Kækur lygara

  Raðfréttir af embættismanni kristins safnaðar Fíladelfíu; raðlygara sem reynir eftir getu að venja sig af lygaáráttunni og kenna börnum sínum að ljúga ekki, rifja upp símtal sem ég átti við 6 ára systurson minn fyrir margt löngu.  

 Tekið skal fram að ég er fylgjandi því að bæði lygarar og sannsöglir kenni börnum sínum að ljúga lítið sem ekkert.  Og aðallega lítið.

  Ég hringdi í Svandísi systir mína á Akureyri.  Systursonur okkar svaraði í símann.  Hann sagðist vera í pössun hjá Svandísi ásamt bróður sínum.  Ég spurði hvort að þeir bræður væru ekki stilltir og þægir í pössuninni.  Stráksi svaraði að þeir væru það.  Nema að Svandís væri ósátt við að þeir ættu það til að róla sér á hurðum hjá henni.  Þá yrði hún alltaf reið.  Ég sagði: "Þið verðið að hætta því."  Sá 6 ára svaraði:  "Já,  ég er að reyna að venja mig af því!"

 

gislifreyr


mbl.is Bað Sigríði um upplýsingar um Omos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að viðkomandi hafi þó haft samvisku til að segja sig úr stjórnum Filadelfiusafnaðarins. Eitthvað annað en ráðherfan sem fer hvergi.  

Stefán (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 08:40

2 identicon

hehehe , sá sami var að borða og það var ýtrkað sagt honum að borða allan matinn það væri fullt af hungruðum börnu um allan heim og svo fúlsaði hann við þessu .

Sá stutti 6 ára svaraði loksins ;takk fyrir mig þú getur sent restina út í heim ;)

sæunn (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 17:08

3 Smámynd: Jens Guð

 Stefán,  það sérkennilega við þetta (í bland við allt hitt sérkennilega) er að stjórn Fíladelfíu samþykkti einróma að styðja ljúgvitni gegn náunga sínum (þrátt fyrir 8. boðorðið).  Nei,  annars þetta er ekkert sérkennilegt.  Þetta er allt í stíl.

Jens Guð, 19.11.2014 kl. 22:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  snilldar svar hjá guttanum!

Jens Guð, 19.11.2014 kl. 22:54

5 identicon

Fífladelfía

Stefán (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband