Óskalag ţjóđarinnar

  Ţjóđin hefur talađ.  Hún hefur valiđ óskalagiđ sitt.  Niđurstađan kom ekki á óvart.  Ţvert á móti.  Hún blasti viđ.  Allt benti ótvírćtt í ţá átt ađ "Ţannig týnist tíminn" eftir Bjartmar Guđlaugsson vćri óskalag ţjóđarinnar.  Ađ vísu er óvenjulegt ađ nýtt lag skáki öllum lögum sem notiđ hafa ástsćldar ţjóđarinnar í áratugi og margar kynslóđir eiga hlýjar minningar um. En ţetta er ekki lögmál.  Nýtt lag getur búiđ yfir ađdráttarafli sem trompar eldri og rótgrónari lög.  Ţađ gerir "Ţannig týnist tíminn".  Ţađ höfđar jafn sterkt til allra aldurshópa og er tímalaust í stíl.          

 Ţađ var gott uppátćki hjá Sjónvarpinu ađ hefja leit ađ óskalagi ţjóđarinnar.  Međ ţví var kastljósi beint ađ sögu íslenskra dćgurlaga.  Umsjónarmenn leitarinnar,  píanóleikarinn Jón "Góđi" og Ragnhildur Steinunn, stikluđu á stóru í sögunni og komu ađ mörgum skemmtilegum fróđleiksmolanum.  Allt á léttu nótunum.  Enda mega svona ţćttir ekki vera annađ en lauflétt skemmtun.  

 Ţađ var vel til fundiđ ađ taka hvern áratug fyrir í sitthverjum ţćttinum.  Ţannig var fundiđ óskalag hvers áratugar fyrir sig.  Í lokaţćttinum var hiđ endanlega óskalag valiđ úr sigurlögum hvers áratugar.  

  Vegna sérvisku minnar og músíksmekks - sem liggur meira í pönki og hörđu rokki en léttpoppi - ţá lá ég ekki yfir ţáttunum.  En tékkađi á ţeim á vod-inu.  Ţannig gat ég hrađspólađ yfir lögin sem höfđuđu ekki til mín.  Samt var alveg gaman ađ "hlera" öll lögin.

  Á Fésbókinni sá ég ađ sumir voru ósáttir viđ ađ upprunaútsetningum laga var ekki fylgt út í hörgul.  Ţar er ég á öđru máli.  Ţađ var kostur ađ fá örlítiđ ferskan flöt á lögin.  Ţannig reyndi meira á styrkleika laglínunnar. Líka á styrkleika söngvaranna.  Ekki skal vanmeta ađ Páll Rósinkranz túlkađi sterkt lag,  vinningslagiđ, međ glćsibrag.   

  Gagnrýnisraddir tapsárra međ ofmat á sínum lögum voru fyrirsjáanlegar.  Á síđari áratugum koma fram ţúsundir nýrra laga á hverjum áratug.  Á fyrri áratugum eru ţađ hundruđ.  Auđvitađ er grábölvađ ađ eiga ekki eitt af 5 eđa 10 af topplögum tiltekinna áratuga.  Ţá er gott ađ hugga sig viđ ţá ranghugmynd ađ fyrir klíkuskap hafi vinalög veriđ valin á kostnađ sinna úrvals laga.  Ţar fyrir utan er engin ástćđa til ađ taka leitinni ađ óskalagi ţjóđarinnar sem einhverju öđru en skemmtilegum samkvćmisleik.    

 Ţađ ţarf ekki ađ fara mörgum orđum um óskalag ţjóđarinnar,  "Ţannig týnist tíminn".  Úrslitin segja allt sem segja ţarf.  Hinsvegar má segja um höfundinn,  Bjartmar,  ađ hann hefur ekki ađeins í óskalaginu heldur fjölda mörgum öđrum söngvum sannađ einstakan hćfileika til ađ eiga samtal viđ ţjóđarsálina.  Laglínurnar eru afar grípandi, söngrćnar,  einfaldar og fallegar ţar sem ţađ á viđ.  Eđa hressilegar ţegar sá gállinn er á honum.  Textarnir hitta beint í mark.  Stundum kaldhćđnir.  Stundum ádeilukenndir. Oft broslegir. "Súrmjólk í hádeginu" lađar fram samúđ međ leikskólabarni.  "Fimmtán ára á föstu" spyrđir rómantík unglingabókmennta saman viđ heimilisofbeldi og basl. Allir ţekkja týpuna Sumarliđa (Sumarliđi er fullur).  Margir ţekkja af eigin raun "Vottorđ í leikfimi".  Ţannig má áfram telja. "Týnda kynslóđin" (Manna beyglar alltaf munninn...), "Ég er ekki alki" (fyrir 5 aura)...  

