Jón Ţorleifsson og bandaríska leyniţjónustan

  Jón Ţorleifsson,  rithöfundur og verkamađur,  beit í sig sannfćringu um ađ vera undir smásjá bandarísku leyniţjónusturinnar CIA.  Ţađ var ekki ótrúlegra en margt annađ sem tekiđ hefur veriđ upp á af embćttismönnum CIA.  Nema ađ fátt benti til ađ Jón vćri ţar undir eftirliti.  Tekiđ skal fram ađ Jón var enginn bjáni.  Ţvert á móti.  Hann var klár náungi.  En eitthvađ skransađi til hjá honum á gamals aldri varđandi ţetta.

  Ţegar Júlía systir mín og hennar fjölskylda flutti til útlanda fyrir hátt í ţremur áratugum sendu ţau Jóni pakka fyrir jól og afmćlisdag hans.  Pakkarnir lentu iđulega í tollskođun.  Jón kom međ pakkana í heimsókn til mín.  Sýndi mér ađ bandaríska leyniţjónustan uppi á Höfđa hafi hnusađ í pakkana.  "Ţetta liđ er svo heimskt ađ ţađ kann ekki einu sinni ađ fela verksummerkin,"  sagđi Jón og vísađi til ţess ađ pakkarnir voru límdir aftur međ límbandi merktu Tollinum á Íslandi.

  Ţegar stafrćnum símanúmerum var fjölgađ í 7 stafi fór Jón á flug.  Hann var til ađ byrja međ fastur í sex stafa símanúmerunum.  Ţá greip sjálfvirkur símsvari inn í og minnti á 7 stafa númer.  "Vinsamlegast muniđ eftir 7 stafa símanúmerum".

  Jón sagđi:  "CIA njósnararnir eru svo spenntir ađ vita hvert ég er ađ hringja ađ ţeir geta ekki á sér setiđ ţegar ég gleymi breytingunni yfir í 7 stafa númer.  Ţá gjamma ţeir um 7 stafa númer."

  Ég:  "Hvađ segir ţú?  Kalla ţeir á ţig og benda á ađ búiđ sé ađ breyta númerakerfinu?"

  Jón:  "Já,  ţeir geta ekki á sér setiđ fyrir forvitni.  Ţađ er allt í lagi.  Ég les ţeim pistilinn.  Lćt ţá heyra ţađ á ómengađri íslensku."

  Ég:  "Hverju svara ţeir?"

  Jón:  "Ţetta er svo heimskt ađ ţađ getur engu svarađ.  Ţeir halda bara áfram ađ tönglast á ţví ađ ég eigi ađ muna eftir 7 stafa símanúmerum."  

jón ţorleifs 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri sögur af Jóni Ţorleifs:  Hér

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha frábćrt!


Ég man vel eftir thví ad thegar ég var lítill og spjalladi vid hann Jón í síma, thá var alltaf skemmtilegur leikur hjá mér og Tomma bródir ad nudda peysunni okkar eda einhverju álíka utan í tólid til ad skapa svona truflunar hljód í símanum, thá fór hann á flug og sagdi "Heyrduru thetta!? Tharna er helvítin ad hlusta á okkur!".

Gudmundur Isfeld (IP-tala skráđ) 17.2.2015 kl. 10:13

2 Smámynd: Jens Guđ

Guđmundur,  ég man eftir ţessu.

Jens Guđ, 17.2.2015 kl. 18:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.