Besti veitingastaður af öllum á Norðurlöndunum

færeyskur humar 

  Árlega er við hátíðlega athöfn valinn,  kosinn, útnefndur og krýndur besti veitingastaður á Norðurlöndum.  Leitin að vinningsstaðnum fer fram í nokkrum áföngum.  Í ár enduðu í lokavali Marchal í Kaupmannahöfn í Danmörku,  Ylajali í Ósló í Noregi,  Ask í Helsinki í Finnlandi,  Esperanto í Stokkhólmi í Svíþjóð og Koks í Þórshöfn í Færeyjum.

  Athygli vekur að allir veitingastaðirnir sem náðu eftir harðsnúna keppni í lokaúrslit eru staðsettir í höfuðborgum landanna.  

  Ég hef ekki snætt á neinum af nefndum veitingastöðum öðrum en Koks í Þórshöfn.  Samt kemur það mér ekki á óvart að Koks hafi nú formlega verið sæmdur nafnbótinni "Besti veitingastaður Norðurlandanna".  Þvílíkur sælkerastaður.  Annar eins er ekki fundinn.

75 

  Reyndar veita nokkrir aðrir veitingastaðir í Færeyjum Koks harða samkeppni.  

  Kokkarnir á Koks nota einungis færeyskt hráefni.  Þeir byggja matreiðslu sína að verulegu leyti á færeyskum matarhefðum.  Meðal annars þess vegna er matseðillinn árstíðabundinn.  

  Þegar Færeyjar eru sóttar heim þá er góð upplifun að snæða á Koks.  Vegna ónýtu íslensku krónunnar er það pínulítið dýrt.  En samt hverrar krónu virði.


mbl.is Maturinn skemmist í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Besti maturinn í Færeyjum var og verður hjá gömlu konunni með litaða rauða hárið sem seldi heimsins besta Fish & Ships úr rauðu húsi við bílastæði nærri höfninni. Hét þar ekki Á Vaglinum eða Vaglið (Átvaglið). Þarna er víst ný Fish&Ship sjoppa nú.

FORNLEIFUR, 22.5.2015 kl. 10:17

2 identicon

Ertu alveg sannfærður um að allt hráefnið sé færeyskt?

En ég man eftir þessari sjoppu á vaglinum. Þar var ekki sparað saltið á kartöflurnar. Eða edikið.

Tobbi (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 20:09

3 Smámynd: Jens Guð

Fornleifur,  allt torgið þarna heitir Á Vaglinum.  Ráðhúsið reisulegt er staðsett Á Vaglinum  svo og bókaverslun (stórt rautt hús),  sjoppa á gangstétt (til hægri handar þegar gengið er upp götuna frá höfninni) og á vinstri hönd við bílastæðin skyndibitasjoppan sem um ræðir.  Þar eru seldar "franskar pylsur",  fiskur og franskar og eitthvað slíkt.  Ég er ekkert fyrir skyndibitann og sæki frekar í "alvöru" snæðing.  

Jens Guð, 22.5.2015 kl. 20:40

4 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  grunnhráefnið,  það er að segja kjöt, fiskur,  kartöflur og það allt,  er færeyskt.  Krydd er útlent.    

Jens Guð, 22.5.2015 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.