  Til hamingju međ viđurkenninguna,  kćri vin.  Ţađ er ekki vont hlutskipti ađ vera höfundur óskalags ţjóđarinnar.  

 


mbl.is Fékk sigurfregnirnar á heimaslóđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, hann er náttúrulega snillingur hann Bjartmar.   Sumarliđi er fullur ćtti ađ verđa ţjóđsöngur íslands.  Algjörlega spot on.

Svo má nefna Kótelettukallinn.  Snilld.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.12.2014 kl. 23:41

2 Smámynd: Jens Guđ

  Ómar Bjarki,  já,  einmitt kótelettukallinn er einn af ţessum spaugilegu karakterum Bjartmars sem viđ öll ţekkjum.

Jens Guđ, 7.12.2014 kl. 23:49

3 identicon

Frábćrt sigurlag og góđir ţáttastjórnendur. Var ekki eitthvađ framsóknarmálgagn úr Skagafirđi, Feykir eđa, ađ skrifa pínlega grein um lagavaliđ ? Eitthvađ heyrđi ég fólk vera ađ hlćja ađ ţví ađ framsóknargengiđ í Skagafirđi hafi veriđ vćlandi yfir ţví ađ ekki var lag frá Geirmundi ţarna.

Stefán (IP-tala skráđ) 8.12.2014 kl. 09:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Tek fyllilega undir ţetta hjá ţér Jens, Bjartmar er vel ađ ţessu kominn og lagiđ mun lifa áfram sem perla.  Ţađ má eiginlega segja ađ Bjartmar sé hin eiginlega ţjóđarsál.  

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 8.12.2014 kl. 11:00

5 identicon

Tek undir Bjartmar er ţjóđarsálin !

stundum týnist hann en hann á alltaf sinn stađ í hjartanu mínu amk. en mér finnst honum ekki gert jafn hátt höfđi og sumum öđrum listamönnum kannski er hann of alţýđlegur ţessi dásemd

Villa Ölvers (IP-tala skráđ) 8.12.2014 kl. 13:21

6 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  var ţađ ekki Geirmundur sjálfur sem kvartađi undan ţví ađ lögin hans hlutu ekki náđ fyrir eyrum kjósenda?

Jens Guđ, 8.12.2014 kl. 19:51

7 Smámynd: Jens Guđ

  Ásthildur Cesil,  ţetta er vel orđađ hjá ţér;  ađ Bjartmar sé hin eiginlega ţjóđarsál.  

Jens Guđ, 8.12.2014 kl. 19:52

8 Smámynd: Jens Guđ

  Villa,  ég tek undir lýsingu ţína.

Jens Guđ, 8.12.2014 kl. 19:56

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég held ađ ég nái alveg ađ vera sammála ţér og öđrum innleggjerum hérna eftir yfirlesturinn og greindarlega greinínguna samanlagt.

Fyrirfram hefđi ég ćtlađ ađ Fúzi, Oddgeir, Maggi Eiríks, Bubbi, Gunni Ţórđar & Valgeir Guđjóns jafnvel líka ćttu ţetta eiginlega skuldlítiđ, ţó ađ einn víxill vćri mázke í vanzkilum.

En Bjartmar er bara vel ađ ţessu kominn,fallegt lag og vel flutt hjá Rózinkranzinum.

& kórrétt rétt greint hjá ţér ven, hann nćr ţjóđarsálinni...

Z.


Steingrímur Helgason, 8.12.2014 kl. 22:04

10 Smámynd: Jens Guđ

Steingrímur, ég kvitta undir ţína greiningu. 

Jens Guđ, 8.12.2014 kl. 23:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.