Sprenging í sölu á Föroya Bjór Gulli

föroya bjór gull dós

 

  Íslendingar kunna vel að meta hinn bragðgóða færeyska bjór Föroya Bjór Gull.   Í vörulista Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er honum lýst þannig:  "Gullinn,  ósætur,  meðalfylling,  meðalbeiskja.  Korn,  baunir,  malt,  humar."  Ég lýsi bragðinu sem skörpu,  ósætu og að eftirbragð sé gott.  Hann kippir vel í,  um 6%.  

  Það er stutt síðan Íslendingar almennt vissu af tilvist Föroya Bjór Gulls.  Þó hefur hann verið framleiddur í hálfan fjórða áratug og verið seldur á Íslandi lengst af.  Lengst af þeim tíma hefur hann verið seldur á Íslandi.  Hinsvegar hefur aldrei verið gert neitt átak í kynningu á honum.  Það hafa helst verið Færeyingar á Íslandi sem sótt hafa í heilsudrykkinn,  svo og Íslendingar sem hafa heimsótt Færeyjar.

  Í síðustu viku brá svo við að Föreyja Bjór Gull barst í tal í íslenskum fjölmiðlum.  Ástæðan var afskaplega hrokafullt og ósvífið bréf sem forstjóri Ölgerðarinnar Agli Skallagrímssyni sendi forstjóra Föroya Bjór.  Við þau tíðindi rann á Íslendinga Gull-æði.  Sala á Föroya Bjór Gulli á Íslandi óx um 1200%.  Söluaukningin hefði orðið ennþá meiri ef hann hefði ekki selst upp í sumum vínbúðum.  Þar toguðustu menn á um síðustu dósirnar þannig að víða lá við stimpingum.  Mörg dæmi voru um að menn keyptu Föroya Bjór Gull tvo og upp í þrjá daga í röð.  Þá hafa margir lýst því yfir á Fésbók og á bloggsíðum að héðan í frá kaupi þeir engan bjór annan en Föroya Bjór Gull.  Þetta sé besti bjór í heimi.  

  Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÁTVR eru í dag til örfáar kippur í aðeins þessum þremur verslunum:  Heiðrúnu (20 kippur + 1 dós),  Akureyri (26 kippur) og Hafnarfirði (51 kippa + 5 dósir).    

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega fínn bjór.

Ef að ég sé girnilega vöru frá Ölgerðinni, á næstunni, þá mun ég hlaupa til og þamba einn kurteisan færeyskan gull í staðinn fyrir hrokagikk drykk.

Grrr (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 22:05

2 Smámynd: Jens Guð

Grrr, það sama geri ég.

Jens Guð, 26.8.2014 kl. 23:42

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Austfirðingar þekkja Færeyjabjór afar vel. Enda Norræna þarna náttúrulega og áður Smyrill auk þess sem Fæeyingar voru gjarnan viðloðandi á Austfjörðum í vinnu og vegna komu færeyskra skipa o.þ.h.

Uppúr 1980 var algengt að Færeyjabjór væri á boðstólum fyrir Austan - og reyndar verð eg að segja að það kemur mér soldið á óvart að framleiðslan er ekki eldri en frá sirka 1980. Maður ímyndaði sér í gamla daga að þeir hefðu framleitt þetta lengi. En það var þó ekki fyrr en um 1980. (fyrir utan eldra tímabil náttúrulega.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2014 kl. 11:50

4 Smámynd: Jens Guð

Ómar Bjarki, takk fyrir upplýsingarnar. Fyrir 15 eða 20 árum átti ég erindi til Fáskrúðsfjarðar og gisti á hótelinu. Það var í eigu Færeyings.

Jens Guð, 27.8.2014 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband