Boltabullur niðurlægja konu

dósasafnari 

  Hún stendur berfætt ofan í vatnspolli.  Vatnið nær henni upp að hnjám.  Hún er hokin í baki.  Aldurinn leynir sér ekki.  Hún er á eftirlaunum,  hálf sjötug.  Ekkja dansks manns síðan 2011.  Fædd og uppalin í Víetnam en býr í leiguíbúð í Kaupmannahöfn.

  Umhverfis konuna standa boltabullur á þurru.  Þær skemmta sér konunglega.  Hlæja dátt og henda bjórdósum í konuna.  Einnig smápeningum.  Til viðbótar henda þeir flöskum af nokkru afli í pollinn til að láta gusur ganga yfir konuna.  Sumar dósirnar eru aðeins hálftæmdar er þær lenda á konunni.  Þegar bjórinn sullast yfir konuna taka bullurnar bakföll af kátínu. 

  Konan safnar þessu í skjóðu.  Það þykir boltabullunum fyndið.  Fyrir þeim er þetta gott sirkusatriði.  Fyrir konuna er þetta neyð.  Dósirnar og flöskurnar selur hún í endurvinnslu.  Hún fær ekki háar upphæðir fyrir.  En hana munar um hverja krónu til að vera réttu megin við strikið þegar mánuðurinn er gerður upp.    

  Konan gerir sér grein fyrir því að bullurnar skemmta sér á hennar kostnað.   Hún lætur sig hafa það.  Hún er fátæk og komin af vinnumarkaði.  Hún þarf á þessum aurum að halda.   

dósasafnari A      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jens - sem og aðrir gestir þínir !

Konan - er þó stærri í sniðum: í öllu sínu umkomuleysi og örbirgð / en þessar fyrirlitlegu bolta bullur: og mun uppskera í samræmi við - algjörlega.

Smánin - er hrokagikkanna / aftur á móti.

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 00:35

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Alveg magnað hvað mannskeppnan getur verið grimm og mikill óþverri, apar, ljón og ísbirnir mundu ekki undir neinum kringum stæðum haga sér svona, þau kanski dræpu og ætu,,,, en bara ef þau varu svöng.

Sigfús Sigurþórsson., 25.9.2014 kl. 00:56

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Það er ekki að spyrja að stuðninsmönnum Brøndby. Þeir nota nasistakveðjur á áhorfendapöllum.

FORNLEIFUR, 25.9.2014 kl. 11:43

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Tókst þú þessar myndir Jens Guð?

FORNLEIFUR, 25.9.2014 kl. 11:43

5 Smámynd: Jens Guð

Óskar, heill og sæll. Ég tek undir hvert þitt orð.

Jens Guð, 25.9.2014 kl. 21:20

6 Smámynd: Jens Guð

Sigfús, svo sannarlega er fólkt grimmt.

Jens Guð, 25.9.2014 kl. 21:21

7 Smámynd: Jens Guð

Fornleifur, aðra myndina hnuplaði ég frá Berlinske. Hina frá norska Dagblaðinu. Takk fyrir fróðleiksmolann um boltabullurnar.

Jens Guð, 25.9.2014 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.