Jón Ţorleifsson og slagsmál

jon_orleifs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Jón Ţorleifsson,  verkamađur og rithöfundur,  var mikil barnagćla.  Sjálfur eignađist hann engin börn.  Hann var einhleypur alla ćvi.  Börn löđuđust ađ Jóni.  Hann kom fram viđ ţau eins og jafningja og gat endalaust leikiđ viđ ţau.  Ţó ađ hann vćri orđinn háaldrađur ţá lét hann sig ekki muna um ađ velta sér um gólf eđa skríđa á fjórum fótum ţegar ţađ hentađi leiknum.  Synir mínir og systkinabörn mín elskuđu Jón.  Ţađ var ćtíđ fagnađarfundur ţegar Jón kíkti í heimsókn.  Skipti ţá engu máli ţó ađ hann kćmi stundum dag eftir dag. 

  Einhverju sinni var leikurinn ţannig ađ litlir plastkallar voru látnir slást.  Hvort ađ ţeir hétu Action Man,  He-Man,  Hulk eđa eitthvađ annađ.  Synir mínir stýrđu sitthvorum plastkallinum.  Jón ţeim ţriđja.  Hans kall var fyrst og fremst í ţví hlutverki ađ verja sig í stađ ţess ađ sćkja fram.  Sennilega var ţađ ţess vegna sem sonur minn spurđi Jón:  "Hefur ţú aldrei veriđ í slagsmálum?"

  Jón svarađi strangur á svip:  "Nei,  aldrei.  Ég hef óbeit á öllu ofbeldi.  Slagsmál eru andstyggđ!"

  Ég blandađi mér í umrćđuna.  Sagđist hafa heyrt af slagsmálum Jóns viđ nasista á Eyrarbakka eđa ţar um slóđir.

  Jón spratt á fćtur og andlitiđ ljómađi viđ upprifjunina.  Hann lagđi handarbakiđ á barkann á sér og sagđi hróđugur:  "Ég sló nasistann međ spýtu af alefli á barkann.  Hann steinlá og var ekki til frekari stórrćđa ţann daginn!"

__________________________________________

Fleiri sögur af Jóni:

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1409699/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef lesiđ bćkur eftir umrćddan mann og tók eftir ţví ađ honum var tíđrćtt um spillingu hér á landi. Hann hafđi svo sannarlega rétt fyrir sér, ţví ađ nú er búiđ ađ upplýsa ţađ, ađ á Íslandi er spilltasta stjórnkerfi á Norđurlöndunum enda er Framsóknarflokkurinn bara til á Íslandi.

Stefán (IP-tala skráđ) 4.12.2014 kl. 08:32

2 identicon

alltaf jafn gaman ađ heyra sögurnar frá ţér! eg tek alltaf minn daglega rúnnt jens,og fréttaveiturnar smile ţurfum ađ hittast viđ tćkifćri kv gústi

agust hrobjartur runarsson (IP-tala skráđ) 4.12.2014 kl. 21:20

3 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  gagnrýni JŢ á spillingu og símahleranir voru ekki út í hött.  Tíminn hefur leitt ţađ í ljós.  Hann mátti oft sćta ţví ađ vera sakađur um ofsóknarkennd.  

Jens Guđ, 4.12.2014 kl. 23:12

4 Smámynd: Jens Guđ

  Ágúst,  takk fyrir ţađ.  Finnum endilega kvöldstund yfir bjórglasi međ Danna,  kannski á Classic Rock.  

Jens Guđ, 4.12.2014 kl. 23:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.