Plötuumsögn

Reggie Óđinsreggie óđins haust

  
  - Titill:  Haust
 
  - Flytjandi:  Reggie Óđins
 
  - Einkunn:  ****
 
  Vegna nafnsins hélt ég lengi vel ađ Reggie Óđins vćri reggíhljómsveit Ásatrúarfélagsins.  Nafniđ hljómar ţannig.  Ţegar lagt er viđ hlustir kemur annađ í ljós.  Ţetta er ekki reggíhljómsveit.  Músíkstíllinn er rokkađ popp,  stundum međ nettum sálarkeim (soul).  Reggie er nafn söngkonunnar.  Fađir hennar,  Óđinn Hilmisson,  er bassaleikarinn.  
  Haust er önnur plata Reggie Óđins.  Fyrri platan heitir Hafiđ.  Hún kom út fyrir tveimur árum.   
  Upphafslag Hausts,  Falleg orđ,  gefur tóninn: Falleg sálarkennd ballađa eftir Anton Rafn Gunnarsson. Hann á níu af tólf lögum plötunnar og alla texta.  Inn á milli keyrir rafmagnađur gítar Sćvars Árnasonar lagiđ í rokkátt. Síđar á plötunni fer hann ítrekađ á glćsilegt rokkflug.  Hann er tvímćlalaust í hópi bestu rokkgítarleikara landsins.  Gítarleikur hans skreytir tónlistina heldur betur og er ćvintýri út af fyrir sig.  Ég veit ađ hann var í Pops međ Pétri Kristjáns í gamla daga.  Einnig í Örkinni hans Nóa.  Hann spilađi inn á fyrstu plötu stjúpdóttur sinnar,  Bjarkar Guđmundsdóttur, á áttunda áratugnum.  
  Söngrödd Reggie(ar) er sterk,  örugg og áberandi.  Hún ţekkist auđveldlega og fellur vel ađ hörđum gítarleik Sćvars.  
  Bassaleikur Óđins er styrkur og ákveđinn.  Hann nýtur sín best í rokkađri lögunum.  Kassagítar Antons Rafns setur vinalegan ţjóđlagablć (folk) á tónlistina.  
  Ţorbergur Ólafsson trommar af öryggi og hógvćrđ.  
  Notaleg gítarlykkja einkennir lag númer 2,  Undir haustmána söng.  Textar Antons Rafns eru ljóđrćnir.  Hann á líka textana viđ ţrjú lögin Sćvars. Ţar á međal "vinsćldarlegasta" lag plötunnar,  Dúddiđ.  Reggie á einn texta ásamt Antoni.  Ţađ er viđ rokkađasta lag plötunnar,  Okkar stutta stund.  Ţađ jađrar viđ ţungarokk (heavy metal).   
  Textarnir eru ýmist ástar- eđa tregasöngvar.  
  Besta lag plötunnar er lokalagiđ,  Hérna án ţín.  Gullfalleg og seyđandi ballađa međ "fössuđum" og drífandi gítar.  Ég hef ítrekađ stađiđ mig ađ ţví ađ setja hana á "repeat". Ég er áreiđanlega búinn ađ spila lagiđ 50 eđa 100 sinnum og fć ekki nóg af ţví. Í niđurlaginu bregđur Reggie fyrir sig hljómfögrum höfuđtóni.  Ţađ kemur vel út.  
  Í heild er Haust virkilega áheyrileg og góđ plata.  Ég mćli međ henni.  
 
        

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband