Furðufólk í útlöndum - Varúð! Rasismi!

  Sinn er siður í landi hverju.  Því lengra sem fólk er búsett frá Íslandi þeim mun furðulegar hegðar það sér.  Það er þumalputtaregla.  Tökum Japani sem dæmi.  Þegar heitt er í veðri þá klæða þeir ung börn sín í vatnsmelónur.

japönsk börn í vatnsmelónu

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í tengslum við brúðkaup klæðist brúðguminn brúðarkjólnum og keppir í spretthlaupi fyrir hönd brúðurinnar.

japanskir brúðgumar keppa fyrir brúðir sínar

 

 

 

 

 

 

 

 

  Japanskar konur eru nýlega teknar upp á því að ganga í sundbol á baðströndinni.  Þær eru spéhræddar.  Til að slá á spéhræðsluna hylja þær andlitið með lambhúshettu.  Hugmyndina fengu þær frá rússnesku kvenpönksveitinni Pussy Riot.  Giska ég á.

japanskar konur í sundfötum

 

 

 

 

 

 

 

 

   Vestrænar þjóðir eru vanar svokölluðum fingramat;  skyndibita sem einfaldast er að slafra í sig án hnífapara.  Japanir snerta ekki mat með berum höfnum.  Þeim þykir það vera sóðalegt og villimannslegt.  Japanir stinga upp í sig ruslfæðinu með prjónum.

japani snæðir pizzu með prjónum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Japanir eru gríðarlega spenntir fyrir öllu sem tengist hugsanlegum geimverum.  Þeim finnst fátt skemmtilegra en klæða sig í furðubúning með ævintæýralegu geimveru-þema.

japanir í furðufötum

 

 

 

 

 

 

 

 

  Japönsk flugfélög hafa góðar tekjur af því að rúnta um með fólk á flugvöllum.  Japanirnir sitja þá ofan á flugvélinni.  Flugmönnum er stranglega bannað að taka á loft með þessa farþega.

japanar fjölmenna á flugvél

 

 

 

 

 

 

 

 

  Þegar japanskir töffarar taka upp vestrænar tískubylgjur í hárgreiðslu þá fara þeir alla leið.  Trompa vestrænu fyrirmyndina  Sama hvort Elvis er stældur eða Smutty Smitt.  

japanskur rokkabilly

japanskir rokkabilly

 

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.