Afmyndaður Íslendingur

  Færeyskir fjölmiðlar eru duglegir við að segja fréttir af Íslendingum og Íslandi.  Mun duglegri en íslenskir fjölmiðlar við að segja fréttir af Færeyingum og Færeyjum.  Þeir þegja þunnu hljóði um Færeyinga og Færeyjar.  Samt eiga svoooo margar færeyskar fréttir erindi við Íslendinga.  Aðdáendur færeysku álfadrottningarinnar Eivarar eru ótal margir. Hún selur alveg um 10 þús. eintök af stakri plötu á Íslandi.  Fyllir alla tónleikasali og svo framvegis.  En íslenskir fjölmiðlar hafa ekki rænu á að flytja fréttir af því að hún sé komin í stríð við færeyska Fólkaflokkinn.  Í ljósvakaauglýsingum gerir hann út á lag með Eivöru í óþökk hennar.  

  Í íslenskum fjölmiðlum er hljótt um að bandarísku hryðjuverkasamtökin Sea Shepherds séu að streyma til Færeyja þessa dagana.  Innanborðs hafa þau frægan breskan leikara og njóta - að því er virðist - stuðnings danska forsætisráðherrans.  

  Þó að íslenskir fjölmiðlar leiði Færeyinga og Færeyjar hjá sér þá gleyma færeyskir fjölmiðlar ekki Íslendingum.  Ein aðalfréttin í færeyskum fjölmiðlum þessa dagana er af bassafantinum knáa,  Hauki Viðari Alfreðssyni (Morðingjarnir,  Hellvar).  Hann sofnaði í sófa.  Vinnufélagarnir tóku ljósmynd af honum sofandi.  Á færeysku heitir það að vera "afmyndaður".  Svo var brugðið á leik með myndirnar.  Sjá hér:

http://www.vp.fo/islendingurin-haukur-sovnadi-a-arbeidsplassinum/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband