6.8.2015 | 11:44
Hrokafullir Íslendingar virða Færeyinga ekki viðlits
Það er komið á þriðju viku frá því að íslenska umhverfis-, auðlindar-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, barst bréf frá færeyskum kollega sínum. Sá heitir Jacob Vestergaard. Hann hefur verið sjávarútvegsráðherra meira og minna út alla þessa öld.
Í bréfinu óskar Jacob skýringar á því hvers vegna færeyska fiskveiðiskipinu Nærabergi var meinað að sigla til Íslands 20. júlí. Skipið var á leið til Íslands þegar það var stöðvað 12 mílur frá landi. Erindið var að sækja áhöfn sem hafði flogið frá Grænlandi.
Gráir fyrir járnum tilkynntu íslenskir embættismenn skipstjóra Nærabergs að færeysk skip væru óvelkomin til Íslands. Færeyingar séu á svörtum lista sem óvinir Íslendinga.
Færeyski ráðherrann óskaði eftir skjótum svörum. Hann hefur engin svör fengið. Íslenski ráðherrann, Sigurður Ingi, og embættismenn hans virða Færeyinga ekki viðlits. Sigurður Ingi svarar ekki færeyskum fjölmiðlum neinu. Hann leyfir þeim ekki að ná á sér og sinnir ekki beiðnum um viðtal.
Hrokinn og rembingsleg framkoman í garð Færeyinga er ekki nýlunda.
Í fyrra var Næraberginu siglt með bilaða vél til Íslands. Áhöfninni var meinuð landganga. Hún fékk hvorki að kaupa mat né drykk eða annað. Það var afar niðurlægjandi fyrir íslenskan almenning að fylgjast með. Góðmenni tóku sig til og báru í Færeyingana hamborgara, gosdrykki, pizzur og kex með súkkulaðikremi.
Sigurður Ingi flissaði að þessu í íslenskum og færeyskum fjölmiðlum. Hann fullyrti að þessu yrði snarlega kippt í lag. Svona ætti ekki að koma fram við Færeyinga. Engu að síður sinnti hann þessu engu. Gerði dögum saman ekkert í málinu annað en flissa yfir því.
Rök íslenskra embættismanna fyrir hrokafullri framkomu gagnvart Færeyingum eru þau að Færeyingar veiði makríl í grænlenskum sjó án þess að semja við íslendinga um það.
Færeyingar benda á móti á Hoyvíkursamninginn. Þar er skýrt tekið fram og undirstrikað að Ísland og Færeyjar séu sameiginlegt efnahagssvæði. Þjóðirnar skuldbindi sig til að mismuna ekki á neinn hátt hvor annarri.
Að auki benda Færeyingar á að Íslendingar dekstri rússnesk fiskveiðiskip sem eru að makrílveiðum á sama stað. Rússar hafa ekki samið við íslendinga um þessar veiðar.
HÉR má lesa um vandræði Nærabergs í fyrra.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Færeyingar eiga auðvitað að svara með því að neita íslenskum varðskipum um að kaupa olíu í Færeyjum.
Jón (IP-tala skráð) 6.8.2015 kl. 12:02
Sömu reglur eru í Færeyjum um sambærileg Íslensk skip og því er þessi endurtekna undrun ráðherrans hvert ár frekar í ætt við lýðskrum en þekkingarleysi sé hann ekki arfaheimskur. Munurinn er sá að Íslenskir skipstjórar virða þessar reglur í Færeyjum en Færeyingar virðast halda að lög og reglur á Íslandi nái ekki yfir þá.
Vagn (IP-tala skráð) 6.8.2015 kl. 12:09
Skaðlegur hroki framsóknarmanna dreifir sér víða eins og farsóttir. Sama hvort um er að ræða hroka landbúnaðarráðherra gagnvar færeyingum eða hroka utanríkisráðherra gagnvart rússum. , Alla daga, allar nætur er eðli þeirra að saga, að líkjast rottum með löngum skottum og naga og naga ". Davíð Stefánsson
Stefán (IP-tala skráð) 6.8.2015 kl. 14:19
Svikarar og skítapakk.
Foxillur (IP-tala skráð) 6.8.2015 kl. 15:57
Jón, það munu Færeyingar aldrei gera. Þvert á móti væru þeir líklegri til að gefa íslenskum varðskipum olíu.
Jens Guð, 6.8.2015 kl. 19:14
Vagn, færeyskir ráðamenn hafa ítrekað fullyrt að engar svona reglur snúi að Íslendingum. Þær stangist algjörlega við Hoyvíkursáttmálann. Hann gildi. Og jafnvel þó að hann væri ekki til þá muni íslenskum fiskveiðiskipum aldrei vera neitað um koma í færeyska höfn, taka þar vistir eða varahluti eða áhöfn eða hvað sem er.
Það er rétt hjá þér að íslenskir skipstjórar hafa ekki látið reyna á þetta.
Jens Guð, 6.8.2015 kl. 19:19
Stefán, vísnabrotið eftir Davíð Stefánsson er gullkorn.
Jens Guð, 6.8.2015 kl. 19:20
Foxillur, ójá.
Jens Guð, 6.8.2015 kl. 19:20
Það má vera að rétt og rangt séu afstæð og hugsanlega ekki til, en það er nokkuð til sem heitir samkvæmni.
Sé þetta svo sem þú segir, þá eru Færeyingar straffaðir fyrir að veiða á sama stað og Rússar eru dekstraðir fyrir, en svo eru Rússar straffaðir fyrir að gera það sem Kínverjar gera (ráðast inn í Tíbet) og eru þó dekstraðir (gagnkvæmi viðskiftasamningurinn)
Vegna skorts á samkvæmni er ekki hægt að segja til um hvað sé rétt eða rangt í þessum málum, ekki ef allar fullyrðingarnar eiga að standa.
"Skortur á samkvæmni" er kurteisa útgáfan á "helvítis bölvuð hræsni" þarna.
Svo er nú það að við skuldum Færeyingum á móralska sviðinu svo að auðvitað er þetta hneisa.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.8.2015 kl. 21:09
Færeyingar sömdu við ESB og Noreg um makrílinn á þess að virða íslendinga viðlits.Samkvæmt þeim samningi mega íslendingar ekki hafa viðskipti við Færeysk skip sem veiða í lögsögu Grænlands,eða landa utan ESB og Noregs.Skipstjórinn á Næraberginu veit þetta líka Jakob Vestergaard.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2015 kl. 21:44
Eða annarra þjóða skip sem veiða makril þar sem ekki hafa náðst samningar um deilistofninn.ESB skip eða norsk ,kínversk skip fengju til að mynda ekki sfgreiðslu og þau reyna það ekki..Þetta eru samningar um deilistofna í N-Atlantshafi.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2015 kl. 21:47
Icelanders behave like jelous kids in this matter - Because you don't get quota in Greenland then nobody else will be allowed to fish there.
You behave very unpredictable -
Suddently Næraberg could not bunker oil or take food onboard - and it made mios of kr of loss - Then they accepted it - but were told that næraberg could only come for crew change - But then that was denied now?
What the fuck is that?
You change the laws all the time - you can't decide?
One should also remember that we import stuff from Iceland - and we employ many Icelanders in Faroe Islands.
Faroese. (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 07:58
Mikið finnst mér nafnið Sigurður Ingi fallegt!!
Sigurður I B Guðmundsson, 7.8.2015 kl. 10:31
It is not all Icelanders that behave in this matter. Most Icelanders look at Faroese as their brothers and sisters and treat them as such. We however have a terrorist government, aimed at destroying life in our beutiful island, and relationships with our neighbours and friends. The majority of Icelanders are crazy and forgetful, believe the lies of the 4party and vote for them again and again, despite disliking their dishonesty and outright criminal behaviour. Now the support for these party is at an historical low so we can hope for another government, that wouldn´t stand in the way of normal communications and commerce between the nations. My personal best wishes to you and your countrymen, and I assure you I would never treat you like this.
Finnur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 17:35
Bjarni, það er margt til í þessu hjá þér.
Jens Guð, 7.8.2015 kl. 21:17
Sigurgeir, Íslendingar hrökkluðust út af samningsfundi; skildu hvorki upp né niður í einu né neinu. Þeir kröfðust þess að fá að veiða minna en þeir fá án samnings. Í einni reykingapásunni héldu þeir að fundi væri lokið og stungu af. Þeir sem eftir sátu horfðu í forundran á eftir Íslendingunum. Þá var ekki um annað að ræða en ljúka samningi án Íslendinga.
Jens Guð, 7.8.2015 kl. 21:23
Faroese, Icelandic public has completely different opinion from Icelandic officials.
Jens Guð, 7.8.2015 kl. 21:27
Sigurður I B, góður að venju!
Jens Guð, 7.8.2015 kl. 21:28
Finnur, I agree with you.
Jens Guð, 7.8.2015 kl. 21:29
Eitt er hvernig bókstafurinn er túlkaður. Annað hvernig komið er fram við fólk. Til að mynda þegar bréflegu erindi er ekki svarað. Þegar fjölmiðlum er neitað um svör / upplýsingar. Þegar ekki er staðið við yfirlýsingar. Þegar öll framkoma einkennist af hroka, ofríki og rembingi.
Jens Guð, 7.8.2015 kl. 23:55
Það er bara skipstjórinn á Næraberginu sem skilur ekki alþjóðasamnimnimga um deilistofna.Eða þykist ekki skilja.Allir aðrir færeyskir skipstjórar skilja þá.
Sigurgeir Jónsson, 8.8.2015 kl. 03:23
En að sjálfsögðu eru það miðin við Grænland sem menn eru að spá í.Grænland er ríkjasambandi við Færeyjar innan Danmerkur sem Ísland er ekki, svo það er eðlilegt að Færeyingar telji sig hafa meiri rétt en íslendingar til veiða innan Grænlenskrar lögsugu.
Sigurgeir Jónsson, 8.8.2015 kl. 03:32
Ruglið var kanski það þegar íslendingar slitu sig frá dönum.
Sigurgeir Jónsson, 8.8.2015 kl. 03:37
Eina skipið sem virðir ekki samninga er Næraberg.Fæeyreisk skip eru á veiðum allt árið innan íslenskrar lögsuögu.Og íslesnek innan færeyskrar Engin vandræði.
Sigurgeir Jónsson, 8.8.2015 kl. 03:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.