Kynsvall með markmiði

  Fréttir af Eiturlyfjastofnun Bandaríkjanna,  DEA,  vekja upp spurningar.  Um leið og þær vekja til umhugsunar.  Fjöldi starfsmanna stofnunarinnar,  lögreglumenn,  var ofdekraður af eiturlyfjamafíunni.  Hún hlóð á þá gjöfum af ýmsu tagi.  Þar á meðal þykkum seðlabúntum og skemmtilegum byssum.  Til viðbótar voru lögreglumennirnir ofaldir í langvarandi og fjölbreyttu kynsvalli með vændiskonum á snærum eiturlyfjabaróna.  Sumir starfsmenn DEA þurftu meira en aðrir. Þá var gripið til þess ráðs að borga vændiskonum með beinhörðum peningum af tékkareikningi Eiturlyfjastofnunar Bandaríkjanna.  

  Í síðasta mánuði var flett ofan af vinnubrögðum lögreglumannanna.  Nokkrir þeirra voru í kjölfarið skammaðir.  Þar af voru sumir leystir frá störfum í tvær vikur.  

  Lögreglumennirnir hafa sitthvað sér til málsbóta.  Sumir stunduðu kynsvallið í von um að veiða upp úr vændiskonunum leyndarmál um eiturlyfjabarónana.  Aðrir höfðu ekki hugmynd um það hver bauð þeim í kynsvallið.  Þeir héldu að það væru bara einhverjir ókunnugir góðviljaðir og gestrisnir menn úti í bæ.  Það hefði verið dónaskapur að hafna því sem þeir buðu.  

  Þegar fjölmiðlar komust í málið hitnaði undir yfirmanni Eiturlyfjastofnunar Bandaríkjanna.  Góðri konu sem má ekki vamm sitt vita.  En í útlöndum segja yfirmenn stofnana af sér undir svona kringumstæðum.  Hún lætur af störfum um miðjan maí.  Þegar dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um afsögn hennar þá hlóð hann á hana lofi.  Önnur eins sómamanneskja hefur ekki gengið á jörðinni síðan María mey rölti kasólétt um torg og grundir með barn undir belti eftir kvöldstund með guði. 

  


mbl.is Segir af sér vegna kynsvalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband