23.9.2014 | 22:09
Leikhúsumsögn
- Leikrit: Gullna hliðið
- Höfundur: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
- Leikhús: Borgarleikhúsið
- Uppfærsla: Leikfélag Akureyrar
- Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson
- Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Hilmar Jensson, María Pálsdóttir, Sandra Dögg Kristjánsdóttir o.fl.
- Tónlist: Dúettinn Eva
- Einkunn: ****
Í fyrra var leikritið Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frumsýnt af Leikfélagi Akureyrar á Akureyri. Það sló rækilega í gegn. Hefur verið sýnt fyrir fullu húsi um það bil fjörtíu sinnum. Það var þess vegna snjallt hjá Borgarleikhúsinu að fá Leikfélag Akureyrar til að færa leikritið einnig upp hér sunnan heiða. Áhuginn lætur ekki á sér standa. Það er meira og minna uppselt á hverja sýningu næstu vikurnar.
Leikritið boðar þá hugmynd að til sé líf eftir dauðann. Við andlát fari sálin annað hvort til djöfullegs staðar neðanjarðar eða í sæluríki uppi í himninum. Söguþráðurinn gengur út á það að ógæfumaðurinn Jón veikist heiftarlega og geispar síðan golunni. Ekkjan getur ekki hugsað sér að sál hans lendi í vonda staðnum. Á dauðastundu kallsins fangar hún sálina í skjóðu. Svo leggur hún upp í langt ferðalag upp til himins. Ætlunarverkið er að koma sálinni hans Jóns inn í sæluríkið efra.
Sitthvað verður til þess að tefja för ekkjunnar. Fortíðardraugar og fleiri gera gönguna ýmist erfiða eða ánægjulega. Um leið magnast spennan. Það er ekki margt sem bendir til þess að ekkjan hafi erindi sem erfiði. Eiginlega þvert á móti. En áfram skröltir hún þó.
Ég vil ekki skemma fyrir væntalegum áhorfendum með því að upplýsa hvernig leikritið endar. Endirinn kemur skemmtilega á óvart.
Leikritið er gott. LA hefur nútímvætt það með ágætum. Þar á meðal bætt við ýmsum fyndnum smáatriðum. Þau eru spaugilegri eftir því sem líður á söguna og áhorfandinn áttar sig betur á "karakter" persónanna. Framan af er pínulítið truflandi að Jón virðist vera Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Svo rjátlast það af. Sem er kannski ekki kostur út af fyrir sig. Hitt gerir Jón bara trúverðugri ef eitthvað er.
Hannes Óli Ágústsson fer á kostum í hlutverki Jóns. Það mæðir einna mest á honum af öðrum leikurum ólöstuðum. Þeir eru allir hver öðrum betri. Í sumum tilfellum leika konur karla. Það kemur vel út sem ágætt skop.
Fagurraddaður barnakór setur sterkan og áhrifaríkan svip á sýninguna. Þegar mest lætur er kórinn skipaður á þriðja tug barna. Kórinn sveipar hinar ýmsu senur fegurð og hátíðleika; gefur sýningunni dýpt og vídd. Frábært mótvægi við annars hráa uppstillingu fárra persóna á sviðinu hverju sinni utan þess.
Sviðsmyndin er einföld og snjöll. Virkar glæsilega. Hún samanstendur af tréfleka sem er hífður upp misbrattur til samræmis við framvindu sögunnar. Ljósanotkun er jafnframt beitt af snilld. Oftast af hógværð. En þegar við á er allt sett á fullt. Og einstaka sinnum eitthvað þar á milli.
Kvennadúettinn Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníusardóttir) spilar stóra rullu sem höfundur og flytjandi tónlistar - annarrar en barnakórsins. Þær stöllur hafa samið ný lög fyrir leikverkið. Fín lög. Þær stöllur radda fallega og ljúft. Önnur spilar undir á gítar. Hin strýkur stóra fiðlu á fæti. Reyndar oftast til að afgreiða leikhljóð. Einstaka eldra lag fær samt að fljóta með.
Ég mæli með Gullna hliðinu í Borgarleikhúsinu sem góðri skemmtun. Gullna hliðið er einn af gullmolum íslenskrar menningar. Eitthvað sem allir Íslendingar eiga að þekkja. Í Gullna hliðinu speglast íslenska þjóðarsálin.
Skemmtu sér á Gullna hliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bækur, Ljóð, Trúmál og siðferði | Breytt 24.9.2014 kl. 12:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þessari umsögn skemmti mer konunglega og ekki spillti félagskapurinn ;)en margsinnis uppklapp ,standandi i lokin,blístur og köll sýndu vel frammá að salurinn var sammála okkur
sæunn (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 01:45
Alveg frábært að fá þessa sýningu til Reykjavíkur - Borgarleikhúsið stendur sig vel að vanda og margar áhugaverðar sýningar í gangi í vetur.
Stefán (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.