Takið vel á móti írsku hellu- og grjótlagningarmönnunum

  Á undanförnum árum hafa húseigendur á Norðurlöndunum verið svo lánsamir að fá heimsókn frá írskum hellu- og grjótlagningarmönnum.  Þeir bjóðast til að taka til í stóra og fína garðinum þeirra.  "Koma skikkan á garðinn,"  eins og þeir orða það. Þeir eru ótrúlega naskir að koma auga á garð sem þarnast lagfæringar.

  Írarnir eru hörkuduglegir til vinnu.  Þeir ganga snöfurlega til verks og draga hvergi af sér.  Hafa jafnvel endaskipti á garðinum þannig að húseigandinn ratar ekki um hann næstu daga.  

  Fyrir þetta rukka Írarnir eitthvað smáræði.  Þeir finna sanngjarna tölu út frá því hve ríkmannlega húseigandinn býr.  Stærð einbýlishússins, garðsins og lúxusbílanna í innkeyrslunni gefur ágætar upplýsingar um það.

  Eitt af því skemmtilega við þetta er að Írarnir laga garðinn eftir sínum eigin smekk.  Fyrir bragðið fær garðurinn írska stemmningu.  Það er ekkert nema dónaskapur að reyna að segja þeim hvernig garðurinn eigi að vera.  Enda fara þeir ekkert eftir því.  Þeir vita betur.  

  Nú hafa írsku hellu- og grjótlagnamennirnir borist til Íslands,  eins og lúsmýið.  Íslendingar eiga að taka vel á móti þessum frændum okkar.  Bjóða þeim upp á rótsterkt kaffi og kökubita.  Leyfa þeim að róta dálítið í garðinum og borga uppsett verð.  Írarnir hafa flestir fyrir fjölskyldu að sjá.  Efnahagsástandið á Írlandi hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu árin.  Nýverið fengu þeir á sig nýjan vatnsskatt.  

  Sumum bregður dálítið við groddalega framkomu Íranna.  Hún er afleiðing þess að þeir ólust upp við harðneskju. Á N-Írlandi tókust kristnir söfnuðir á í áratugi.  Í þeim átökum var hvergi gefið eftir.  Kaþólikkar og mótmælendatrúar drápu í sameiningu allt að 100 manns í röðum hvors annars á ári auk sprellvirkja af ýmsu tagi.  Breskir hermenn og leyniskyttur drápu nokkra til viðbótar.  


mbl.is Vafasamur maður í Vogahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært lag og texti frá hinum írsk ættaða meistara Paul McCartney. Hann væri sko velkominn í alla garða hér þar sem ræktað er gott grænmeti, en þessir írsku frændur hans virðast bara ekki vera eins dannaðir og mæta hér öðrum afkomendum víkinga, fræmdum langt aftur í ættir. Hér mætast stálin stinn yfir garðáhöldum.

Stefán (IP-tala skráð) 9.7.2015 kl. 14:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ótrúlegt að fólk skuli ennþá glepjast á þessa furðufugla, annað hvort lesa menn ekki fréttir, eða fylgjast einfaldlega ekki með því sem er að gerast í kring um þá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2015 kl. 20:29

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Kannski hafa þeir drukkið of mikið Irish Coffee!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.7.2015 kl. 23:24

4 identicon

"Give the irish back to Ireland"?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 00:31

5 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er alltaf gaman að heyra í Palla McCartney.

Jens Guð, 11.7.2015 kl. 19:58

6 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  já,  margt svona er skrítið.  Ég minnist þess að fyrir nokkrum áratugum vann kunningi minn fyrir sér með því að ganga í hús og bjóðast til að eitra fyrir pöddum í görðum.  Hann úðaði garðinn bara með venjulegu vatni.  Festi síðan pappírsskilti á tré með áletrun um að varast ætti garðinn vegna eiturúðunar.  Hann hafði ágætt upp úr þessu.  Allir voru glaðir.  Ekki síst skordýrin i görðunum.  

Jens Guð, 11.7.2015 kl. 20:03

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  eða of lítið af Irish Coffee.

Jens Guð, 11.7.2015 kl. 20:04

8 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  góður! laughing

Jens Guð, 11.7.2015 kl. 20:04

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens Góður hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2015 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.