Gamansaga af meistaranum

  1975 kom út tveggja laga plata með Megasi.  Annað lagið var hið hugljúfa og kántrý-skotna "Spáðu í mig".  Þremur árum áður kom það út á fyrstu plötu Megasar.  Þar var það í vondum hljómgæðum.  

  Hitt lagið var "Komdu & skoðaðu í kistuna mína".  

  Glöggir unnendur þjóðlagakenndrar bandarískrar vísnatónlistar töldu sig heyra líkindi með því lagi og "I Ain´t Got No Home Anymore" með Woody Guthrie.  Nafn Guthries var hvergi að finna á plötuumbúðum tveggja laga plötu Megasar.  

  Gítarsólóið í "Spáðu í mig" vakti nokkra undrun. Á þessum árum kepptust sólógítarleikarar við að flagga sem mest þeir máttu fingrafimi,  hraða og tæknibrellum.  Þeir voru allir eins og í áköfu kapphlaupi í þeim stíl.  Svo kom þetta gítarsóló eins og skratti úr sauðalegg;  söngrænt,  ljúft og yfirvegað í hógværð og rólegheitum.  Menn rak í rogastans.  Sólóið var - í tíðaranda hippatímabilsins - hallærislegt en á sama tíma töff.  Megas ku vera sjálfur höfundur sólósins.  Ekki sá sem spilaði það heldur útfærði og skráði á nótnablað.  Vignir Bergmann spilaði sólóið eftir nótnablaðinu.

  Á áttunda áratugnum var dálítil óregla á Megasi.  Eins og gengur.  Og eins og á mörgum öðrum.  Einn kunningi minn var langdrukkinn og lenti á slarki með Megasi.  Þeir ákváðu að setjast að sumbli á veitingastað sem hét Naustið.  Þegar Megas ætlaði að ganga inn um gleðinnar dyr spratt fram dyravörður.  Hann meinaði Megasi inngöngu og sagði með þjósti:  "Hingað ferð þú ekki inn.  Þú ert í eilífðarstraffi."

  "Nú?" spurði Megas undrandi.  "Dugir ekki ævilangt?

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Góður!!!

Jónas Ómar Snorrason, 9.4.2015 kl. 01:28

2 identicon

Fór ekki Bubbi eitthvað illa með meistara Megas ?

Stefán (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 08:54

3 Smámynd: Jens Guð

  Jónas Ómar,  takk fyrir það!

Jens Guð, 9.4.2015 kl. 20:46

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það urðu vinslit.

Jens Guð, 9.4.2015 kl. 20:46

5 identicon

Frábært.Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.Ég hef aldrei lagt í Woody.Spáðu í mig minnir mig á Tim Hardin og Simple song of freedom enn auðvitað verða menn fyrir áhrifum.Hann sagði einhverstaðar "Fyrst apar maður svo skapar maður.

Ólafur Þórir Auðunsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 00:17

6 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur Þórir,  ég heyri bergmálið frá lagi Tim(s).  Hann hefur verið skilgreindur sem einn af lærisveinum Guthries.  Megas er það líka og hefur ekkert farið leynt með það.  Fyrir 20 árum eða eitthvað var hann með á Rás 2 þáttaseríu um Woody Guthrie.  Hann var á heimavelli í að afgreiða sögu Woodys.  

  Þú þarft að tékka á Woody.  Hann er læriföður allt frá U2 til Bruce Springsteens.  Og allt frá The Clash til Bobs Dylans.  Þegar maður hefur kynnt sér Woody þá er auðveldara að átta sig á svo mörgu í sögu rokksins ekki síður en sögu kántrýs og vísnasöngs.     

Jens Guð, 10.4.2015 kl. 22:53

7 Smámynd: Jens Guð

  Hefur þú heyrt lagið "Það er gott að elska" með "Ekki háttvirtum" (skv. eigin beiðni)?  

https://www.youtube.com/watch?v=ER-Cj5UEa98

Jens Guð, 10.4.2015 kl. 22:56

8 identicon

Gaman að heyra enn eitt lagið sem að Bubbi hefur stolið (inn á milli þess sem að hann er að kvarta yfir því að fólk sé að stela stolnu lögunum hans)

Grrr (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 03:09

9 identicon

Já ég þarf að leggjast í Woody pælingar.Ég hef alltaf haft hann "bakvið eyrun" enn ekki komið í verk.Peter Hammill og Megas taka allan tíma til hlustunar hjá mér.Ég forðast Bubba einsog heitan eldinn.Þetta lag er eitt af mörgum sem Bubbi hefur tekið traustataki mikið rétt.Mér skildist á Megasi að hann gerði Gott er að elska til að "leiðrétta"."Gott er að elska" er rétt mál enn "Það er gott að elska" vitlaust.Við tölum reyndar orðið svo vitlaust að við föttum þetta ekki.

Ólafur Þórir Auðunsson (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 11:58

10 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  þetta er dálítið í stíl við ágæta konu sem ég þekki.  Hún á það til að tala undir rós og skjóta lúmskum og hæðnum athugasemdum á viðmælendur.  Þeir fatta ekki neitt.  Á sama tíma les hún stöðugt út úr orðum þeirra eitruð skot á sig.  Jafnvel svo eitruð skot að hún móðgast illilega.  Enginn annar,  síst af öllu viðkomandi,  hefur hugmynd um að hægt sé að túlka orð á þann veg.

Jens Guð, 11.4.2015 kl. 20:35

11 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur Þórir,  góður punktur.  

Jens Guð, 11.4.2015 kl. 20:36

12 identicon

:D

Ólafur Þórir Auðunsson (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband