8.8.2015 | 20:15
Hryðjuverkamenn vængstífðir í Færeyjum
Í vor gengu í gildi ný lög í Færeyjum. Þau voru og eru umdeild, bæði innan og utan Færeyja. Þau breyttust töluvert í meðförum færeyska Lögþingsins áður en samstaða náðist. Lögin kveða á um það að hver sá sem reynir að hindra hvalveiðar Færeyinga skuli sektaður um 500 þúsund ísl. kr. Einnig sá sem kemur auga á hvalvöðu í færeyskum fjörðum án þess að tilkynna "grindboð".
Í gær féllu fyrstu dómar yfir fimm einstaklingum sem brutu þessi lög í sumar. Þar var um að ræða liðsmenn bandaríska hryðjuverkahópsins Sea Shepherd. Aðeins einn þeirra var dæmdur til 500 þúsund króna sektar. Annar fékk aðeins 100 þúsund króna sekt. Ástæðan var sú að sá náungi var illa áttaður þegar hann var handtekinn fyrir að trufla hvalveiðar. Hann var eins og vankaður. Kannski vegna vímuefnaneyslu. Kannski vegna andlegrar vanheilsu. Kannski hvorutveggja í bland.
Fyrir rétti var hann jafn ringlaður. Saksóknari og dómarar sáu aumur á vesalingnum.
Tveir SS-liðar voru dæmdir hvor um sig til 600 þúsund kr. sektar. Til refsiþyngingar var metið að um samantekin ráð var að ræða. Einnig að þeir sinntu ekki fyrirmælum lögreglu.
Rosemarie hlaut 700 þúsund kr. sekt. Til refsiþyngingar var metið að hún sé foringi og forsprakki SS í Færeyjum; beri þar með höfuðábyrgð á starfseminni þar.
Önnur kona þóttist ekkert kannast við Sea Shepherd. Hún þóttist vera óbreyttur túristi í Færeyjum og hefði ekkert áttað sig á að þar væru hvalveiðar í gangi. Myndbandsupptökur af henni og ljósmyndir sýndu að hún var í klæðnaði merktum Sea Shepherd í bak og fyrir. Jafnframt er hún formlega skráð í áhöfn Sea Shepherd-skipsins Sam Simon.
Hún lýsti því jafnframt yfir að hún hafnaði færeyskum lögum. Þau gætu átt við Færeyinga en kæmu sér ekki við.
Til viðbótar þeim einstaklingum sem hlutu dóm voru hryðjuverkasamtökin Sea Shepherd dæmd til sektar upp á hálfa aðra milljón ísl. kr. Rökin fyrir því eru þau að eigur Sea Shepherd (skip og litlir spíttbátar) voru notaðar til óhæfuverkanna. Spíttbátarnir og allskonar dót (myndavélar, vídíóupptökutæki og sitthvað fleira) var gert upptækt.
Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu. Sumir dæmdra SS-liða hafa lýst því yfir að þeir muni frekar sitja af sér skuldafangelsi í Færeyjum en borga sektirnar. Á samfélagsmiðlum hafa þeir talað um að það geti kostað sig 8 ára fangelsi. Aldrei áður hefur reynt á slíkt í Færeyjum. Líklegra er að vangreidd sekt kosti 2 vikur í fangelsi.
Annar möguleiki er sá að dómunum verði áfrýjað til danskra dómstóla. Að því er ég best veit eru allar líkur á að það verði aðeins gálgafrestur. Danskur dómstóll geti ekki ógilt færeysku lögin. Nema þá aðeins að einhver stórvægileg mistök hafi átt sér stað við málsmeðferðina í Færeyjum.
Tveir SS-liðar til viðbótar hafa verið ákærðir. Dómur yfir þeim verður felldur síðar.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Vinir og fjölskylda | Breytt 9.8.2015 kl. 09:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 1426
- Frá upphafi: 4118993
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1092
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
"Established in 1977, Sea Shepherd Conservation Society (SSCS) is an INTERNATIONAL non-profit, marine wildlife conservation organization." Þannig að kannski væri réttara væri að segja að "liðsmönnum alþjóðlegu hryðjuverkarsamtakanna Sea Sheperd, sem stofnuð voru af KANADÍSKA hryðjuverkamanninum Paul Watson...."
Siggi Lee Lewis, 9.8.2015 kl. 05:10
Ég skil ekki af hverju letrið er svona lítið og asnalegt hjá mér...Það er ekkert í stillingum sem lætur stækka það....
Siggi Lee Lewis, 9.8.2015 kl. 05:24
"Established in 1977, Sea Shepherd Conservation Society (SSCS) is an INTERNATIONAL non-profit, marine wildlife conservation organization." Þannig að kannski væri réttara væri að segja að "liðsmönnum alþjóðlegu hryðjuverkarsamtakanna Sea Sheperd, sem stofnuð voru af KANADÍSKA hryðjuverkamanninum Paul Watson...."
Siggi Lee Lewis, 9.8.2015 kl. 05:24
Meira ruglið...
Siggi Lee Lewis, 9.8.2015 kl. 05:25
Ziggy, þegar þú copy/paste-ar texta í kommentakerfið þá skilar sér orginal leturgerðin.
Sea Shepherd samtökin starfa á alþjóðavettvangi og eru opin fyrir liðsmönnum og peningum frá öllum heimshornum. Stofnandi SS, Paul Watson, er fæddur og uppalinn í Kanada. Hann er ekki með kanadískan ríkisborgararétt (þarlend yfirvöld sviptu hann honum).
Watson stofnaði SS í Bandaríkjunum. Þar hafa alla tíð verið höfuðstöðvar þeirra (Washington).
Heimili SS og varnarþing er í Bandaríkjunum (Friday Harbor, WA 98250, USA).
Kennitala SS er bandarísk (ID 0792021 USA). Eins og önnur skráð bandarísk samtök standa SS reikningsskil á sköttum og öðrum opinberum gjöldum í Bandaríkjunum.
Símanúmer SS er: USA-1 212 220 2302
Faxnúmer SS er USA-1 360 370 5651
Póstfang SS er: Sea Shepherd, P.O. Box 2616, Friday Harbor, WA 98250, USA
Jens Guð, 9.8.2015 kl. 12:52
Þannig að Sameinuðu Þjóðirnar eru þá Bandarísk stofnun vegna þess að höfuðstövarnar eru í New York og hún var stofnuð þar? Og Þá NATO líka hlýtur að vera..
Siggi Lee Lewis, 9.8.2015 kl. 17:41
Jens Guð, 9.8.2015 kl. 19:35
Það er ekki smekklegt að líkja SS við nein íslensk samtök. En til að glöggva sig á því hvers lensk þau eru þá ætla ég samt að líkja þeim við Krossinn / Smárakirkju. Sá söfnuður er íslenskur. Með íslenska kennitölu og íslenskt varnarþing. Það breytir engu um það þó að fólk frá öðrum löndum sé velkomið að ganga til liðs við söfnuðinn og taka virkan þátt í starfseminni.
Íslenskir fulltrúar safnaðarins hafa stundað trúboð erlendis. Samt sem áður er þetta íslenskur söfnuður.
Jens Guð, 9.8.2015 kl. 19:41
Af hverju líkir þú lensku Sea Shepherd við NATO? Höfuðstöðvar NATO eru Belgíu.
Jens Guð, 9.8.2015 kl. 19:46
...eru í Belgíu, átti það að vera.
Jens Guð, 9.8.2015 kl. 19:47
Ég er ekki að líkja Shepurdum við eitt eða neitt, ég er bara að benda þér á að þau eru alþjóðleg samtök en ekki Bandarísk, ekki frekar en S.Þ sem er með sínar höfuðstöðvar í NY :)
Siggi Lee Lewis, 9.8.2015 kl. 20:13
Þetta er dáldið eins og að segja að Evrópusambandið sé Belgískt því það sé með höfuðstöðvarnar í Brussel.
Siggi Lee Lewis, 9.8.2015 kl. 20:14
Það stendur meira að segja á vef samtakanna að þau séu International en ekki American.
Siggi Lee Lewis, 9.8.2015 kl. 20:15
Eins og ég upplýsi í kommenti #5 þá starfa SS á heimsmarkaði og eru opin fyrir liðsmönnum og peningum frá öllum heimshornum. Starfsemi SS er international.
Það breytir engu um að SS voru stofnuð af fámennum hópi ævintýramanna í USA. Þar hafa alla tíð síðan verið og eru höfuðstöðvar SS. Þar er heimili þeirra og varnarþing og eðlilega er kennitala samtakanna bandarísk. Æðstu stjórnendur SS eru bandarískir. Starfseminni er stýrt frá Friday Harbor í Washington, USA.
Á heimasíðu SS segir: "Sea Shepherd is a 501(c)(3) non-profit organization in the USA"
Það þarf afneitun, óskhyggju og hártogun til að rugla saman hvers lenskt fyrirtæki eins og SS er annarsvegar og hinsvegar að fjölþjóðasamtök tuga sjálfstæðra ríkja, svo sem Sameinuðu þjóðirnar, Nató og ESB, hafi þjóðerni.
Jens Guð, 10.8.2015 kl. 12:39
Það breytir engu um hvort kennitalan sé bandarísk eða hvort höfuðstöðvarnar séu í Washington.
Ef svo væri, þyrftu alþjóðarsamtök þá aljóðlega kennitölu til að vera kölluð alþjóðleg? Hver er sú kennitala? Eru þær fleiri en ein?
Það að einhverjir yfirmenn á skrifstofum bandarísks aðal-útibús séu bandaríkjamenn, gerir það samtökin ekki bandarísk.
En væri ekki best að senda þeim fyrirspurn sjálfum og spyrja hvort samtökin séu Bandarísk eða alþjóðleg? Þú mátt semja spurninguna.
Siggi Lee Lewis, 10.8.2015 kl. 22:30
Augljóst eitthvað að hjá Sigga Lewis. Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Þór (IP-tala skráð) 11.8.2015 kl. 15:00
Ziggy, já, alþjóðasamtök eins og Sameinuðu þjóðirnar eru með margar kennitölur. Ein (550278-0149) er á Íslandi og er í firmaskrá skráð undir Félag Sameinuðu þjóðanna. Þetta vita allir og þú líka þó að þú gerir þér upp fáfræði.
Spurning (með formála): Íslenskur kunningjahópur ákveður að stofna grúppu. Það geta verið Samtök hænsnavina eða beikonaðdáenda eða hljómsveit. Grúppan skráir sig í Firmaskrá og fær íslenska kennitölu. Höfuðstöðvar eru skráðar á Íslandi. Hér er heimili og varnarþing grúppunnar.
Til að gera þetta að raunverulegu dæmi getum við kallað hljómsveitina Of Monsters and Men. Hennar markaður er international. Yfir 99% af öllum seldum plötum OMAM eru seldar international. Yfir 99% af öllum hljómleikum OMAM eru haldnir international.
Einhver gaur á Svalbarða tekur upp á því að halda fram að OMAM sé ekki íslensk hljómsveit. Þá kemur spurningin sem öllu máli skiptir: Eigum við ekki að leyfa honum að lifa í þeirri trú að OMAM sé ekki íslensk hljómsveit? Svarið hlýtur að vera: "Jú." Þetta er hans trú. Honum líður betur með hana. Trú hans kemur ekki niður á neinum.
Niðurstaðan er þessi: Leyfum honum að lifa í sinni trú.
Jens Guð, 11.8.2015 kl. 20:01
Þór, það er ekkert að. Þetta er meira léttur galsi í Sigga en eitthvað háalvarlegt.
Jens Guð, 11.8.2015 kl. 20:05
Okei, er þá ekki neitt til sem heitir Alþjóðleg samtök? Og hvaða samtök eru það þá og hvers vegna?
Siggi Lee Lewis, 11.8.2015 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.