Kvikmyndarumsögn

albatross

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  - Titill:  Albatross

  - Handrit og leikstjórn:  Sćvar S.  Sölvason

  - Leikendur:  Pálmi Gestsson,  Ćvar Örn Jóhannsson,  Finnbogi Dagur Sigurđsson, Birna Hjaltalín Pálmadóttir,  Gunnar Kristinsson...   

  - Tónlist:  Halldór Gunnar Pálsson (og vinsćl íslensk dćgurlög)  

  - Einkunn: ***1/2

  Söguţráđurinn hljómar ekkert áhugaverđur:  Ung stúlka á Ísafirđi reddar reykvískum kćrasta sumarvinnu á golfvelli í Bolungarvík.  Ţar ber til tíđinda ađ Golfsamband Íslands hefur hug á ađ halda golfmót á stađnum.  Eđa á Ísafirđi.  Golfvöllurinn í Bolungarvík uppfyllir ekki alveg öll skilyrđi.  En nćstum ţví.  Ţađ ţarf ađeins ađ grćja nokkra hluti.

  Einnig ber til tíđinda ađ kćrastan tekur upp á ţví ađ slíta sambandinu.  "Taka hlé" kallar hún ţađ.    

  Söguţráđurinn er hálfgert aukaatriđi.  Ţađ eru samskipti vinnufélaganna á vellinum,  vallarstjórans og fleiri er koma viđ sög sem telur.  Ţetta er gamanmynd og dálítiđ drama í bland.  Mörg skondin atvik koma upp og sum töluvert fyndin.  En ţetta er líka hlý og manneskjuleg mynd.  Áhorfandinn finnur til samúđar međ helstu persónunum.  Líka ţeim groddalegu.  Ţađ koma upp óvćntir snúningar í framvindunni og spenna á milli persóna og ţví hvort ađ tekst ađ halda mótiđ í Bolungarvík eđa missa ţađ til Ísafjarđar.         

  Vestfirska landslagiđ leikur stórt hlutverk međ sínum tignarlegu fjöllum.  Samt er hvergi ofgert í ţví.  Myndataka er góđ.  Alltaf sól og sumarylur í Bolungarvík.  Tónlistin er fín.  "Gúanóstelpan" međ Mugison smellpassar viđ dćmiđ.  Pabbi hans,  Muggi,  leikur vonda kallinn og fer vel međ.  Hann er kynntur skemmtilega til leiks međ tilvísun í "Dollaramyndirnar".  Ef ég vćri neyddur til finna eitthvađ ađ ţá er ađeins hćgt ađ nefna ađ beita hefđi mátt skćrum örlítiđ grimmar á sumar senur.  Og ţó.  Ţetta er alveg ljómandi eins og ţađ er.

  Pálmi Gestsson á stjórnuleik sem vallarstjórinn. Mikiđ mćđir á Ćvari Arnari Jóhannssyni sem ađkomumanninum í Bolungarvík.  Hann kemst vel frá sínu.  Sem og allir ađrir.    

  Ég mćli međ ţví ađ fólk leggi leiđ sína í kvikmyndahús og eigi notalega kvöldstund horfandi á skemmtilega mynd fyrir alla aldurshópa.  

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.