Fésbókin sannar sig

  Samfélagsmiđillinn Fésbók er öflugt eftirlitskerfi.  Ekki síst hérlendis  Yfir 8 af hverjum 10 Íslendingum eru skráđir notendur.  Ţar af heimsćkja margir hana daglega.  Jafnvel oft á dag.  Ţegar mynd af stolnum bíl,  tjaldvagni eđa öđru er sett inn á Fésbók og óskađ eftir ađstođ viđ leit ađ gripnum líđur ekki má löngu uns myndinni hefur veriđ dreift/deilt mörg ţúsund sinnum.  Ţá er stutt í ađ hluturinn finnist,  sem og ţjófurinn.  

  Ţetta sannreyndi ég nokkrum vikum eftir ađ ég skráđi mig fyrst inn á Fésbók.  Ţađ eru nokkur ár síđan.  Ţá kom ég seint heim úr vinnu og kíkti á "bókina".  Sá ađ veriđ var ađ deila mynd af stolnum bíl.  Ég deildi myndinni.  Hálftíma síđar fékk ég póst frá fésbókarvini.  Hann hafđi ákveđiđ ađ kíkja á síđuna mína.  Sá myndina af bílnum;  fór út á hlađ,  skimađi yfir bílastćđin, kom auga á bílinn og hafđi samband viđ eigandann.  Sá kom međ hrađi í leigubíl og endurheimti bílinn.  Ađeins örfáum klukkutímum eftir ađ honum var stoliđ. 

  Ţess eru dćmi ađ menn hafi fundiđ sjálfan sig á Fésbók.

.


mbl.is Fann ţjófana međ hjálp Facebook
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já ţetta er besta mál. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 20.7.2015 kl. 11:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband