Mataræði fátækra tekið föstum tökum

  Bandaríki Norður-Ameríku eru allt að því heimsálfa út af fyrir sig.  Þau eru sambandsríki 50 skemmtilega ólíkra ríkja.  Sum líkjast V-Evrópu um margt.  Einkum Norðurríkin og vesturströndin.  Önnur eru okkur verulega framandi.  Einkum það sem kallast biblíubeltið og djúp-suðrið.    

  Wisconsin er mið-vestur Norðurríki.  Þar fá fátækir vesalingar matarmiða upp á 16 þúsund kall á mánuði.  Vandamálið er það að betur stæðir skattborgarar horfa upp fátæklinga kaupa og snæða mat sem er forboðinn í Biblíunni.

  Nú er vilji til að taka það föstum tökum.  Banna á vesalingunum að kaupa fyrir matarmiða skelfisk,  svínakjöt, túnfisk,  hnetur og allskonar. Listinn telur um tvo tugi ókristilegra hráefna.  

  Það er ekkert nema gott um það að segja að skattborgarar passi upp á að vesalingar fari ekki til helvítis.  


mbl.is Kjöt gæti lækkað mikið í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband