Hryðjuverkamenn í tómu klúðri í Færeyjum

SS liðar handteknir

 

 

 

 

 

 

  Framganga hryðjuverkasamtakanna Sea Shepherd tekur stöðugt á sig skoplegri og vandræðalegri mynd í Færeyjum.  Samtökin hafa farið mikinn í klaufalegum aðgerðum gegn hvalveiðum Færeyinga í sumar.  Þau hafa ekki komið neinum vörnum við snöfurlegum viðbrögðum lögreglunnar í Færeyjum.  Né heldur skörulegum málflutningi saksóknara.  SS-liðar hafa aðgang að snjöllum lögfræðingum út um allan heim.  Færeyski saksóknarinn (kona sem ég man ekki hvað heitir) rúllar þeim upp eins og tannkremstúpu.     

  Fjöldi SS-liða hefur verið handtekinn í Færeyjum,  sektaður hver og einn um hálfa milljón ísl. kr. eða þar um bil og vísað úr landi með skít og skömm.  Án möguleika á að snúa til baka.  Jafnframt hafa spíttbátar SS verið gerðir upptækir ásamt allt frá tölvum til kvikmyndatökuvéla.  

  Færeyskir unglingar hafa framkvæmt borgaralegar handtökur á SS-liðum sem reyna að trufla hvalveiðar.  Það er sport.  Svokölluð SS-tækling er vinsæl.  Um er að ræða afbrigði af hælkrók.  Þetta er tækni sem Færeyingar hafa góð tök á.  Síðast tæklaði móðir - með ungabarn í fangi og önnur tvö börn í pilsfaldi - SS-liða láréttan í fjöru. Það vakti kátínu áhorfenda.  SS-handtökur

  Á dögunum var réttað yfir SS-liðum sem voru sakaðir um að trufla hvalveiðar.  Málið snérist í hálfhring.  Þegar allir fletir voru skoðaðir varð túlkunin sú að SS-liðar hefðu í raun rekið hvalvöðuna upp í fjöru.  Þar var henni slátrað af heimamönnum hratt og fumlaust.  

  Þannig var að áhöfn á SS-skipi varð vör við marsvínavöðu (grind) langt úti á firði.  Skipinu var siglt að henni til að ná góðum ljósmyndum og myndbandsupptökum.  Við það fældist vaðan, synti rakleiðis á fullri ferð inn fjörðinn og upp í fjöru.  

  Niðurstaðan varð sú að áhöfn SS ætti að fá vænan skerf af marsvínakjöti í þakklætisskyni fyrir að hafa smalað hvalnum upp í fjöru.  SS-sveitin afþakkaði þann góða bita.  Ákæra fyrir að hafa reynt að trufla hvalveiðar var dregin til baka.  Smölun á hvölunum upp í fjöru vó þyngra en pat og hopp í fjörunni á meðan hvölunum var slátrað. Það var skilgreint sem ósjálfráð taugaveiklunarviðbrögð ungs fólks í andlegu ójafnvægi.  SS-sveitin varð niðurlút undir þessari túlkun - og aðhlátursefni.    

  Ein kæran sem SS-sveit situr uppi með er að meint truflun hennar á hvalveiðum beindist að vísindaveiðum.  Í því tilfelli var ekki verið að veiða marsvín (grind) til manneldis heldur einungis í vísindalegum tilgangi.  Það er löglegt samkvæmt öllum alþjóðasáttmálum um hvalveiðar.  Það verður erfitt fyrir SS að snúa sig út úr því.

  Þegar búið var að rannsaka hvalina í þágu vísinda var kjötið af þeim snætt með soðnum kartöflum.  Færeyingar henda ekki matvælum.   

  Þrjú SS-skip hafa komið til Færeyja í sumar.  Einu þeirra,  Bob Barker,  var meinað að koma í höfn.  Við skoðun í skipinu kom í ljós að búið var að "strippa" það;  öll dýr tæki verið fjarlægð úr því.  Skipið er hálfvélarvana ryðdallur á síðasta snúningi.  Klárlega átti að leiða Færeyinga í gildru.  Fá þá til að leggja hald á ryðdallinn.  Það hefði orðið SS öflugt áróðursbragð.  Það hefði aflað SS samúð og fjárfúlgu - til kaupa á nýju skipi - frá U2,  Pa-mellu Anderson,  Brian Adams og allskonar öðrum vellauðugum súperstjörnum.  Þar á meðal heimsfrægum þýskum kvikmyndaleikurum sem ég kann ekki nöfn á en hafa heimsótt SS til Færeyja í sumar.  Færeyingar áttuðu sig í tæka tíð á gildrunni.  Bob Barker er ennþá ryðdallur á síðasta snúningi í eigu SS. 

  SS-sveitir kaupa ekki olíu eða vistir í Færeyjum.  Þær sigla til Hjaltlandseyja eftir því.  Nú gerðist það að færeyska lögreglan bað lögregluna í Hjaltlandseyjum um að skottast um borð í SS-skipið Sam Simon og taka þaðan spíttbát sem færeyska lögreglan vill fá í sína vörslu.  SS til undrunar brá skoska lögreglan (sem sinnir löggæslu á Hjaltlandseyjum) við skjótt,  fór um borð, tók spíttbátinn og mun afhenda hann færeysku löggunni við fyrsta tækifæri.

  Forsprakki SS,  Paul Watson,  froðufellir af bræði.  Hann hefur snúið sér til Evrópusambandsins og krefst þess að það grípi inn í.  Evrópusambandið getur ekkert gert.  Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu. 

  Paul Watson hreykti sér á Fésbók af því að SS berjist ekki gegn hvalveiðum Færeyinga með skotfærum eða öðrum gamaldags vopnum heldur nútímavopnum á borð við myndavélum og myndbandsupptökutækjum.  Þar með færði hann Færeyingum upp í hendur haldgóð rök fyrir því að gera myndabúnað SS upptækan.  Samkvæmt orðum Pauls sjálfs er þetta vopnabúnaður SS. 

  Til gamans:  Frá því að SS-sveitir hófu af þunga að herja gegn hvalveiðum Færeyinga í fyrra hefur orðið sprenging í túrisma í Færeyjum.  Fyrir vissi heimsbyggðin ekki af tilvist Færeyja.  SS-sveitir hafa beint kastljósi heims að Færeyjum.  Með þessum árangri.  Færeyjar eru ekki búnar undir vöxt túrisma upp á 10 - 20% í hverjum mánuði á fætur öðrum.  Það vantar gistirými.      

grind 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér sprettharða, afburða-skemmtilega frásögu, Jens!

Lifi Færeyingar!

Jón Valur Jensson, 3.9.2015 kl. 08:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega frábær færsla

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2015 kl. 09:34

3 identicon

Færeyingar sitja uppi með Sea Shepherd, en við sitjum uppi með Framsóknarflokkinn - Barátta við marsvín út og suður.

Stefán (IP-tala skráð) 3.9.2015 kl. 11:52

4 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur,  takk fyrir það.  Mér er ljúft að leyfa Íslendingum að fylgjast með frændum okkar og einlægum vinum í átökunum við Sea Shepherd.  Ósvífin skemmdarverkasamtök sem sökktu tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma. 

Jens Guð, 3.9.2015 kl. 18:15

5 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  takk fyrir góð orð.  Það frábæra við færsluna er hvernig Færeyingar hafa tekið á SS-sveitunum.  

Jens Guð, 3.9.2015 kl. 18:16

6 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þessi var góður!

Jens Guð, 3.9.2015 kl. 18:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega flott hjá þeim. kiss

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2015 kl. 21:14

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ha ha ha, og við eigum bara duglaust fólk í sömu stöðu og það sem stendur í sínar lappir keikt og refjalaust í sömu stöðu í Færeyjum.

Bara fyndið og grátlegt.

Þetta eru bestu pistlar sem ég les á netinu Jens, það verður ekki af þér tekið að skíra þetta fólk réttum nöfnum. Ha ha ha helvítis SS liðar...

Sindri Karl Sigurðsson, 3.9.2015 kl. 23:39

9 identicon

Í mínum augum, hafa Færeyingar alltaf verið HETJUR!

Ísleifur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 08:03

10 identicon

Skemtilig og góð lýsing av oyðimarkargongd Sea Shepherds. Takk fyri. Og tey hava av sonnum verið til láturs í summar. Eftir at hava tapt allar royndir higartil, er Captain Desperate farin nýggjr leiðir, sí grein á portal.fo

http://portal.fo/paul+watson+tit+skulu+gevast+at+eta+aldan+laks.html

Dánjal Jákup Meinertsson (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 11:44

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meiri asnarnir þessir menn cool

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2015 kl. 12:01

12 identicon

Þar sem Færeyjar heyra undir Danörku held ég að þær hljoti að vera i Evrópusambandinu. 

Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 15:48

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég held ekki.  Man ekki alveg hvernig þetta er, en minnir að færeyingar hafi ekki samþykkt að ganga í ESB.  Sennilega mestmegnis vegna sjávarútvegsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2015 kl. 16:41

14 identicon

Hvorki Færeyjar né Grænland eru hluti Evrópusambandsins, enda er hvorugt landið hreppur í Danmörku.

Tobbi (IP-tala skráð) 4.9.2015 kl. 16:43

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Tobbi hélt þetta líka, en var ekki viss hversvegna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2015 kl. 17:49

16 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#7),  Færeyingar kunna þetta.

Jens Guð, 4.9.2015 kl. 18:25

17 Smámynd: Jens Guð

  Sindri Karl,  takk fyrir þau orð.

Jens Guð, 4.9.2015 kl. 18:26

18 Smámynd: Jens Guð

  Ísleifur,  ég tek undir það.

Jens Guð, 4.9.2015 kl. 18:26

19 Smámynd: Jens Guð

  Danjál Jákúp,  ég á eftir að fjalla um nýtilkomna baráttu Paula Watsons gegn laxeldi.   

Jens Guð, 4.9.2015 kl. 18:28

20 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Bráðskemmtileg lesning, takk fyrir Jens 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.9.2015 kl. 08:58

21 identicon

 Góðan daginn.þetta er bara snildarlega að verki staðið.til hamingju færeyingar.

                                kveðja frá Islandi.

                              Rafn.cool

Rafn Sigurgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2015 kl. 11:21

22 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#11),  svo sannarlega.

Jens Guð, 5.9.2015 kl. 20:30

23 Smámynd: Jens Guð

Sigurbjörg,  nei.  Færeyingar hafa sjálfstæða utanríkisstefnu þrátt fyrir að vera hluti af danska sambandsríkinu.

Jens Guð, 5.9.2015 kl. 20:31

24 Smámynd: Jens Guð

Halldór,  góðar þakkir.

Jens Guð, 6.9.2015 kl. 19:35

25 Smámynd: Jens Guð

Rafn,  ég tek undir það.

Jens Guð, 6.9.2015 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband