9.2.2015 | 22:57
Mannanafnalöggan
Eitt fáránlegasta fyrirbæri forræðishyggju er mannanafnalöggan. Foreldrum er treyst til að velja fatnað á börn sín. Þeim er treyst til að ráða hárgreiðslu og klippingu barna sinna. Þeim er treyst til að velja morgunmat og annað fæði barna sinna. En þegar kemur að nafni barnsins þá kemur "stóri bróðir" og grípur í taumana. Hann fer yfir málið og hafnar eða samþykkir nafngiftina.
Þetta er kolgeggjað.
Víðast um heim eru foreldrar blessunarlega lausir við þessa forræðishyggju. Án vandræða. Mannanafnalög í Bretlandi eru frjálsleg. Þar bættust við 2013 drengjanöfnin Tiger, Luck, Lohan, Geordie, Victory, Dior og Dallas. Einnig stúlkunöfnin Rosielee, Tea, Nirvana, Olympia, Phoenix, Reem, Paradise, Vogue, Pinky, Peppa og Puppy. Bara flott nöfn.
Tiger var nefndur í höfuðið á bandarískum golf-meistara. Rosielee er gælunafn yfir tebolla. Nirvana var nefnd í höfuðið á uppáhaldshljómsveit foreldranna. Olympia var getin á Olympíuleikunum í London 2012.
Vinsælustu nöfnin eru drengjanafnið Jack og stelpunafnið Amella.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Vinir og fjölskylda | Breytt 10.2.2015 kl. 17:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 36
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 1461
- Frá upphafi: 4119028
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 1120
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Mannanafnanefnd neitaði mér að gefa stúlkubarni mínu nafnið Elsabet,en ég sjálf ber það nafn, þetta var árið 1994 sem mannanafnalöggan hafði heimild til að beita dagssektum eftir sex mánaða aldurs óskráðs barns ef annað eiginnafn var ekki fundið að liðnum þeim sex mánuðum og án skráningar barnsins í þjóðskrá, var mannanafnalöggunni heimild gefin til þess að sekta foreldra barns..en það tókst að finna 3 frá áunum 1700-1800 sem báru nafnið sem 1. 2. eða 3. eiginnafn
Elsabet Sigurðardóttir, 9.2.2015 kl. 23:51
Sammála þetta er algjörlega glórulaust fyrir komulag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2015 kl. 09:53
Járrétt hjá þer kæri læknir.
Það verður gerð bragarbót á ef frumvarp píratans nær fram að ganga.
Þá fer þessi forræðishyggja um nöfnin og þeir sem óska eftir ættarnafni fá það. Jón Gnarr verður þá glaður. Hvers vegna á líka að banna mönnum sem þess óska að taka upp ættarnafn ? Stórkostleg mismunun því það virðist bara vera að „éra Jón“ megi bera ættarnafn og aðfluttir útlendingar . Hvar er jafnréttið sem á að vera stjórnarskrártryggt ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.2.2015 kl. 10:37
Flestir misskilja hlutverk mannanafnanefndar, viljandi eða óviljandi. Nefndin á eingöngu að skera úr um hvort nafnið samræmist íslenskum málfræðireglum, svo sem um fallbeygingu.
Ég vil að fólk beini spjótum sínum að persónuvernd, sem er án efa hættulegasta nefnd landsins.
Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 11:48
Elsabet, takk fyrir þessar upplýsingar.
Jens Guð, 10.2.2015 kl. 14:43
Ásthildur Cesil, þú kannast við vinnubrögðin þar á bæ.
Jens Guð, 10.2.2015 kl. 14:44
Algjörlega sammála þér, doktor Jens. En þú gleymir aðal stöffinu sem foreldrum er treyst fyrir, nefnilega að ala þau upp. En að nefna þau.... sei sei nei.
Hörður, hlutverk mannanafnanefndar er ekki eingöngu (eða var?) að nöfn samræmist íslenskum málfræðireglum. Mannanafnanefnd átti einnig að koma í veg fyrir að börnum væri gefin nöfn sem gætu hugsanlega orðið þeim til tjóns, s.s. vegna eineltis o.þ.h.
Mannanafnanefnd fer eftir geðþótta þeirra sem eru í nefndinni hverju sinni. Einhver dæmi eru um að nöfnum hafi verið hafnað af nefndarmönnum en leyfð síðar. Minnir að Elvis sé eitt þessara nafna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 14:54
En hvernig ætli Elvis beygist?
Þgf. Elvisi? Eignarf. Elviss? ... ekki viss
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2015 kl. 14:58
Predikarinn, ég tek undir hvert orð hjá þér.
Jens Guð, 10.2.2015 kl. 15:02
Hörður, þetta er ekki rétt hjá þér. Nema lögum hafi verið breytt nýverið. Mannanafnalöggan hefur hafnað nöfnum á mun fleiri forsendum en eignafallsendingar. Eins og kemur fram í athugasemd Elsabetar hér að ofan (#1) þá var góðu nafni sem fallbeygist lipurlega hafnað.
Ásthildur Cesil sem skrifar athugasemd #2 var árum saman neitað um skrá Cesil nafnið með C. Þrátt fyrir að afi hennar hafi borið þetta nafn með C.
Stutt er síðan mannanafnalöggan var rassskellt af Evrópudómsstól fyrir að meina stúlku að bera hið fagra nafn Blær.
Einungis fyrra nafn þarf að taka eignafallsendingu. Seinna nafn og ættarnafn þurfa þess ekki. Enda er ættarnafn kvenna ekki fallbeygt.
Mannanafnalöggan hefur hafnað fjölda nafna á afar langsóttum fáránlegum forsendum. Til að mynda af tryllingslegri hræðslu við að hugsanlega eða kannski verði barnið uppnefnt og því strítt út frá nafninu. Eða nafnið valdi barninu ama á einhvern annan hátt.
Jens Guð, 10.2.2015 kl. 16:08
Gunnar Th., takk fyrir ábendinguna um uppeldið.
Án þess að ég hafi hugmynd um það þá grunar mig að Elvis fallbeygist á sama hátt og Jens; sé eins í öllum föllum.
Jens Guð, 10.2.2015 kl. 16:13
Ég á son sem heitir Arnar,ekki er svo ýkja langt síðan að prestur neitaði að skýra dreng þessu nafni. Ástæðan var að nafnið væri eignarfalls mynd af no.Örn.
Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2015 kl. 21:24
Hélt í beygjungunum að nafnið Arnar, í eignrafalli
væri, til Arnars..??
Það væri frekar að segja að Örn beygðist til
Arnars en ekki öfugt.
Hér er "Örn", um "Örn" frá "Arnari" til "Arnars".
En tökum þá Arnar.
Hér er "Arnar", um "Arnar" frá
"Arnari" til "Arnars"
Presturinn þarf að læra ansi margt. Ekki nóg
að hafa bara hempuna, því hún beygist alls ekki
vel.
Hér er "Hempa" um "Hempu" frá "Hempnu" til
"Hempni"
Hann bara fattaði hvað hann var "Hempinn"
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 22:00
Helga, ég man eftir öðru dæmi um nafnið Arnar. Þar gekk ruglið svo langt að togast var á um að frægt ljóðskáld kallaði sig Örn Arnar en hét öðru nafni. Mig minnir að nafnið hafi að lokum verið samþykkt sem skilgreint ættarnafn (án þess að það hafi verið ættarnafn).
Jens Guð, 10.2.2015 kl. 22:18
Sigurður, bestu þakkir fyrir skemmtilegt og fróðlegt minnlegg.
Jens Guð, 10.2.2015 kl. 22:19
Nokkrir hafa sótt um að hafa tvö r í engingu nafna sinna, s.s. Snævarr, Ormarr o.s.f.v. en verið neitað, að því er virðist vegna geðþótta nefndarmanna. Hreint út sagt fáránlegt. Hvurn andskotann kemur þessu rykfallna forsjárliði það við ef einhver vill nota tvö r eða ekki?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2015 kl. 08:08
Svo er vert að minnast á það að mannanafnalögin mismuna fólki eftir uppruna.
Ef að annað foreldrið (eða báðir) eru með erlent ríkisfang (eða geta fært sönnur á því að hafa á einhverjum tíma verið með erlent ríkisfang), mega þeir nefna börnin sín einu erlendu nafni sem er algengt/viðurkennt í því landi, og einu íslensku nafnið.
En íslenski skríllinn má bara notast við viðurkennd, stimpluð, og samþykkt al-íslensk nöfn.
Hinsvegar fer það algerlega eftir geðþótta þess starfsmanns sem þú lendir á hvort þú fáir það í gegn eða ekki.
Ég á barn úr fyrri sambúð, sem er á 11 ári. Faðir hans er hálf bandarískur, en hefur bara íslenskt ríkisfang. Við máttum ekki nefna son okkar erlendu nafni, en hann mátti fá erlent föðurnafn. Þetta var mér algerlega óskiljanlegt.
Ég á svo tvo aðra syni með núverandi sambýlismanni mínum. Hann er hálf-skoskur, fæddur og uppalinn í Suður-Afríku.
Þegar við vorum að nefna miðjubarnið, þá völdum við íslenskt nafn sem er jafn þjált á íslensku og ensku, og eitt enskt.
Ég hringdi með góðum fyrirvara áður en við gerðum okkur ferð upp í Þjóðskrá, til að leitast eftir upplýsingum varðandi alla þá pappíra sem ég þyrfti að taka með mér, til að fá enska nafnið samþykkt. Mér var tjáð að ég þyrfti einungis að koma með gamalt vegabréf sem sönnur á því að maðurinn minn hefði á einhverjum tímapunkti haft erlent ríkisfang.
Hann flutti hingað sem barn, en móðir hans (sem er íslensk) fann gamla vegabréfið sitt frá þessum tíma, en þá voru börn iðulega sett inn í vegabréf mæðra sinna.
Við fórum því upp á Þjóðskrá, fylltum út pappírana, og sýndum þetta vegabréf. En samkvæmt því höfðu mæðginin tvöfalt ríkisfang. Íslenskst, og Suður Afrískt.
Konan sem afgreiddi okkur sagði að þetta ætti ekki að vera neitt mál, að gögnin væri fullnægjandi, og því fórum við bara heim.
Svo leið og beið. Liðu örugglega tvær vikur. Tók þá ákvörðun að hringja uppeftir til þeirra og athuga hvort það væru einhver vandamál.
Jújú. Ég fékk samband við einhverja aðra konu þarna inni sem var með umsóknina og gögnin í höndunum, og hún sagðist bara ekki geta sent þessa umsókn áfram í vinnslu. Gögnin væru sko ekki fullnægjandi. Það væri nefnilega búið að breyta lögunum, þannig að börn mættu ekki vera í vegabréfum mæðra sinna lengur, og því þyrftum við að færa sönnur á tvöföldu ríkisfangi á einhverja aðra vegu. Þá var bara nýlega búið að breyta þessu.
Ég spurði hana hvort henni væri alvara? Já, fúlasta alvara sagði hún. Ég spurði hana því hvort hún vildi að ég ferðaðist aftur um þrjá áratugi í tímann til að láta tengdamóður mína vita að hún þyrfti að hafa til almennilega pappíra, svo ég gæti nefnt ófætt barnabarnið hennar þrjátíu árum síðar, og til að friða samvisku einhverrar kerlingar í Þjóðskrá. Hún varð eitthvað óánægð með þessa spurningu og gaf mér samband við einhvern lögfræðing hjá þeim.
Sú hló nú bara að þessu og renndi þessu í gegn...
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 11.2.2015 kl. 10:02
Gunnar Th. #16, ég tek algjörlega undir hvert orð hjá þér.
Jens Guð, 11.2.2015 kl. 11:45
Ingibjörg Axelma, takk fyrir þessar upplýsingar.
Jens Guð, 11.2.2015 kl. 11:45
Sjálfur heiti ég Arnar og finnst það virkilega fallegt nafn;)
Annað, ég held að þetta sé allt spurning um vana. Nöfn eins og Snæbjörn, Dagur og Hrefna hljóma líklegast mjög venjuleg nöfn í dag á meðan Ísbjörn, Nótt og Langreyður gætu hljómað óvenjuleg. Persónulega sé ég engan mun á að heita Þröstur og Lóa eða Ugla eða Dúfa. Ekki frekar en Örn, Haukur, Hrafn og Valur eða Gaukur, Fálki og Álft. Hver er munurinn á Gíraffi og Úlfur? Þetta er allt spurning um að nöfnin venjist að mínu mati.
Arnar (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 00:10
Á meðan nöfn eins og Satanía og Finngálkn eru á lista yfir nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað þarf ekki fleiri rök fyrir nauðsyn hennar og gagnsemi. Mín skoðun er sú að foreldrar sem standa á öndinni yfir sniðugum tískunöfnum og nauðsyn þess að láta afsprengi sín heita einhverju framúrstefnulegu ættu, í stað þess að láta ómálga börn standa undir slíku, að breyta um nafn sjálfir og taka þá upp eitthvað flott og framandi. Slíkt er bæði löglegt og siðlegt og ætti að vera sjálfsagt finni menn hjá sér slíkar hvatir.
Frænka mín vinnur á leikskóla. Þar er vitaskuld allt fullt af yndislegum pottormum. Einn þeirra, sem hét flottu tískunafni, kom til leikskólakennarans og spurði í fullri einlægni: „Halldóra, hvenær fáum við svo svona fullorðinsnöfn?“ Bragð er að þá barnið finnur.
Hvað varðar skáldið sem um er rætt í aths. 14 má geta þess að í Hafnarfirði var skáld sem hét Magnús og var Stefánsson. Sá kallaði sig Örn Arnarson. Örn Arnar poppar hins vegar ekki upp þótt gúgglaður sé.
Tobbi (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 11:45
Tobbi, ertu þá að mæla með að mannanafnanefnd sé tískulögga sem ákveði hvað sé góð tíska og slæm?
Burt með nafnanefd!
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2015 kl. 12:42
Auðvitað þurfa einhverjar reglur að vera, því til er veikt fólk sem veit ekki hvað það er að gera. Það ætti t.d. ekki að leyfa Drulla, Skítur, Hommatittur, Morðingi, Djöfull o.s.f.v. :) En það þarf ekki rykfallna forsjárhyggjunefnd sem ákveður hlutina eftir því hvernig skapi nefndarfólk er í þann daginn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2015 kl. 12:49
Já. Lifi mannanafnanefnd!
Ég er þeirrar skoðunar að fastheldni á gamla og góða siði sé góð og stöðug hlaup eftir því hvaðan vindurinn blæs séu minna góð. Og minna má á að fyrirrennari flokks sannra Íslendinga hét Íhaldsflokkurinn og formaður hans var hinn fastheldni Jón Þorláksson.
Tobbi (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 12:52
Íhald er ekki sama og afturhald
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2015 kl. 13:23
Arnar, nafn þitt er flott. Hvort sem er fyrsta nafn, millinafn eða ættarnafn. Nöfn eru mjög fljót að venjast vel. Sem barn vandist ég nafni poppstjörnunnar Arnars Sigurbjörnssonar, gítarleikara Flowers og síðar Ævintýri og Brimklóar. Síðar vann ég með manni sem ber ættarnafnið Arnar.
Sum nöfn hljóma einkennleg og framandi til að byrja með. Svo fer manni að þyka þau flott. Til mynda mætti eitt sinn á skrautskriftarnamseið hjá mér kona að nafni Haflína. Hljómar einkenniegt við fyrstu kynni. En vandist mjög fljótt og fór að hljóma virkilega fallegt. Hljómfegurra en til mynda Sigurlína eða Hafrún. Sem samt eru flott nöfn.
Kona að nafni Helga Nótt hringir stunum inn í símatíma á Útvarpi Sögu. Fyrst þótti mér nafnið næstum því spaugilegt. Þekkjandi sálminn "Ó helga nótt". I dag hljómar i mín eyru nafnið Helga Nótt ve og "venjulegt".
Jens Guð, 12.2.2015 kl. 21:42
Tobbi, takk fyrir að leiðrétta mig með nafn Arnar Arnarsonar. Þegar eldri sonur minn fór í leikskóla vann þar kona sem heitir Rannveig. Strákurinn stóð lengi í þeirri trú að nafn hennar væri Rangeyg. Kannski út af því að á sama tíma vann ég með konu sem var rangeyg.
Í Bandaríkjunum er engin mannanafnanefnd. Í þessu 3ja fjölmennasta ríki heims er það vandræðalaust. Ég veit ekki hvort að sama regla gildir um öll ríki BNA en ég veit að í sumum ríkjunum þarf að auglýsa nýtt og áður óskráð nafn á auglýsingatöflu sýsluskrifstofunnar. Ef engin athugasemd er gerð við nafnið innan einhverra vikna (að mig minnir 3ja vikna) telst nafnið vera samþykkt og er þá skráð.
Jens Guð, 12.2.2015 kl. 22:06
Já heldur betur Jens, ég átti í stríði við að fá viðurkennt seinna nafnið mitt Cesil. Og eitt barnabarnið lenti líka í veseni, en nú býr hún í Noregi og þar nær mannnafnanenfnd ekki til hennar. En þeir sögðu að nafnið væri karlkynsnafn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2015 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.