar börnin eru fjögur.

barnamynd aab 

  Svo ekki sé talað um vandann þegar hópurinn er miklu fjölmennari. 

barnamynd aaa 

  Munum að vandamálið er líka til staðar þó að barnið sé aðeins eitt. 

barnamynd cbarnamynd dbarnamynd ebarnamynd fbarnamynd b

 ---------------------------------------------

  Á upphafsárum rokksins á sjötta áratugnum voru margir hressir.  Þar á meðal Little Richard,  Elvis Presley,  Jerry Lee Lewis,  Chuck Berry,  Bunker Hill og Link Wray.  Link flutti síðar til Danmerkur og bjó þar fram á dauðadag (sem var fyrir nokkrum árum).  Hann starfaði m.a. með dönsku hljómsveitinni Sorte Sol.  En þarna á upphafsárum rokksins í Bandaríkjum Norður-Ameríku spilaði hann m.a. með Bunker Hill.  Textinn er snilld.  Bunker upplýsir að stelpan sem er umtöluð fyrir að kunna ekki að dansa sé kærastan sín.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2014 kl. 18:38

2 identicon

Frábærar myndir, hahahaha!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.